Innlent

Erlendir fjölmiðlar segja frá samþykkt Icesave

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erlendir fjölmiðlar virðast hafa fylgst grannt með gangi mála á Alþingi í dag. Mynd/ Stefán.
Erlendir fjölmiðlar virðast hafa fylgst grannt með gangi mála á Alþingi í dag. Mynd/ Stefán.
Erlendir fjölmiðlar virðast hafa fylgst grannt með framgangi mála á Alþingi í kvöld. Einungis örfáum mínútum eftir að frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave var samþykkt birtist borði á Sky sjónvarpsstöðinni þar sem sagt var frá atburðinum.

Íslendingar virðast líka hafa fylgst grannt með því sem fram fór á Alþingi því að fjöldi fólks hefur skráð sig á vefsíðu Indefence nú í kvöld til þess að hvetja forsetann til þess að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um 35 þúsund manns höfðu skráð nafn sitt á listann fyrr í dag en þeir eru núna komnir upp í rúmlega 40 þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×