Fleiri fréttir Samkomutjaldið féll að lögreglu ásjáandi „Hver vill bera ábyrgð á óhappi og manntjóni? Það getur hæglega orðið hér eins og erlendis,“ segir Magnús Sædal byggingarfulltrúi, sem í gær lét fella stórt samkomutjald í garðinum við Hressingarskálann í Austurstræti. 19.12.2009 04:30 Skert kennsla krefst sannfærandi raka Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að mjög sannfærandi rök þurfi að koma til ef stytta eigi kennslutíma nemenda í grunnskólum landsins. Hún hefur kallað eftir greiningu á tíu milljarða króna kostnaðarauka innan grunnskólans á undanförnum árum. 19.12.2009 04:15 Færeyingar fá meiri jólahjálp Hjálparstofnanir í Færeyjum segja að þörf Færeyinga á aðstoð fyrir jólahátíðina sé meiri í ár en í fyrra. 19.12.2009 04:00 Yfirlýsing Jónasar Fr. Jónssonar „Þegar undirritaður lét af störfum forstjóra FME var rannsókn á máli Baldurs Guðlaugssonar ekki komin á það stig að vera á borði forstjóra. Fundargerðir svonefnds samráðshóps voru fyrirliggjandi í skjalavörslu FME og það kunnugt viðeigandi starfsmönnum. Jafnframt benti undirritaður rannsakendum á að kynna sér fundargerðir samráðshópsins. Það er annarra að svara fyrir framkvæmd og ákvarðanatöku við rannsókn sem átti sér stað í tæpa 4 mánuði eftir að ég vék úr starfi, og lauk þá án frekari aðgerða.“ 19.12.2009 04:00 Skoðar málið aftur að ári Íbúðalánasjóður er hættur við útgáfu á nýjum flokki íbúðabréfa á þessu ári og fyrri hluta næsta árs. Gert var ráð fyrir því að flokkurinn yrði til lengri tíma en nú er. 19.12.2009 03:15 Stærri jólatrén ódýrust í Blómavali Tæplega tveggja metra normannsþinur er ódýrastur í Blómavali en ekki í Byko eins og misritaðist í grein um verð á jólatrjám í fimmtudagsblaði Fréttablaðsins. 19.12.2009 03:00 Vildi sviptingu dýrahalds „Ég hefði viljað sjá koma fram kröfu frá ákæruvaldinu þess efnis að viðkomandi bóndi yrði sviptur leyfi til dýrahalds. Og ég hefði viljað sjá dómstólinn staðfesta hana.“ 19.12.2009 03:00 Flestar kröfur hjá Kaupþingi Tólf þúsund kröfum hefur verið lýst í bú Kaupþings og er gert ráð fyrir að lánardrottnar bankans verði í hópi helstu kröfuhafa auk þeirra fjárfestingarsjóða sem umsvifamestir hafa verið í kaupum á kröfum gömlu bankanna. Gera má ráð fyrir að kröfum í bú Kaupþings muni fjölga verulega en í tilviki Glitnis og Landsbankans skilaði meirihluti þeirra sér á síðustu dögunum áður en kröfulýsingarfrestur rann út. 19.12.2009 03:00 Óttast fækkun lögreglumanna Stjórn Lögreglufélags Suðurlands óttast afleiðingar mikils niðurskurðar og fækkunar lögreglumanna sem boðuð er í umdæminu á næsta ári. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórnarfundi á miðvikudag. 19.12.2009 03:00 Landið verður eitt skattumdæmi Frumvarp um sameiningu níu skattumdæma og ríkisskattstjóra í eitt embætti varð að lögum í gær. Tekur nýtt fyrirkomulag gildi um áramót. Ríkisskattstjóri fer með öll skattamál í landinu og starfrækir eina skattstofu í hverjum landsfjórðungi. 19.12.2009 02:45 Landsnet sendir ekki jólakort Landsnet hf. styrkir þrjú líknarfélög fyrir jólin. Krabbameinsfélag Íslands fær styrk til rannsókna á blöðruhálskrabbameini í körlum. Einnig er styrktur Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þá fær Maríta styrk, en það félag annast forvarnir og fræðslu um skaðsemi vímuefna. 19.12.2009 02:30 Steypustöðin gefur fátækum Steypustöðin ehf. hefur fært Fjölskylduhjálp Íslands peningagjöf í stað þess að senda viðskiptavinum jólakort eða glaðning. 19.12.2009 02:30 Fjármagnseigendur hagnast Ekki er líðandi að fjármagnseigendur hagnist á neyðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar, en það gerist vegna beinna tengsla skatta- og verðlagsbreytinga við þróun höfuðstólshækkana húsnæðislána, sem birtast sem verðbætur. 19.12.2009 02:30 Sorpa styrkir ýmis samtök Sorpa bs. varði tíu milljónum til góðgerðamála í gær. „Hjálpum fólki til sjálfshjálpar“ var yfirskrift styrkjanna, en með þeim var leitast við að styðja efnaminni börn og ungmenni. 19.12.2009 02:00 Ísland nær sextánda sætinu Fimmtán þjóðir veiddu meiri fisk en Íslendingar á árinu 2007. Kína er langsamlega stærsta fiskveiðiþjóðin, en í næstu sætum eru Perú, Indónesía og Bandaríkin, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. 19.12.2009 01:00 Við erum baráttumenn Fulltrúum Venesúela, Kúbu og Bólivíu lá mikið á hjarta á blaðamannafundi í dag og létu sér fátt um finnast þegar skipuleggjendur bentu þeim á að fundartíminn væri liðinn. 19.12.2009 00:45 Meira þarf frá stórveldunum Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ráðstefnuna í Kaupmannahöfn markverða og sýna þann þunga sem nú sé lagður á loftlagsmál. Því til sönnunar sé nóg að nefna þann fjölda þjóðarleiðtoga sem sótti hana heim. Óvíst var um útkomuna þegar Fréttablaðið hitti hana í Bella Center. Hún segir mikla togstreitu hafa verið á milli iðnríkja og þróunarríkja. 19.12.2009 00:15 Mælt með Íslandi í USA Today Skemmtiþátturinn USA Today mælir með Íslandi sem helsta ferðamannastaðinn fyrir næsta ár. Ísland er á lista ásamt fimm öðrum löndum á vefsíðu USA Today. Meðal þeirra ríkja sem mælt er með eru Þýskaland, Santa Fe, Mexíkó og Singapore. 18.12.2009 20:00 RÚV veitir Lindu Vilhjálmsdóttur viðurkenningu Stjórn Ritöfundasjóðs Ríkisútvarpsins veitti í dag Lindu Vilhjálmsdóttur, rithöfundi, viðurkenningu sjóðsins fyrir árið 2009 og framlag að upphæð 500.000 kr. 18.12.2009 19:23 Hrekkjusvín biðst afsökunar á fölskum tilkynningum „Ég verð víst að biðja alla afsökunar sem urðu mínum hrekk að bráð. En klukkan 18:00 kem ég til með að tilkynnar öllum á facebook að þetta var víst ég,“ skrifar maður sem kallar sig Ingimund en hann sendi fréttastofu póst eftir að Vísir sagði frá ósmekklegum hrekki þar sem fólki var tilkynnt að þeir hefðu unnið í lukkuhjólsleik flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og Iceland Express. 18.12.2009 17:43 Lýst eftir pilti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir sextán ára pilti Hann fór frá heimili sínu síðastliðinn mánudag og hefur ekki sést síðan. 18.12.2009 17:32 Jólatré í Reykjavík hirt á nýju ári af sorphirðufyrirtækjum og íþróttafélögum Gámaþjónustan, Íslenska gámafélagið og íþróttafélög munu á nýju ári bjóða borgarbúum upp á þá þjónustu að hirða jólatré við heimili að hátíðunum loknum. Er þetta gert í samstarfi við Reykjavíkurborg. 18.12.2009 17:22 Haldið sofandi á gjörgæslu Manninum sem lenti í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi í morgun er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann er með alvarlega höfuðáverka og fór hann strax í aðgerð við komuna á spítalann. Tveir létust þegar bílar skullu saman í Garðabæ við Arnarnes. 18.12.2009 16:37 Hrekkja þátttakendur í jólaleik Nokkrum þátttakendum í lukkuhjólsleik flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og Iceland Express, sem víða er að finna á vefnum, hafa borist falsaðar tilkynningar um vinning sem sendar er frá netfanginu kefairport@gmail.com. 18.12.2009 16:08 Gagnrýna hugtakamisnotkun fjármálaráðherra Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýna þá hugtakamisnotkun sem felst í framlögðu frumvarpi fjármálaráðherra um umhverfis- og auðlindaskatta. Með frumvarpinu er lagt til að innheimtur verið skattur á sölu á raforku og heitu vatni auk skatts á tilgreinda flokka á fljótandi jarðefnaeldsneyti. Tilgangurinn er að afla aukinna tekna fyrir ríkissjóð sem nemur 4,7 milljörðum kr. 18.12.2009 16:02 Forseti siðar þingmenn til vegna reykinga Forseti Alþingis ítrekaði reykingabann á Alþingi fyrir þingmönnum með bréfi sem þeim var sent í dag. Bréfið er frá Þorsteini Magnússyni en í bréfinu bendir hann samkvæmt samþykkt forsætisnefndar frá því í febrúar 2008 sé bannað að reykja í húsum Alþingis og á lóðum þess. 18.12.2009 15:17 Gáfu Hjálpræðishernum tombólupeninga Þrjár stúlkur tóku sig til í sumar og stóðu fyrir tombóluhaldi í Skipasundi sem skilaði 12.867 krónum. Afraksturinn ákváðu þær að gefa til góðgerðarmála og varð Hjálpræðisherinn fyrir valinu. Stelpurnar heita Katla Ýr Sebastiansdóttir, Þóra Kristín Magnúsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir og það var Anne Marie Reinholdtsen majór hjá Hjálpræðishernum sem veitti peningunum viðtöku. 18.12.2009 14:20 Sorpa veitir tíu milljónum í styrki Sorpa veitti styrk til tíu aðila í húsnæði Góða hirðisins í dag. Styrkirnir voru veittir undir yfirskriftinni „Hjálpum fólki til sjálfshjálpar", svo sem til menntunar, endurhæfingar og sjálfsbjargar. 18.12.2009 13:37 Vilja selja nýja varðskipið Sjálfstæðismenn vilja að nýja varðskip Landhelgisgæslunnar verði selt til að draga megi úr skattahækkunum. Þetta kom fram á Alþingi í morgun þar sem skattahækkanir ríkisstjórnarinnar voru gagnrýndar af sjálfstæðismönnum. 18.12.2009 13:20 Hafnarfjarðarvegur opnaður til suðurs Opnað hefur verið fyrir umferð á Hafnarfjarðarvegi til suðurs. Lögreglan gerir ráð fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð til norðurs rétt eftir klukkan eitt. Eins og fram hefur komið varð banaslys á Hafnarfjarðarvegi á móts við Arnarnesbrú um tíuleytið í morgun. 18.12.2009 12:41 Kaupmannahafnarráðstefnu lýkur í dag Loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn lýkur í dag um klukkan þrjú. Þótt ekki sé búist við að gengið verið frá alþjóðlegum lagalegum skuldbindinum um losun gróðurhúsalofttegunda í framtíðinni er vonast til að pólitísk samstaða náist um hvert viðræður skuli stefna á næstu árum. 18.12.2009 11:58 Banaslys á Hafnarfjarðarvegi Banaslys varð á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ móts við Arnarnesbrú um klukkan tíu í morgun þegar tveir bílar rákust saman. Tveir menn létust og sá þriðji liggur mjög alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Lögreglan varar við hálku á götunni. Vegna slyssins verða tafir á umferð um óákveðinn tíma. 18.12.2009 11:47 Umferðarslys við JL húsið Umferðarslys varð við JL húsið í Vesturbæ Reykjavíkur fyrir skömmu. Að sögn slökkviliðs lenti bifreið á ljósastaur og slasaðist að minnsta kosti einn. Sjúkraflutningamenn eru enn á vettvangi og því óljóst um alvarleika slyssins enn sem komið er. Mikil hálka er víða á götum borgarinnar og eru ökumenn hvattir til að fara varlega. 18.12.2009 11:32 Rósa Guðbjartsdóttir vill leiðtogasætið í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í prófkjöri 30. janúar næstkomandi. 18.12.2009 11:26 Þrír fluttir á slysadeild Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir alvarlegt umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi, við Arnarnesbrú, um tíuleytið í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að tveir bílar hafi rekist þar saman. Lögreglan varar við hálku á götunni. Vegna slyssins verða tafir á umferð til norðurs í óákveðinn tíma. 18.12.2009 11:15 Þrír fræðimenn hlutu styrk Snorra Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Styrkirnir eru árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. 18.12.2009 11:12 Reglugerð um ættleiðingar breytt Breytingar á reglugerð um ættleiðingar taka gildi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er þeim ætlað að rýmka reglur um ættleiðingar vegna lengri biðtíma eftir börnum, að svo miklu leyti sem unnt er og án þess að gengið sé gegn hagsmunum barnanna. 18.12.2009 11:07 Alvarlegt umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Alvarlegt umferðarslys varð um tíuleytið á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú um tíuleytið í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að tveir bílar hafi rekist þar saman en ekki sé vitað um hvort þeir sem í bílunum voru hafi slasast mikið. Lögreglan varar við hálku á götunni. Vegna slyssins verða tafir á umferð til norðurs í óákveðinn tíma. 18.12.2009 10:32 Spara allt að 300 milljónir vegna lyfjakostnaðar Sjúkratryggingar Íslands áætla að 2-300 milljónir króna sparist í lyfjakostnaði á ári þegar greiðsluþátttaka í ákveðnum öndunarfæralyfjum breytist þann 1. janúar næstkomandi. 18.12.2009 09:51 Segir rannsókn á máli Baldurs ekki hafa verið á sínu borði Rannsókn á máli Baldurs Guðlaugssonar var ekki komin á það stig að vera á borði forstjóra þegar Jónas Fr. Jónsson lét af starfi forstjóra. Þetta fullyrðir hann í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í morgun. 18.12.2009 09:09 Greiðir 200 þúsund króna sekt vegna vörslu barnakláms Karlmaður á sjötugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða 200 þúsund króna sekt vegna vörslu barnakláms. 18.12.2009 08:57 Lögreglan á Akureyri rýmdi skemmtistað Lögreglan á Akureyri stöðvaði skemmtanahald í einum skemmtistað bæjarins laust fyrir klukkan tvö í nótt, þar sem rúmlega hundrað manns voru innandyra. Staðurinn var rýmdur þar sem skemmtanahald má ekki standa lengur en til klukkan eitt á virkum dögum, samkvæmt lögreglusamþykkt bæjarins. 18.12.2009 08:26 Púaði á fyrrverandi bæjarstjóra á Álftanesi Þónokkur hópur fundarmanna á fjölmennum borgarafundi á Álftanesi í gærkvöldi, stóð upp og púaði á fyrrverandi bæjarstjóra, þegar hann var að flytja mál sitt. 18.12.2009 08:04 Slökkvilið kallað út þegar lambasteik brann við Betur fór en á horfðist þegar slökkviliðið í Vestmannaeyjum var kallað út vegna mikils reyks í kjallaraíbúð þar í bæ í nótt. Þegar það kom á staðinn var engin eldur, en í ljós kom að húsráðandi hafði ætlað að gæða sér á lambasteik fyrir svefninn, en steikin brunnið svona hressilega við. Honum varð ekki meint af svælunni, en slökkviliðið þurfti að reykræsta íbúðina.- 18.12.2009 07:01 Farbann á fyrrverandi stjórnarformann Byrs Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, sætir nú farbanni vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Byrs og eignarhaldsfélagsins Exeter. Er hann eini maðurinn sem til þessa hefur verið úrskurðaður í farbann vegna rannsókna embættisins. 18.12.2009 06:45 Sjá næstu 50 fréttir
Samkomutjaldið féll að lögreglu ásjáandi „Hver vill bera ábyrgð á óhappi og manntjóni? Það getur hæglega orðið hér eins og erlendis,“ segir Magnús Sædal byggingarfulltrúi, sem í gær lét fella stórt samkomutjald í garðinum við Hressingarskálann í Austurstræti. 19.12.2009 04:30
Skert kennsla krefst sannfærandi raka Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að mjög sannfærandi rök þurfi að koma til ef stytta eigi kennslutíma nemenda í grunnskólum landsins. Hún hefur kallað eftir greiningu á tíu milljarða króna kostnaðarauka innan grunnskólans á undanförnum árum. 19.12.2009 04:15
Færeyingar fá meiri jólahjálp Hjálparstofnanir í Færeyjum segja að þörf Færeyinga á aðstoð fyrir jólahátíðina sé meiri í ár en í fyrra. 19.12.2009 04:00
Yfirlýsing Jónasar Fr. Jónssonar „Þegar undirritaður lét af störfum forstjóra FME var rannsókn á máli Baldurs Guðlaugssonar ekki komin á það stig að vera á borði forstjóra. Fundargerðir svonefnds samráðshóps voru fyrirliggjandi í skjalavörslu FME og það kunnugt viðeigandi starfsmönnum. Jafnframt benti undirritaður rannsakendum á að kynna sér fundargerðir samráðshópsins. Það er annarra að svara fyrir framkvæmd og ákvarðanatöku við rannsókn sem átti sér stað í tæpa 4 mánuði eftir að ég vék úr starfi, og lauk þá án frekari aðgerða.“ 19.12.2009 04:00
Skoðar málið aftur að ári Íbúðalánasjóður er hættur við útgáfu á nýjum flokki íbúðabréfa á þessu ári og fyrri hluta næsta árs. Gert var ráð fyrir því að flokkurinn yrði til lengri tíma en nú er. 19.12.2009 03:15
Stærri jólatrén ódýrust í Blómavali Tæplega tveggja metra normannsþinur er ódýrastur í Blómavali en ekki í Byko eins og misritaðist í grein um verð á jólatrjám í fimmtudagsblaði Fréttablaðsins. 19.12.2009 03:00
Vildi sviptingu dýrahalds „Ég hefði viljað sjá koma fram kröfu frá ákæruvaldinu þess efnis að viðkomandi bóndi yrði sviptur leyfi til dýrahalds. Og ég hefði viljað sjá dómstólinn staðfesta hana.“ 19.12.2009 03:00
Flestar kröfur hjá Kaupþingi Tólf þúsund kröfum hefur verið lýst í bú Kaupþings og er gert ráð fyrir að lánardrottnar bankans verði í hópi helstu kröfuhafa auk þeirra fjárfestingarsjóða sem umsvifamestir hafa verið í kaupum á kröfum gömlu bankanna. Gera má ráð fyrir að kröfum í bú Kaupþings muni fjölga verulega en í tilviki Glitnis og Landsbankans skilaði meirihluti þeirra sér á síðustu dögunum áður en kröfulýsingarfrestur rann út. 19.12.2009 03:00
Óttast fækkun lögreglumanna Stjórn Lögreglufélags Suðurlands óttast afleiðingar mikils niðurskurðar og fækkunar lögreglumanna sem boðuð er í umdæminu á næsta ári. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórnarfundi á miðvikudag. 19.12.2009 03:00
Landið verður eitt skattumdæmi Frumvarp um sameiningu níu skattumdæma og ríkisskattstjóra í eitt embætti varð að lögum í gær. Tekur nýtt fyrirkomulag gildi um áramót. Ríkisskattstjóri fer með öll skattamál í landinu og starfrækir eina skattstofu í hverjum landsfjórðungi. 19.12.2009 02:45
Landsnet sendir ekki jólakort Landsnet hf. styrkir þrjú líknarfélög fyrir jólin. Krabbameinsfélag Íslands fær styrk til rannsókna á blöðruhálskrabbameini í körlum. Einnig er styrktur Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þá fær Maríta styrk, en það félag annast forvarnir og fræðslu um skaðsemi vímuefna. 19.12.2009 02:30
Steypustöðin gefur fátækum Steypustöðin ehf. hefur fært Fjölskylduhjálp Íslands peningagjöf í stað þess að senda viðskiptavinum jólakort eða glaðning. 19.12.2009 02:30
Fjármagnseigendur hagnast Ekki er líðandi að fjármagnseigendur hagnist á neyðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar, en það gerist vegna beinna tengsla skatta- og verðlagsbreytinga við þróun höfuðstólshækkana húsnæðislána, sem birtast sem verðbætur. 19.12.2009 02:30
Sorpa styrkir ýmis samtök Sorpa bs. varði tíu milljónum til góðgerðamála í gær. „Hjálpum fólki til sjálfshjálpar“ var yfirskrift styrkjanna, en með þeim var leitast við að styðja efnaminni börn og ungmenni. 19.12.2009 02:00
Ísland nær sextánda sætinu Fimmtán þjóðir veiddu meiri fisk en Íslendingar á árinu 2007. Kína er langsamlega stærsta fiskveiðiþjóðin, en í næstu sætum eru Perú, Indónesía og Bandaríkin, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. 19.12.2009 01:00
Við erum baráttumenn Fulltrúum Venesúela, Kúbu og Bólivíu lá mikið á hjarta á blaðamannafundi í dag og létu sér fátt um finnast þegar skipuleggjendur bentu þeim á að fundartíminn væri liðinn. 19.12.2009 00:45
Meira þarf frá stórveldunum Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ráðstefnuna í Kaupmannahöfn markverða og sýna þann þunga sem nú sé lagður á loftlagsmál. Því til sönnunar sé nóg að nefna þann fjölda þjóðarleiðtoga sem sótti hana heim. Óvíst var um útkomuna þegar Fréttablaðið hitti hana í Bella Center. Hún segir mikla togstreitu hafa verið á milli iðnríkja og þróunarríkja. 19.12.2009 00:15
Mælt með Íslandi í USA Today Skemmtiþátturinn USA Today mælir með Íslandi sem helsta ferðamannastaðinn fyrir næsta ár. Ísland er á lista ásamt fimm öðrum löndum á vefsíðu USA Today. Meðal þeirra ríkja sem mælt er með eru Þýskaland, Santa Fe, Mexíkó og Singapore. 18.12.2009 20:00
RÚV veitir Lindu Vilhjálmsdóttur viðurkenningu Stjórn Ritöfundasjóðs Ríkisútvarpsins veitti í dag Lindu Vilhjálmsdóttur, rithöfundi, viðurkenningu sjóðsins fyrir árið 2009 og framlag að upphæð 500.000 kr. 18.12.2009 19:23
Hrekkjusvín biðst afsökunar á fölskum tilkynningum „Ég verð víst að biðja alla afsökunar sem urðu mínum hrekk að bráð. En klukkan 18:00 kem ég til með að tilkynnar öllum á facebook að þetta var víst ég,“ skrifar maður sem kallar sig Ingimund en hann sendi fréttastofu póst eftir að Vísir sagði frá ósmekklegum hrekki þar sem fólki var tilkynnt að þeir hefðu unnið í lukkuhjólsleik flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og Iceland Express. 18.12.2009 17:43
Lýst eftir pilti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir sextán ára pilti Hann fór frá heimili sínu síðastliðinn mánudag og hefur ekki sést síðan. 18.12.2009 17:32
Jólatré í Reykjavík hirt á nýju ári af sorphirðufyrirtækjum og íþróttafélögum Gámaþjónustan, Íslenska gámafélagið og íþróttafélög munu á nýju ári bjóða borgarbúum upp á þá þjónustu að hirða jólatré við heimili að hátíðunum loknum. Er þetta gert í samstarfi við Reykjavíkurborg. 18.12.2009 17:22
Haldið sofandi á gjörgæslu Manninum sem lenti í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi í morgun er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann er með alvarlega höfuðáverka og fór hann strax í aðgerð við komuna á spítalann. Tveir létust þegar bílar skullu saman í Garðabæ við Arnarnes. 18.12.2009 16:37
Hrekkja þátttakendur í jólaleik Nokkrum þátttakendum í lukkuhjólsleik flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og Iceland Express, sem víða er að finna á vefnum, hafa borist falsaðar tilkynningar um vinning sem sendar er frá netfanginu kefairport@gmail.com. 18.12.2009 16:08
Gagnrýna hugtakamisnotkun fjármálaráðherra Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýna þá hugtakamisnotkun sem felst í framlögðu frumvarpi fjármálaráðherra um umhverfis- og auðlindaskatta. Með frumvarpinu er lagt til að innheimtur verið skattur á sölu á raforku og heitu vatni auk skatts á tilgreinda flokka á fljótandi jarðefnaeldsneyti. Tilgangurinn er að afla aukinna tekna fyrir ríkissjóð sem nemur 4,7 milljörðum kr. 18.12.2009 16:02
Forseti siðar þingmenn til vegna reykinga Forseti Alþingis ítrekaði reykingabann á Alþingi fyrir þingmönnum með bréfi sem þeim var sent í dag. Bréfið er frá Þorsteini Magnússyni en í bréfinu bendir hann samkvæmt samþykkt forsætisnefndar frá því í febrúar 2008 sé bannað að reykja í húsum Alþingis og á lóðum þess. 18.12.2009 15:17
Gáfu Hjálpræðishernum tombólupeninga Þrjár stúlkur tóku sig til í sumar og stóðu fyrir tombóluhaldi í Skipasundi sem skilaði 12.867 krónum. Afraksturinn ákváðu þær að gefa til góðgerðarmála og varð Hjálpræðisherinn fyrir valinu. Stelpurnar heita Katla Ýr Sebastiansdóttir, Þóra Kristín Magnúsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir og það var Anne Marie Reinholdtsen majór hjá Hjálpræðishernum sem veitti peningunum viðtöku. 18.12.2009 14:20
Sorpa veitir tíu milljónum í styrki Sorpa veitti styrk til tíu aðila í húsnæði Góða hirðisins í dag. Styrkirnir voru veittir undir yfirskriftinni „Hjálpum fólki til sjálfshjálpar", svo sem til menntunar, endurhæfingar og sjálfsbjargar. 18.12.2009 13:37
Vilja selja nýja varðskipið Sjálfstæðismenn vilja að nýja varðskip Landhelgisgæslunnar verði selt til að draga megi úr skattahækkunum. Þetta kom fram á Alþingi í morgun þar sem skattahækkanir ríkisstjórnarinnar voru gagnrýndar af sjálfstæðismönnum. 18.12.2009 13:20
Hafnarfjarðarvegur opnaður til suðurs Opnað hefur verið fyrir umferð á Hafnarfjarðarvegi til suðurs. Lögreglan gerir ráð fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð til norðurs rétt eftir klukkan eitt. Eins og fram hefur komið varð banaslys á Hafnarfjarðarvegi á móts við Arnarnesbrú um tíuleytið í morgun. 18.12.2009 12:41
Kaupmannahafnarráðstefnu lýkur í dag Loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn lýkur í dag um klukkan þrjú. Þótt ekki sé búist við að gengið verið frá alþjóðlegum lagalegum skuldbindinum um losun gróðurhúsalofttegunda í framtíðinni er vonast til að pólitísk samstaða náist um hvert viðræður skuli stefna á næstu árum. 18.12.2009 11:58
Banaslys á Hafnarfjarðarvegi Banaslys varð á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ móts við Arnarnesbrú um klukkan tíu í morgun þegar tveir bílar rákust saman. Tveir menn létust og sá þriðji liggur mjög alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. Lögreglan varar við hálku á götunni. Vegna slyssins verða tafir á umferð um óákveðinn tíma. 18.12.2009 11:47
Umferðarslys við JL húsið Umferðarslys varð við JL húsið í Vesturbæ Reykjavíkur fyrir skömmu. Að sögn slökkviliðs lenti bifreið á ljósastaur og slasaðist að minnsta kosti einn. Sjúkraflutningamenn eru enn á vettvangi og því óljóst um alvarleika slyssins enn sem komið er. Mikil hálka er víða á götum borgarinnar og eru ökumenn hvattir til að fara varlega. 18.12.2009 11:32
Rósa Guðbjartsdóttir vill leiðtogasætið í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í prófkjöri 30. janúar næstkomandi. 18.12.2009 11:26
Þrír fluttir á slysadeild Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir alvarlegt umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi, við Arnarnesbrú, um tíuleytið í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að tveir bílar hafi rekist þar saman. Lögreglan varar við hálku á götunni. Vegna slyssins verða tafir á umferð til norðurs í óákveðinn tíma. 18.12.2009 11:15
Þrír fræðimenn hlutu styrk Snorra Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Styrkirnir eru árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. 18.12.2009 11:12
Reglugerð um ættleiðingar breytt Breytingar á reglugerð um ættleiðingar taka gildi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er þeim ætlað að rýmka reglur um ættleiðingar vegna lengri biðtíma eftir börnum, að svo miklu leyti sem unnt er og án þess að gengið sé gegn hagsmunum barnanna. 18.12.2009 11:07
Alvarlegt umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Alvarlegt umferðarslys varð um tíuleytið á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú um tíuleytið í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að tveir bílar hafi rekist þar saman en ekki sé vitað um hvort þeir sem í bílunum voru hafi slasast mikið. Lögreglan varar við hálku á götunni. Vegna slyssins verða tafir á umferð til norðurs í óákveðinn tíma. 18.12.2009 10:32
Spara allt að 300 milljónir vegna lyfjakostnaðar Sjúkratryggingar Íslands áætla að 2-300 milljónir króna sparist í lyfjakostnaði á ári þegar greiðsluþátttaka í ákveðnum öndunarfæralyfjum breytist þann 1. janúar næstkomandi. 18.12.2009 09:51
Segir rannsókn á máli Baldurs ekki hafa verið á sínu borði Rannsókn á máli Baldurs Guðlaugssonar var ekki komin á það stig að vera á borði forstjóra þegar Jónas Fr. Jónsson lét af starfi forstjóra. Þetta fullyrðir hann í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í morgun. 18.12.2009 09:09
Greiðir 200 þúsund króna sekt vegna vörslu barnakláms Karlmaður á sjötugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða 200 þúsund króna sekt vegna vörslu barnakláms. 18.12.2009 08:57
Lögreglan á Akureyri rýmdi skemmtistað Lögreglan á Akureyri stöðvaði skemmtanahald í einum skemmtistað bæjarins laust fyrir klukkan tvö í nótt, þar sem rúmlega hundrað manns voru innandyra. Staðurinn var rýmdur þar sem skemmtanahald má ekki standa lengur en til klukkan eitt á virkum dögum, samkvæmt lögreglusamþykkt bæjarins. 18.12.2009 08:26
Púaði á fyrrverandi bæjarstjóra á Álftanesi Þónokkur hópur fundarmanna á fjölmennum borgarafundi á Álftanesi í gærkvöldi, stóð upp og púaði á fyrrverandi bæjarstjóra, þegar hann var að flytja mál sitt. 18.12.2009 08:04
Slökkvilið kallað út þegar lambasteik brann við Betur fór en á horfðist þegar slökkviliðið í Vestmannaeyjum var kallað út vegna mikils reyks í kjallaraíbúð þar í bæ í nótt. Þegar það kom á staðinn var engin eldur, en í ljós kom að húsráðandi hafði ætlað að gæða sér á lambasteik fyrir svefninn, en steikin brunnið svona hressilega við. Honum varð ekki meint af svælunni, en slökkviliðið þurfti að reykræsta íbúðina.- 18.12.2009 07:01
Farbann á fyrrverandi stjórnarformann Byrs Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, sætir nú farbanni vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Byrs og eignarhaldsfélagsins Exeter. Er hann eini maðurinn sem til þessa hefur verið úrskurðaður í farbann vegna rannsókna embættisins. 18.12.2009 06:45