Innlent

Hrekkja þátttakendur í jólaleik

Nokkrum þátttakendum í lukkuhjólsleik flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og Iceland Express, sem víða er að finna á vefnum, hafa borist falsaðar tilkynningar um vinning sem sendar er frá netfanginu kefairport@gmail.com.

Í tilkynningu frá flugstöðinni segir að hér sé um að ræða illkvittinn hrekk sem gefi þátttakendum falska von um vinning og skapraunar grunlausum þátttakendum í vinningsleiknum sem býður upp á ferðavinninga með Iceland Express.

Þátttakendur í leiknum er bent á að hunsa allar tilkynningar um vinning í jólaleiknum nema þær berist frá netfanginu noreply@kefairport.is. Því fylgir persónulegt bréfi frá markaðsstjóra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×