Innlent

Forseti siðar þingmenn til vegna reykinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forseti Alþingis sendi þingmönnum skilaboð vegna reykinga. Mynd/ GVA.
Forseti Alþingis sendi þingmönnum skilaboð vegna reykinga. Mynd/ GVA.
Forseti Alþingis ítrekaði reykingabann á Alþingi fyrir þingmönnum með bréfi sem þeim var sent í dag. Bréfið er sent frá Þorsteini Magnússyni, starfsmanni Alþingis, en í því bendir hann á að samkvæmt samþykkt forsætisnefndar frá því í febrúar 2008 sé bannað að reykja í húsum Alþingis og á lóðum þess.

„Reykingar eru með öllu bannaðar í húsakynnum Alþingis frá 1. Júní 2008. Bannið gildir jafnt í Alþingishúsinu, skrifstofubyggingum Alþingis, Alþingisgarðinum og annars staðar á lóð þingsins," segir í samþykkt Alþingis.

Þorsteinn segir í samtali við Vísi að það sé ekki mikið um að reykingabannið sé brotið en áminningar sem þessar séu sendar út reglulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×