Innlent

Slökkvilið kallað út þegar lambasteik brann við

Slökkviliðið var kallað til. Mynd/ Gísli Óskarsson.
Slökkviliðið var kallað til. Mynd/ Gísli Óskarsson.
Betur fór en á horfðist þegar slökkviliðið í Vestmannaeyjum var kallað út vegna mikils reyks í kjallaraíbúð þar í bæ í nótt. Þegar það kom á staðinn var engin eldur, en í ljós kom að húsráðandi hafði ætlað að gæða sér á lambasteik fyrir svefninn, en steikin brunnið svona hressilega við. Honum varð ekki meint af svælunni, en slökkviliðið þurfti að reykræsta íbúðina.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×