Innlent

Segir rannsókn á máli Baldurs ekki hafa verið á sínu borði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jónas Fr. Jónsson var forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Jónas Fr. Jónsson var forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Rannsókn á máli Baldurs Guðlaugssonar var ekki komin á það stig að vera á borði forstjóra þegar Jónas Fr. Jónsson lét af starfi forstjóra. Þetta fullyrðir hann í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í morgun.

„Fundargerðir svonefnds samráðshóps voru fyrirliggjandi í skjalavörslu FME og það kunnugt viðeigandi starfsmönnum," segir Jónas. Þá segist hann hafa rannsakendum á að kynna sér fundargerðir samráðshópsins.

Jónas segir að það sé annarra að svara fyrir framkvæmd og ákvarðanatöku við rannsókn sem hafi átt sér stað í tæpa 4 mánuði eftir að hann vék úr starfi.


Tengdar fréttir

Jónas sat með Baldri á samráðsfundunum

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), nýtti ekki upplýsingar af fundum samráðshóps sem hann átti sæti í þegar embættið rannsakaði upphaflega meint innherjaviðskipti Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×