Vildi sviptingu dýrahalds 19. desember 2009 03:00 Aðkoman Á þriðja tug lambshræja, sjö kindahræ, tvö hundshræ í kerru og hluti af beinagrind af hrossi var það sem blasti við augum dýralæknis, sem var í eftirlitsferð á býlinu. „Ég hefði viljað sjá koma fram kröfu frá ákæruvaldinu þess efnis að viðkomandi bóndi yrði sviptur leyfi til dýrahalds. Og ég hefði viljað sjá dómstólinn staðfesta hana.“ Þetta segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um niðurstöðu máls, sem rekið var á hendur bóndanum á Stórhóli í Álftafirði vegna brota á lögum um dýravernd og búfjárhald. Auk vanfóðrunar á sauðfé taldi ákæruvaldið umgengninni á jörðinni mjög ábótavant. Á þriðja tug lambshræja, sjö kindahræ, tvö hundshræ í kerru og hluti af beinagrind af hrossi var það sem blasti við augum dýralæknis, sem var í eftirlitsferð á býlinu. Málinu lauk með dómssátt, þar sem bóndanum var gert að greiða áttatíu þúsund krónur í ríkissjóð. Á annað þúsund fjár eru á bænum. „Það er skiljanlegt að menn fyllist reiði yfir því hve lág sektin er,“ segir yfirdýralæknir. „En ég held að líta verði á þá hlið að dómur hefur fallið. Auðvitað er stóra málið það að koma í veg fyrir að það ástand skapist aftur sem lýst er í ákæru.“ Halldór segir tvo dýralækna, héraðsdýralækni og fulltrúa yfirdýralæknis, hafa farið að Stórhóli í síðustu viku. Því sé búið að gera nýja úttekt á stöðu mála, sem sé verið að vinna úr þessa dagana. Málinu sé því engan vegið lokið. Spurður til hvaða ráðstafana sé unnt að grípa til að stemma stigu við að ástandið endurtaki sig segir yfirdýralæknir þær vera fyrst og fremst þær að koma í veg fyrir að sá mikli fjöldi fjár, sem sé á jörðinni, verði óbreyttur og umfram það sem ábúandi ráði við. „Ákveðnar reglur gilda um hversu mikið rými og jötupláss skuli vera fyrir hvern grip. Vandamálið í þessu tilviki er það að fólkið ræður ekki við allan þennan fjölda. Það þarf að fækka þarna mjög verulega. Í reglugerðum og lögum eru úrræði þar að lútandi. En það skín ákveðið dómgreindarleysi í gegn, að fólk heldur að það sé eitthvað betra að búa með svona margt fé, og meira en það kemst yfir.“ Halldór segir endurskoðunarvinnu standa yfir á lögum um dýravernd og búfjárhald. Vonir standi til að með breytingum á þeim gangi hraðar að ná árangri í þeim fáu málum sem upp komi. Hvað varðar manneldissjónarmið, þegar vanhirt fé á í hlut, segir Halldór afar öflugt eftirlitskerfi í sláturhúsum. Ekkert fari þar í gegn sem teljist ekki hæft til neyslu. jss@frettabladid.is Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
„Ég hefði viljað sjá koma fram kröfu frá ákæruvaldinu þess efnis að viðkomandi bóndi yrði sviptur leyfi til dýrahalds. Og ég hefði viljað sjá dómstólinn staðfesta hana.“ Þetta segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um niðurstöðu máls, sem rekið var á hendur bóndanum á Stórhóli í Álftafirði vegna brota á lögum um dýravernd og búfjárhald. Auk vanfóðrunar á sauðfé taldi ákæruvaldið umgengninni á jörðinni mjög ábótavant. Á þriðja tug lambshræja, sjö kindahræ, tvö hundshræ í kerru og hluti af beinagrind af hrossi var það sem blasti við augum dýralæknis, sem var í eftirlitsferð á býlinu. Málinu lauk með dómssátt, þar sem bóndanum var gert að greiða áttatíu þúsund krónur í ríkissjóð. Á annað þúsund fjár eru á bænum. „Það er skiljanlegt að menn fyllist reiði yfir því hve lág sektin er,“ segir yfirdýralæknir. „En ég held að líta verði á þá hlið að dómur hefur fallið. Auðvitað er stóra málið það að koma í veg fyrir að það ástand skapist aftur sem lýst er í ákæru.“ Halldór segir tvo dýralækna, héraðsdýralækni og fulltrúa yfirdýralæknis, hafa farið að Stórhóli í síðustu viku. Því sé búið að gera nýja úttekt á stöðu mála, sem sé verið að vinna úr þessa dagana. Málinu sé því engan vegið lokið. Spurður til hvaða ráðstafana sé unnt að grípa til að stemma stigu við að ástandið endurtaki sig segir yfirdýralæknir þær vera fyrst og fremst þær að koma í veg fyrir að sá mikli fjöldi fjár, sem sé á jörðinni, verði óbreyttur og umfram það sem ábúandi ráði við. „Ákveðnar reglur gilda um hversu mikið rými og jötupláss skuli vera fyrir hvern grip. Vandamálið í þessu tilviki er það að fólkið ræður ekki við allan þennan fjölda. Það þarf að fækka þarna mjög verulega. Í reglugerðum og lögum eru úrræði þar að lútandi. En það skín ákveðið dómgreindarleysi í gegn, að fólk heldur að það sé eitthvað betra að búa með svona margt fé, og meira en það kemst yfir.“ Halldór segir endurskoðunarvinnu standa yfir á lögum um dýravernd og búfjárhald. Vonir standi til að með breytingum á þeim gangi hraðar að ná árangri í þeim fáu málum sem upp komi. Hvað varðar manneldissjónarmið, þegar vanhirt fé á í hlut, segir Halldór afar öflugt eftirlitskerfi í sláturhúsum. Ekkert fari þar í gegn sem teljist ekki hæft til neyslu. jss@frettabladid.is
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira