Innlent

Gáfu Hjálpræðishernum tombólupeninga

Anne Marie Reinholdtsen tók við peningunum fyrir hönd Hjálpræðishersins.
Anne Marie Reinholdtsen tók við peningunum fyrir hönd Hjálpræðishersins.
Þrjár stúlkur tóku sig til í sumar og stóðu fyrir tombóluhaldi í Skipasundi sem skilaði 12.867 krónum. Afraksturinn ákváðu þær að gefa til góðgerðarmála og varð Hjálpræðisherinn fyrir valinu. Stelpurnar heita Katla Ýr Sebastiansdóttir, Þóra Kristín Magnúsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir og það var Anne Marie Reinholdtsen majór hjá Hjálpræðishernum sem veitti peningunum viðtöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×