Innlent

Púaði á fyrrverandi bæjarstjóra á Álftanesi

Sundlaugin á Álftanesi. Mynd/ Valgarður.
Sundlaugin á Álftanesi. Mynd/ Valgarður.
Þónokkur hópur fundarmanna á fjölmennum borgarafundi á Álftanesi í gærkvöldi, stóð upp og púaði á fyrrverandi bæjarstjóra, þegar hann var að flytja mál sitt.

Hópurinn stóð jafnframt upp og stappaði í gólfið þartil hann lauk máli sínu. Á fundinum kom meðal annars fram að útsvör yrðu hækkuð um tíu prósent í bænum á næsta ári og fasteignaskattur yrði einnig hækkaður. Það gæti þýtt hátt í hundrað þúsund króna aukaútgöld á næsta ári fyrir meðal húseiganda og meðal skattgreiðanda í bænum.

Eins og fram er komið glímir sveitarfélagið nú við gríðarlega fjárhagserfiðleika og er nánast gjaldþrota. Þá kom fram á fundinum að þegar í stað yrðu kannaðir möguleikar á sameiningu við annað bæjarfélag, og kemur Garðabær þá fyrst til álita. Loks á að kanna hvort farið hafi verið að sveitarstjórnarlögum við stjórn bæjarfélagsins á undanförnum árum.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×