Innlent

Fjármagnseigendur hagnast

húsin í bænum Fjölmörg heimili berjast við auknar afborganir af húsnæðislánum. Hagsmunasamtökin segja að ríkisstjórnin skuli milda verðtryggingaráhrifin, svo þau fari ekki yfir fjögur prósent. Fréttablaðið/vilhelm
húsin í bænum Fjölmörg heimili berjast við auknar afborganir af húsnæðislánum. Hagsmunasamtökin segja að ríkisstjórnin skuli milda verðtryggingaráhrifin, svo þau fari ekki yfir fjögur prósent. Fréttablaðið/vilhelm

Ekki er líðandi að fjármagnseigendur hagnist á neyðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar, en það gerist vegna beinna tengsla skatta- og verðlagsbreytinga við þróun höfuðstólshækkana húsnæðislána, sem birtast sem verðbætur.

Svo segja Hagsmunasamtök heimilanna og segja það algert forgangsverkefni að rjúfa þessi tengsl.

Samkvæmt útreikningum samtakanna hækka verðtryggð húsnæðislán heimilanna um 13,4 milljarða, verði nýkynnt frumvörp um skattabreytingar ríkisstjórnarinnar að lögum, og um minnst 42 milljarða til viðbótar seinna á lánstímanum.

Hagsmunasamtökin leggja til að sett verði afturvirkt fjögurra prósenta þak á árlega hækkun verðbóta frá og með 1. janúar 2008. Þetta myndi sporna gegn óhóflegum verðbótaáhrifum á skuldsett heimili af aðgerðunum.

Samtökin eru efins um margþrepa skattkerfi og hvetja Alþingi til að slá skjaldborg um heimilin:

„Verðbólgudraugurinn verður ekki haminn fyrr en það myndast hvati hjá öllum í hagkerfinu til að vinna gegn verðbólgu," segir í tilkynningu frá þeim.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×