Innlent

Óttast fækkun lögreglumanna

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum.

Stjórn Lögreglu­félags Suðurlands óttast afleiðingar mikils niðurskurðar og fækkunar lögreglumanna sem boðuð er í umdæminu á næsta ári. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórnarfundi á miðvikudag.

Fækka á lögreglumönnum á vakt og getur það komið niður á starfsöryggi lögreglumanna, sem og öryggi íbúa og gesta sýslunnar, segir í ályktuninni.

Fækkun lögreglumanna mun óhjákvæmilega minnka þjónustustig, sem er bagalegt þegar innbrotum og öðrum verkefnum fjölgar í kjölfar efnahagsþrenginga, segir þar enn fremur. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×