Innlent

Þrír fræðimenn hlutu styrk Snorra

Snorri Sturluson.
Snorri Sturluson.

Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Styrkirnir eru árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi.

Styrkirnir skulu veittir í þrjá mánuði hið minnsta og miðast við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostnaði innanlands. Í ár bárust fimmtíu og fimm umsóknir frá tuttugu og fjórum löndum og hefur nú verið tekin ákvörðun um úthlutun.

Þau sem hljóta styrki árið 2010, til þriggja mánaða hvert, eru:

Claudia Di Sciacca, dósent í þýskri textafræði við háskólann í Udine á Ítalíu, til að vinna að rannsóknum á íslensku þýðingunni á Elucidarius eftir Honarius Augustodunensis.

Imreh András, rithöfundur og þýðendi í Búdapest, til að kynna sér íslenska ljóðlist og þýða á ungversku.

Marcel Otten, þýðandi Mountcharles Co. Donegal á Írlandi, til að þýða Gerplu á hollensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×