Innlent

Skoðar málið aftur að ári

hús í byggingu Íbúðalánasjóður ætlaði að gefa út nýjan flokk íbúðabréfa til lengri tíma en nú er.Fréttablaðið/stefán
hús í byggingu Íbúðalánasjóður ætlaði að gefa út nýjan flokk íbúðabréfa til lengri tíma en nú er.Fréttablaðið/stefán

Íbúðalánasjóður er hættur við útgáfu á nýjum flokki íbúðabréfa á þessu ári og fyrri hluta næsta árs. Gert var ráð fyrir því að flokkurinn yrði til lengri tíma en nú er.

Íbúðalánasjóður bendir á það í tilkynningu að hann hafi aðeins varið fjórtán milljörðum króna til kaupa á lánasöfnum banka og sparisjóða í stað hundrað milljarða, auk þess sem áhrif vanskila, frystingar lána og annarra greiðsluerfiðleikaúrræða séu enn sem komið er ekki mikil.

Gert er ráð fyrir að ákvörðunin verði endurskoðuð á seinni hluta næsta árs.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×