Innlent

Sorpa styrkir ýmis samtök

Góði hirðirinn Bágstödd börn voru meðal þeirra sem fengu styrk.
Góði hirðirinn Bágstödd börn voru meðal þeirra sem fengu styrk.

Sorpa bs. varði tíu milljónum til góðgerðamála í gær. „Hjálpum fólki til sjálfshjálpar“ var yfirskrift styrkjanna, en með þeim var leitast við að styðja efnaminni börn og ungmenni.

Félag lesblindra var styrkt til útgáfu og Jerico til að vinna gegn einelti í skólum. Hugarafl til geðfræðslu, ásamt Framtíðarsjóði Hjálparstarfs kirkjunnar fengu einnig styrki.

Þá fékk Rauða kross-húsið, Hringsjá-lesgreining og Starfsmenntasjóður bandalags kvenna styrki. Heilsuhýsi á hjólum, Eyjaslóð og Konukot nutu einnig góðs af. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×