Innlent

Stærri jólatrén ódýrust í Blómavali

Tæplega tveggja metra normannsþinur er ódýrastur í Blómavali en ekki í Byko eins og misritaðist í grein um verð á jólatrjám í fimmtudagsblaði Fréttablaðsins.

Hann kostar 6.990 í Blómavali eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu sem einnig birtist í fimmtudagsblaðinu. Það er tæplega 30 prósentum ódýrara en á dýrasta staðnum af þeim sem kannaðir voru, Garðheimum.

Byko eru næstódýrastir í þessum stærðarflokki, selja tæplega tveggja metra tré á 7.850 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×