Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá slysstað. Mynd/ Friðrik.
Frá slysstað. Mynd/ Friðrik.
Alvarlegt umferðarslys varð um tíuleytið á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú um tíuleytið í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að tveir bílar hafi rekist þar saman en ekki sé vitað um hvort þeir sem í bílunum voru hafi slasast mikið. Lögreglan varar við hálku á götunni. Vegna slyssins verða tafir á umferð til norðurs í óákveðinn tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×