Innlent

Mælt með Íslandi í USA Today

Ísland heillar. Mynd / Villi.
Ísland heillar. Mynd / Villi.

Skemmtiþátturinn USA Today mælir með Íslandi sem helsta ferðamannastaðnum fyrir næsta ár. Ísland er á lista ásamt fimm öðrum löndum á vefsíðu USA Today. Meðal þeirra ríkja og staða sem mælt er með eru Þýskaland, Santa Fe, Mexíkó, Singapore og svo Tampa.

Þeir segja Ísland kjörið fyrir ferðamenn, ekki sé eingöngu hægt að ganga á jöklum um nætur eða skemmta sér í miðborg Reykjavíkur, heldur má gera það ódýrt í ljósi falls krónunnar.

Þá kemur einnig fram í yfirferð USA Today að Ísland hafi verið valið sem eitt af helstu löndunum sem fólk ætti að heimsækja í ferðmannabókinni Lonely Planet.

Hægt er að nálgast grein USA Today hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×