Fleiri fréttir

Nour kemur aftur til landsins í kvöld

Íraski flóttamaðurinn Nour Al-din Al-Azzawi snýr aftur til Íslands á ellefta tímanum í kvöld eftir tveggja mánaða dvöl í Grikklandi. Hann var sem kunnugt er sendur þangað á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins, við mótmæli Rauða krossins og ýmissa einstaklinga.

Vilja Norðfjarðargöng strax eftir Héðinsfjörð

„Við íbúar Fjarðabyggðar gerum þá eindregnu kröfu til þingmanna kjördæmisins og ráðamanna í samgöngumálum að herða sem aldrei fyrr baráttuna fyrir því að framkvæmdir við Norðfjarðargöng hefjist strax að loknum Héðinsfjarðargöngum,“ segir í ályktun borgarafundar á Eskifirði á mánudagskvöld.

Nýbakaður milljónari æpti af gleði

Tveir nýir milljónamæringar komu til Íslenskrar getspár með Lottómiða sem gáfu hvor um sig rúmlega 30 milljónir í vinning í fyrradag.

Danir greiði fyrir hreinsun

Grænlenska heimastjórnin vill að Danir hreinsi til í kringum Thule-herstöðina á Grænlandi.

Telja fráleitt að borga 600 millj.

„Okkur finnst þetta verðmat út úr korti og satt að segja svolítið 2007,“ segir Guðmundur Rúnar Árnason, formaður bæjarráðs, um niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta varðandi land í Kapelluhrauni sem Skógrækt ríkisins átti en Hafnarfjarðarbær yfirtók.

Útsvar svipað og í fyrra

Gert er ráð fyrir 25 milljóna króna rekstrarafgangi Kópavogsbæjar, samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Áætlunin var lögð fram fyrir umræðu í bæjarstjórn í gær.

Álftanesi skipað að ræða sameiningu

Meirihluti sveitarstjórnar Álftaness samþykkti í gær samkomulag við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna. Samkvæmt því skal þegar hefja viðræður við önnur sveitarfélög um sameiningu við Álftanes. Þá verður lagt tíu prósenta álag á útsvar á næsta ári og álagning fasteignaskatta verður 0,4 prósent af álagningarstofni. Hún er í dag 0,28 prósent. Almennt á að lækka öll rekstrarútgjöld og auka tekjur, meðal annars með eignasölu.

Ekkert fé í kaup á félagsíbúðum

Bæjarráð Vestur­byggðar mótmælir harðlega ákvörðun Varasjóðs húsnæðis­mála um að ekki fáist lengur fjármunir til mótframlags vegna sölu félagslegra íbúða og vegna rekstrarhalla og auðra íbúða sveitarfélaga.

Dræm þátttaka í netkosningu

Tæp sjötíu prósent þátttakenda í netkosningu vefmiðilsins Eyjunnar vilja að Alþingi hafni ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu. Samtals tóku 7.454 þátt í kosningunni, eða 3,2 prósent kjósenda miðað við kjörskrárstofn til síðustu alþingiskosninga.

Evrumaður var leiddur í gildru

Fullvíst er talið að karlmaður, sem um það bil tíu þúsund evrum var rænt af í Súðarvogi síðastliðið þriðjudagskvöld, hafi verið leiddur í gildru.

Tók fíkniefni og stolna glæsikerru

Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun, tók hundruð gramma af amfetamíni og fann stolinn glæsivagn í húsleit í fyrradag.

Ákvörðun ráðherra átti sér ekki lagastoð

Sjávarútvegsráðherra var óheimilt að framlengja úthlutunartímabil byggðakvóta fiskveiðiársins 2006-2007 inn á nýtt fiskveiðiár með útgáfu sérstakrar reglugerðar.

Útsvar á Álftanesi hækkað

Bæjarstjórnin á Álftanesi ætlar að hækka útsvar bæjarins upp í 14,5 prósent. Kristinn Guðlaugsson, forseti bæjarstjórnar, sagði í fréttum RÚV að það væri skelfilegt að setja svona álögur á íbúa sveitafélagsins. Hann áréttaði þó að hugmyndin væri komin frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS).

Hvítá veitt undir hluta nýju brúarinnar

Brúarsmiðir við Hvítá í Árnessýslu vinna að því fram á nótt að veita fljótinu undir þann hluta nýju brúarinnar við Bræðratungu sem er tilbúinn og verður þá unnt að ganga þurrum fótum yfir.

Dæmdur fyrir að stefna stúlku í hættu í kynmökum

Hæstiréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundinn dóm yfir manni sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði sakfellt fyrir að stefna stúlku í augljósan háska þegar hann í kynmökum við hana setti gúmmíbolta, sem hún taldi vera kynlífsleikfang upp í leggöng hennar og skildi þar eftir án vitneskju hennar.

Jarðskjálfti í Vatnajökli

Jarðskjálfti varð við Kistufell í norðanverðum Vatnajökli rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Skjálftinn var um 3,1 á Richter kvarða að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir einnig að jarðskjálfti af svipaðri stærð hafi riðið yfir á þessu svæði fyrir réttu ári síðan og að jarðskjálftar séu algengir á þessum slóðum.

Götuljós loga lengur í Garðabæ en Reykjavík

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fór þess á leit við Orkuveitu Reykjavíkur í morgun að götulýsing í Garðabæ yrði strax færð aftur í fyrra horf. Hann segir að öryggi fólks vegi þyngra en sparnaður.

Lést í sjóslysi við Skrúð

Maðurinn sem lést í sjóslysi við Skrúð í gærmorgun hét Guðmundur Sesar Magnússon fæddur 1952. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn.

Harður árekstur á Akureyri

Harður árekstur varð á gatnamótum Kaupvangsstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Tveir jepplingar rákust þar á en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri eru engin slys á fólki svo vitað sé. Þrír voru fluttir á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar.

Kannabis, amfetamín og stolinn bíll í Mosfellsbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. Við húsleit fundust um 150 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Á sama stað var einnig lagt hald á 250 grömm af amfetamíni sem voru vandlega falin.

Birgitta: Blaut tuska framan í almenning

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segist hafa fengið jákvæð viðbrögð við máli sínu á Alþingi í morgun. Þar lét þung orð falla þegar að hún spurði iðnaðarráðherra hvort hún teldi að Björgólfur Thor Björgólfsson ætti ekki að skila þýfinu sem hvarf af Icesave reikningunum sem hann bæri beina ábyrgð á. Birgitta var að spyrja ráðherra um lagafrumvarp um gagnaver á Vaðlaheiði sem lagt fram á þingi í fyrradag.

Skilorðsbundin dómur fyrir höfuðkúpubrot

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 37 ára gamlan karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ýtt harkalega við við 33 ára gamlli konu þannig að hún féll aftur fyrir sig og skall með hnakkann í götuna með þeim afleiðingum að hún höfuðkúpubrotnaði og missti meðvitund. Áverkinn sem hún hlaut hefur haft talsverða fötlun í för með sér. Hann þarf að greiða konunni rúmlega 700 þúsund krónur í bætur og þá var honum einnig gert að greiða rúmlega 460 þúsund krónur í sakarkostnað.

Öryrki datt í lukkupottinn

Í gær komu tveir heppnir nýir Lottómilljónamæringar til Íslenskrar getspár með Lottómiða sem gáfu hvor um sig rúmlega 30 milljónir í vinning.

Mansalsmálið klárað fyrir árslok

Embætti ríkissaksóknara stefnir að því að klára hið svokallaða mansalsmál fyrir 30.desember, en þá rennur út gæsluvarðhald yfir fimm Litháum sem handteknir voru í tengslum við málið. Rannsókn hefur verið hætt á þætti allra íslendinganna sem handteknir voru í málinu, að einum undanskildum.

Peningastefnunefnd birtir fyrstu skýrslu sína

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur sent Alþingi skýrslu um störf sín á árinu eins og lög gera ráð fyrir. Fyrsta skýrsla peningastefnunefndarinnar hefur nú verið send Alþingi og er birt á vef Seðlabanka Íslands.

Fimm vilja annað sætið

Fimm sækjast eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Fjórir þeirra eru sitjandi borgarfulltrúar en einn tengdasonur fyrrverandi borgarstjóra.

Ráðherra taki fram fyrir hendur Útlendingastofnunnar

Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja konu um búsetuleyfi hér á landi þar sem laun hennar þykja ekki duga til framfærslu þótt hún sé í fullu starfi er mjög undarlegur, dómsmálaráðherra á að stíga inn í málið. Þetta segir Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins.

Íslenskir ferðamenn í vandræðum

Flugi Iceland Express til Íslands frá Kastrupflugvelli í Kaupmannhafnahöfn var frestað um ellefuleytið í morgun eftir að tæplega 60 farþegar höfðu samband við flugfélagið og sögðust vera strandaglópar og ekki komast á flugvöllinn í tæka tíð. Í Danmörku er vetrarfærð en þar hefur mikið snjóað síðustu daga.

Eignarhlutur Björgólfs Thors verði þynntur út

„Það sem þetta verkefni snýst um er einfaldlega þetta. Ætlum við að láta alla fjárfestinguna fara forgörðum út af fortíð og sögu eins minnihlutaeigenda í þessu fyrirtæki eða ætlum við að stuðla að því að það geti gerst að það komi nýtt fjarmagn inn í þetta verkefni og að þessi aðili sem hér er um rætt verði þynntur út?" Þetta sagði Katrín Júlíusdóttir í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Ingibjörg Sólrún ekki ráðin mansalsfulltrúi ÖSE

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var ekki ráðin í starf mansalsfulltrúa ÖSE, öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Þetta staðfesti Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu, en ráðuneytið studdi umsókn. Ingibjargar.

Lögreglumenn hefðu ekki getað gert betur

„Lögreglumenn stóðu sig mjög vel í alveg sérstaklega óvenjulegum aðstæðum og ég tel að það hefði ekki verið hægt að gera þetta betur,“ sagði Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um framgöngu lögreglumanna í mótmælunum eftir bankahrunið.

Súrnun hafanna dulinn vandi

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að súrnun hafanna sé dulinn vandi loftslagsbreytinga sem ógnaði lífi í höfunum og afkomu ríkja sem byggðu á lífríki hafsins. Þetta kom fram í máli hennar á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í gær þar sem hún var meðal framsögumanna á fundi sem fjallaði um áhrif loftslagsbreytinga á hafið, sem var stýrt af Kaj Leo Johannessen, lögmanni Færeyja. Auk þeirra héldu meðal annars erindi á fundinum ráðherrar frá Færeyjum og Noregi og fulltrúar frá Indónesíu, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Kveikti ölvaður í mottu og skemmdi bíl

Eldur kviknaði í mottu utan við dyr íbúðar í opnum stigagangi í fjölbýlishúsi á Selfossi í gærkvöldi. Þegar íbúinn varð þess var að eldurinn hafði læst sig í útihurðina þreif hann mottuna og henti henni út af svölunum, en þar lenti hún logandi á bíl á bílastæðinu og kveikti í honum.

Ekið á tvo hunda

Ekið var á tvo hunda á móts við Hveragerði í gærkvöldi. Annar drapst samstundis en dýralæknir þurfti að aflífa hinn, sem var mikið meiddur.

Gripin eftir innbrot í sumarbústað

Lögreglu var tilkynnt um innbrot í sumarbústað á Stokkseyri í nótt. Þegar hún var á leiðinni á vettvang sá hún til ferða bíls sem hún stöðvaði strax.

Sjá næstu 50 fréttir