Innlent

Landsnet sendir ekki jólakort

Landsnet hf. styrkir þrjú líknarfélög fyrir jólin. Krabbameinsfélag Íslands fær styrk til rannsókna á blöðruhálskrabbameini í körlum. Einnig er styrktur Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þá fær Maríta styrk, en það félag annast forvarnir og fræðslu um skaðsemi vímuefna.

Í tilkynningu segir að þessi félög hafi mikilvægu hlutverki að gegna og hafi unnið sér inn aðdáun og virðingu.

Félögin eru styrkt um andvirði þeirra jólakorta sem Landsnet hefði annars sent frá sér í ár.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×