Innlent

Færeyingar fá meiri jólahjálp

Kreppan fer víða. Mynd úr safni.
Kreppan fer víða. Mynd úr safni.

Hjálparstofnanir í Færeyjum segja að þörf Færeyinga á aðstoð fyrir jólahátíðina sé meiri í ár en í fyrra.

Harðara sé í ári hjá fleiri fjölskyldum, en sér í lagi hjá einstæðum mæðrum.

Fjórðungi fleiri fá pakka frá Hjálpinni, segir Leif Erik Nicklasen við Sósíalinn. Alls 170 fjölskyldur.

Frá SMS-verslunarmiðstöðinni, sem er að hluta til í eigu Íslendinga, fóru 133 fjölskyldur með matarpakka eða gjafakort í ár, en SMS gaf ekki fátækum í fyrra.- kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×