Innlent

Metþátttaka í aðventuhlaupi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlaupið verður frá Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Mynd/ Auðunn.
Hlaupið verður frá Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Mynd/ Auðunn.
Metþátttaka verður í aðventuhlaupi Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð sem hefst á hádegi í dag. Allir þeir sem ljúka hlaupinu frá rauð nef og styrkja í leiðinni dag rauða nefsins hjá Unicef.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að reiknað sé með að fyrstu hlauparar komi í mark um klukkan hálfeitt. Þátttakendur í hlaupinu verða starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar, Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunnar og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem vilja með hlaupinu styrkja gott málefni, gleðjast og gleðja aðra.

Vegalengdir verða 3 km Nauthólsvíkurhringur og 7 km hringur í kring um Reykjavíkurflugvöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×