Innlent

Formenn reyna að ná samkomulagi um þingstörfin

Forystumenn ríkisstjórnarinnar og formenn stjórnarandstöðuflokka á Alþingi auk Birgittu Jónsdóttur frá Hreyfingunni hittust fyrir stundu á fundi þar sem reynt var að ná samkomulagi um afgreiðslu Icesave málsins á þingi auk annara stórmála á næstu dögum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Birgitta Jónsdóttir fulltrúi Hreyfingarinnar hittust í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins klukkan eitt og gengu þau síðan á fund Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um klukkan hálftvö.

Sá fundur var stuttur og samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki komin niðurstaða í málið. Formennirnir verjast allra fregna af málinu en líklegt er talið að þeir hittist aftur síðar í dag og reyni til þrautar að komast að samkomulagi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×