Innlent

Catalina aftur í gæsluvarðhald vegna vændismáls

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Catalina Ncogo.
Catalina Ncogo.

Catalina Ncogo er önnur þeirra kvenna sem úrskurðuð var í vikulangt gæsluvarðhald í dag.



Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag samþykkti Héraðsdómur gæsluvarðhald yfir konunum tveimur sem grunaðar eru um mansal og að hafa haft milligöngu um vændi.



Í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér fyrr í dag kemur fram að rannsókn málsins hafi staðið yfir undanfarnar vikur og í tengslum við hana hafi lögreglan lokað fyrir vændisstarfsemi í húsi í miðborginni.



Catalina var fyrr í þessari viku dæmd fyrir hórmang en sýknuð af mansalsákæru.


Tengdar fréttir

Tvær konur handteknar vegna mansals

Tvær konur hafa verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 11. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Konurnar, önnur um tvítugt en hin um þrítugt, eru grunaðar um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. Þær eru báðar íslenskir ríkisborgarar. Rannsókn málsins hefur staðið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×