Innlent

Mjólkursamsalan gefur til hjálparstarfs innanlands

Jónas Þórir Þórisson Framkvændastjóri Hjálparstarfs Krirkjunnar og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Form. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur í hópi nokkura starfsmanna í mjólkurvörudreifingu MS. Þeir verða að störfum fram á aðfangadag og dreifa meðal annars mjólkurvörum til dreifistöðva hjálparsamtakanna.
Jónas Þórir Þórisson Framkvændastjóri Hjálparstarfs Krirkjunnar og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Form. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur í hópi nokkura starfsmanna í mjólkurvörudreifingu MS. Þeir verða að störfum fram á aðfangadag og dreifa meðal annars mjólkurvörum til dreifistöðva hjálparsamtakanna.

Mjólkursamsalan, sem er í eigu 700 bændafjölskyldna um land allt, hefur gefið matvæladreifingu á vegum Mæðrastyrksnefndar, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins tvær og hálfa milljón króna en félagasamtökin hafa sameinast um jólaaðstoð fyrir heimili sem líða skort.

Í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni segir að vaxandi þörf sé fyrir slíka aðstoð í því erfiða árferði sem nú er, að mati samtakanna. Áætlað er að um 3500 fjölskyldur muni leita aðstoðar samtakanna í ár sem er um 30 % aukning frá fyrra ári. Stór hópur mun vera að koma í fyrsta sinn og því verða þetta þung skref fyrir marga.

Mjólkursamsalan óskar hjálparsamtökunum velfarnaðar við þau verkefni sem bíða þeirra fyrir jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×