Innlent

Samstarfskona Catalinu er íslenskur ríkisborgari

Catalina Ncogo, hefur verið handtekin í annað sinn vegna gruns um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. Hún var dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir vændisstarfsemi fyrr í vikunni. Samstarfskona hennar er íslenskur ríkisborgari.



Fyrsti dómurinn féll í mansalsmáli á Íslandi á þriðjudag þegar Miðbaugsmaddamma Catalina Ncogo var sýknuð af ákærum um mansal. Hún var hinsvegar dæmd fyrir að hafa haft viðurværi af vændi kvenna sem hún hélt úti á Hverfisgötunni. Málinu verður áfrýjað.



Aðeins tveimur dögum eftir að dómurinn féll var Catalina handtekin að nýju grunuð um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi, nú á Suðurgötu í Reykjavík. Stúlka um tvítugt, sem er af austurevrópsku bergi brotin en er íslenskur ríkisborgari, var einnig handtekin grunuð um aðild að mansali og hórmang. Þær voru í dag báðar úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 11. desember. Lögreglan hefur rannsakað málið undanfarnar vikur og hefur nú lokað hinni meintu vændisstarfsemi á Suðurgötunni.



Talið er að Catalina og samstarfskona hennar hafi gert út að minnsta kosti þrjár konur á Suðurgötunni. Tvær þeirra voru á leið til Spánar þar sem þær eru búsettar en voru færðar til skýrslutöku hjá lögreglu í dag. Ein er rúmlega þrítug en hin er fertug. Sú þriðja, sem einnig er á fertugsaldri, hefur einnig verið færð til skýrslutöku en mál hennar er jafnframt rannsakað sem mansalsmál.



Rannsókn lögreglu tekur einnig til þeirra sem keyptu kynlífsþjónustuna. Nú hálfu ári eftir að vændiskaup voru bönnuð með lögum hefur enginn verið ákærður fyrir slíkt brot.


Tengdar fréttir

Catalina aftur í gæsluvarðhald vegna vændismáls

Catalina Ncogo er önnur þeirra kvenna sem úrskurðuð var í vikulangt gæsluvarðhald í dag. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag samþykkti Héraðsdómur gæsluvarðhald yfir tveimur konum sem grunaðar eru um mansal og að hafa haft milligöngu um vændi. Catalina var fyrr í þessari viku dæmd fyrir hórmang en sýknuð af mansalsákæru.

Tvær konur handteknar vegna mansals

Tvær konur hafa verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 11. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Konurnar, önnur um tvítugt en hin um þrítugt, eru grunaðar um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. Þær eru báðar íslenskir ríkisborgarar. Rannsókn málsins hefur staðið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×