Innlent

Síldin í mínus

Þverrandi líkur eru á að veiðikvótinn úr stofni sumargotssíldarinnar verði aukinn, eins og sjómenn og útvegsmenn höfðu vonast til. Hafrannsóknastofnun var að ljúka sautján daga leiðangri og benda niðurstöður úr honum til þess að ekkert lát sé á sýkingu í síldinni, en um það bil 40 prósent síldarinnar eru sýkt. Þá gefa mælingar vísbendingar um að að stofninn sé heldur minni en hann mældist í október. Kvótinn sem nú mátti veiða, og skipin eru flest búin með, var mun minni en í fyrra og horfur fyrir næsta ár eru ekki góðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×