Innlent

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði í nýliðnum mánuði samanborið við sama tíma í fyrra. Fækkun var milli mánaða í fimm mánuði þar til nú, að dæmið fór aðeins að snúast við. Þyngst vegur í þessari fjölgun, að svonefndum viðkomufarþegum á leið yfir Atlantshafið fjölgaði um 30 prósent. Alls fóru 95 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×