Fleiri fréttir

Földu 4 kíló af gervifíkniefnum í rjóðri

Ríkissaksóknari hefur ákært fimm menn á tvítugs- og þrítugsaldri fyrir að hafa reynt að smygla til landsins nær fjórum kílóum af amfetamíni. Hinir ákærðu eru Jóhann Páll Jóhannesson, Jón Sveinbjörn Jónsson, Logi Már Hermannsson, Þorgrímur Kolbeinsson og Þorsteinn Birgisson.

Einstök íbúakosning sem fáir vita af

Borgarbúum hefur frá því í fyrradag gefist kostur á að kjósa á netinu um forgangsröðun fjármuna til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í hverfum borgarinnar. Kosningin er í tengslum við fjárhagsætlun næsta árs og geta íbúar einungis kosið um þróun mála í sínum eigin hverfum.

Ekki fallegt yfirbragð á Icesave-umræðum

Telji stjórnin sig ekki geta náð betri samningi um Icesave á að leyfa henni að bera ábyrgð á því og taka fyrir næsta mál. Mörg önnur mál þarf að ræða. Yfirbragðið á þeirri pólitík sem er ástunduð á Alþingi þessa dagana, þar sem málþófið er þaulskipulagt, er ekki fallegt.

Einstök aðferð

„Íbúakosningin er ein aðferð til að virkja íbúalýðræðið. Þarna getum við dregið ýmsar ályktanir. En þetta er náttúrlega tilraun, bæði praktísk og áhugaverð,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands. Gunnar Helgi bendir á að ýmsar útgáfur af íbúakosningum hafi verið prófaðar í heiminum, svo sem þar sem íbúar hafi verið virkjaðir á fundum um borgarmálin. Hann kannast hins vegar ekki við neitt í líkingu við þá sem Reykjavíkurborg hafi ýtt úr vör. „Þarna er kosið um raunverulega peninga. Ég þekki ekki nein dæmi um slíkt,“ segir hann.

Lagt verði blátt bann við ósannindum

Banna á ráðherrum og embættismönnum að segja ósatt, hagræða sannleikanum og hygla vinum, ættingjum og kunningjum. Þetta er meðal ábendinga sem bárust frá almenningi við tillögur að siðareglum fyrir ráðherra og starfsfólk stjórnarráðsins.

Hefja vinnslu í janúarmánuði

Framkvæmdum við hina nýju fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði miðar vel og eru þær á áætlun að sögn Sveinbjörns Sigmundssonar verksmiðjustjóra. Þá er í ráði að í vikunni verði lokið við steypuvinnu á gólfi mjölgeymslu sem verið er að byggja á grunni hinnar gömlu mjölskemmu fyrirtækisins.

Útboð stendur þótt ólöglegt sé

Mýflug mun annast rekstur flugvélar Flugstoða ohf. þótt samningur um reksturinn byggi á gölluðu útboði. Ríkiskaup, sem sáu um útboðið, eiga þó að greiða Flugfélagi Vestmannaeyja 250 þúsund króna kostnað vegna kæru félagsins.

Dæmdur til greiðslu myntláns

Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða eftirstöðvar bifreiðarláns. Bifreiðina var hann með á kaupleigu og fjármagnaði með myntkörfuláni hjá SP-fjármögnun árið 2007. Hann þarf að greiða myntkörfulán sitt upp á 4,3 milljónir króna, en lánið var upphaflega 3,6 milljónir. Um prófmál er að ræða.

Segir meirihlutann haldinn útsvarsfælni

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, segir að velferðamál hafi ekki verið meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur ofarlega í huga við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Í pistli á vefsíðu sinni segir hún meirihlutann vera haldinn útsvarsfælni sem leiði af sér stórkostlegan niðurskurð sem bitni harkalega á þeim sem síst skyldi.

Veittu Mæðrastyrksnefnd 500 þúsund króna styrk

Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík veitti í dag Mæðrastyrksnefnd styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Georg Páll Skúlason gjaldkeri og Guðmundur Þ. Jónsson formaður Fulltrúaráðsins afhentu Ragnhildi G. Guðmundsdóttur formanni og Margréti K. Sigurðardóttur fjármálastjóra nefndarinnar styrkinn.

Dómur yfir Lalla Johns mildaður

Síbrotamaðurinn og stjörnuglæponinn Lalli Johns var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Hæstarétti Íslands í dag en áður hafði Héraðsdómur Suðurlands dæmt hann í tíu mánaða fangelsi.

Hafði samræði við 12 ára stúlku

Hæstiréttur hefur dæmt 22 ára gamlan karlmann í 18 mánaða fangelsi, þar af eru 15 skilorðsbundnir, fyrir að hafa samræði við 12 ára gamla stúlku í júlí 2007. Honum er gert að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur í skaðabætur.

Innstæður enn að fullu tryggðar þrátt fyrir nýtt frumvarp

Viðskiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þar er gert ráð fyrir því að hámark innlána í íslenskum bönkum sem tryggt er nemi 50 þúsund evrum eða rúmum níu milljónum króna á núverandi gengi, en til þessa hefur tryggingin numið 20.887 evrum.

Skólasókn ekki versnað í kreppunni

Skólasókn nemenda í framhaldsskólum er óbreytt eða hefur batnað í langflestum skólum miðað við á sama tíma í fyrra. Þetta er niðurstaða rafrænnar könnunar sem menntamálaráðuneytið gerði meðal skólameistara 30 framhaldsskóla í október um aðgerðir í kjölfar efnahagskreppunnar.

Prófmál: Þarf að borga myntkörfulán á núverandi gengi

Karlmaður var dæmdur til þess að greiða eftirstöðvar bifreiðar sem hann var með á kaupleigu og fjármagnaði með myntkörfuláni hjá SP-fjármögnun árið 2007. Það var Björn Þorri Viktorsson sem varði manninn en um prófmál er að ræða. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Enginn tók eftir myrkari Reykjavíkurborg

„Við byrjuðum á þessu í ágúst, það hefur enginn tekið eftir þessu hingað til,“ segir Sighvatur Arnarson, skrifstofustjóri á framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar vegna sparnaðaraðgerða borgarinnar með því að minnka götulýsingu í höfuðborginni. Borgin hóf að minnka lýsingu síðasta sumar en Sighvatur segir fáa hafa orðið vara við breytingarnar þar til eftir að sagt var frá málinu í fjölmiðlum. Þó hafi nokkrir athugulir spurst fyrir um lýsinguna að sögn Sighvats.

Stundaskrá stjórnarandstöðunnar

Eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag er málþóf stjórnarandstöðunnar í annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Icesave skipulagt upp á hverja mínútu. Stjórnarandstaðan styðst við stundaskrá um hver skuli ræða Icesave og hvenær. Einnig er tekið fram hverjir skuli veita ræður stjórnarandstöðuþingmannsins andsvar. Hér til hliðar má sjá umrætt skjal sem notast var við síðastliðinn mánudag.

Ökufantur tekinn fyrir í héraðsdómi

Tekið var fyrir mál karlmanns sem hefur verið ákærður fyrir að aka á lögreglubifreiðar og á hurðar slökkviliðsins í Skógarhlíð síðasta sumar í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ragnheiður Haraldsdóttir verður forstjóri Krabbameinsfélags Íslands

Í hádeginu var tilkynnt að það mun verða Ragnheiður Haraldsdóttir sem tekur við af Guðrúnu Agnarsdóttur sem forstjóri Krabbameinsfélags Íslands eftir áramótin og lætur þá jafnframt af störfum sem sviðsstjóri á sviði stefnumótunar heilbrigðismála í heilbrigðisráðuneytinu.

Olíuverð hækkar

Olíufélögin hækkuðu bensínlítrann um um það bil tvær krónur í gær og gasolíuna um eina krónu, en óvenju mikið flökt hefur verið á eldsneytisverði upp á síðkastið.

Aðgerð Svarthólkur: Fimm ákærðir fyrir stófelldan fíkniefnainnflutning

Fimm menn á tvítugs- og þrítugsaldrinum hafa verið ákærðir fyrir að smygla tæpum fjórum kílóum af amfetamíni til landsins í ágúst síðastliðnum. Fíkniefnið var smyglað hingað til lands með pósti en efnin komu frá Kaupmannahöfn. Efnin voru falin í málningardós. Lögreglan kallaði aðgerðina „Operation black tube“ sem má þýða sem aðgerðin svarthólkur.

Hanna Birna: Uppsagnir ekki á dagskrá

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var lögð fram í morgun, en spara á yfir þrjá milljarða króna. Engin sparnaðarkrafa verður gerð á velferðarsviði, en fjögurra prósenta niðurskurður verður á leikskóla- mennta- og íþrótta og tómstundasviði. Sparnaðarkrafan verður öllu meiri í framkvæmdum, viðhaldi og í starfsmannamálum, þó stendur ekki til að segja neinum upp, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri.

Björgvin: Málþófið óþolandi

Hart var tekist á um Icesave á Alþingi í morgun og hvort að halda ætti þingfund fram á kvöld. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði boð stjórnarandstöðunnar um hleypa brýnum málum á dagskrá en taka Icesave málið til hliðar. Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði málþóf stjórnarandstöðunnar óþolandi.

„Þú ert ekki forsetinn minn“

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, var meðal þeirra þingmanna sem gerðu athugasemdir við fundarstjórn Ástu Ragnheiður Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. „Þú ert ekki forsetinn minn,“ sagði Birgitta eftir að Ásta sló í bjöllu forseta þegar að Birgitta mundi ekki föðurnafn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns VG.

Meint kókaínpar látið laust

Karlmaður á fimmtugsaldri og kona á þrítugsaldri, sem voru handtekin í síðustu viku vegna gruns um innflutning á fíkniefnum, og í kjölfarið úrskurðuð í gæsluvarðhald, eru laus úr haldi.

„Þið eruð fullfær um að stúta ykkur sjálf"

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Icesave málið snúist ekki um að koma ríkisstjórninni frá völdum. Stjórnin sé fullfær um að stúta sér sjálf. Þingmenn tókust á um frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna Icesave reikninga Landsbankans við upphaf þingfundar í dag.

Ráðhúspallar fullir af foreldrum

„Það er fullt á pöllunum þannig við erum sátt," segir Kristín Bjarnadóttir, móðir og meðlimur í samráðshópi foreldra sem standa nú fyrir þöglum mótmælum á áhorfendapöllum borgarstjórnarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Foreldrar mótmæla á borgarpöllunum

Foreldrar leikskólabarna ætla að mæta á áhorfendapalla borgarstjórnar í dag og andmæla fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem þar verður tekin fyrir.

The Sun fjallar um spilafíkn Eiðs

Breska götublaðið The Sun fjallar um skuldastöðu og spilafíkn landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsen í dag. Fullyrt er að Eiður hafi eytt sumarfríi sínu undanfarin tvö ár í spilaborginni Las Vegas.

Mikil ófærð á Vestfjörðum

Vegagerðarmenn byrjuðu snemma í morgun að ryðja helstu leiðir á Vestfjörðum, en þar varð alls staðar ófært í óveðrinu í gærkvöldi og fram á nótt.

Yfir 20.000 hafa skorað á forseta

Yfir tuttugu þúsund manns hafa undirritað áskorun til forseta Íslands á vefsíðunni indefence.is, þar sem skorað er á forsetann að staðfesta ekki Icesave-lögin í núverandi mynd.

Selfossþjófurinn næstum gómaður

Minnstu munaði að lögreglan á Selfossi næði í nótt að handsama náttfara, sem að undanförnu hefur læðst um götur bæjarins og stolið verðmætum úr ólæstum bílum.

Funduðu um Icesave í 16 tíma

Þingfundi var slitið laust fyrir klukkan sex í morgun eftir að fundað hafði verið um Icesave málið í rúma sextán tíma. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hafði fullyrt í gær að þingfundi yrði ekki slitið fyrr en mælandaskrá yrði tæmd en enn voru sex á mælendasrkrá þegar fundinum var slitið.

Hagræða með milljarða kaupsamningi

Hafnarfjarðarbær hefur keypt fjórar fasteignir úr þrotabúi Nýsis hf. fyrir um 3,8 milljarða króna. Áður leigði bærinn þessar byggingar og rekstur þeirra af Nýsi. Kaupin og lok leigusamnings við Nýsi mun spara bænum gríðarlegar fjárhæðir, að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra.

Innlend framleiðsla að veði

Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki segir að nýtt fjórtán prósenta virðis­auka­skatts­þrep á tiltekna matvöru vegi að innlendri matvælaframleiðslu.

Sjá næstu 50 fréttir