Innlent

Skipa nefnd um starfsemi Stjórnarráðsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem fær það verkefni að endurskoða lög um Stjórnarráð Íslands í heild sinni og gera tillögur um lagabreytingar. Meðal þeirra atriða sem varða starfsemi Stjórnarráðsins og verða skoðaðar eru starfshættir ríkisstjórnar og fyrirkomulag ríkisstjórnarfunda og annarra ráðherrafunda, innra skipulag ráðuneyta innan Stjórnarráðsins og starfsheiti starfsmanna. Þá verður staða pólitískra aðstoðarmanna ráðherra innan ráðuneyta skoðuð, auk fleiri þátta er varða Stjórnarráðið.

Anna Kristín Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur er formaður nefndarinnar, en aðrir í nefndinni eru , Hafdís Ólafsdóttir skrifstofustjóri, tilnefnd af fjármálaráðherra, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×