Innlent

SVÞ: Miklar áhyggjur af skattamálunum

Samtök verslunar og þjónustu hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðum áformum ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. Af þeim sökum undirbúa samtökin harðorða umsögn til Alþingis um frumvarp fjármálaráðherra um ráðstafanir í skattamálum.

Í fréttabréfi SVÞ segir að gagnrýni samtakanna muni einkum beinast gegn þeim áformum sem uppi eru um að taka upp nýtt 14% virðisaukaskattsþrep. Í umsögninni er meðal ananrs bent á að engin haldbær rök séu fyrir hinum fyrirhuguðu breytingum og að afleiðing þeirra verði flóknari skattframkvæmd, óeðlileg mismunun í skattlagningu samskonar vara og auknar líkur á skattalagabrotum.

Í umsögn samtakanna er bent á að engin haldbær rök séu fyrir hinum fyrirhuguðu breytingum og að afleiðing þeirra verði flóknari skattframkvæmd, óeðlileg mismunun í skattlagningu samskonar vara og auknar líkur á skattalagabrotum.

„Sú gamaldags forræðishyggja sem í frumvarpinu felst er gagnrýnd sérstaklega, þar sem verið er að flokka matvæli eftir meintri hollustu og hins vegar hvort þjónusta (sem ekki er nákvæmlega tilgreind) hafi verið veitt við kaup matvælanna. Sem kunnugt er eru það vörur á borð við drykkjarvörur, kex og súkkulaði sem eru færð í hið nýja virðisaukaskattsþrep," segir ennfremur en fréttina má lesa í heild sinni hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×