Fleiri fréttir Gefa konum sem ætla í pólitík tíu hollráð Forystukonur úr fimm stjórnmálaflokkum skrifa sameiginlega grein um konur í stjórnmálum sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar miðla þær ráðum áfram til íslenskra kvenna og hvetja konur um leið til að hafa áhrif á umhverfi sitt með þátttöku í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. 13.11.2009 09:41 Ráðherrar senda ekki jólakort Ríkisstjórnin hefur ákveðið að senda ekki jólakort innanlands fyrir þessi jól í nafni einstakra ráðuneyta. Þess í stað verður andvirði kortanna og sendingarkostnaðar, um 4,5 milljónir króna, afhent níu hjálparsamtökum. 13.11.2009 09:38 VG með forval í febrúar Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík ákvað í gær að boða til forvals laugardaginn 6. febrúar 2010 vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Frambjóðendum er óheimilt að bera kostnað af kynningu framboðs síns. 13.11.2009 09:28 Útafakstur í Hrútafirði Bíll skemmdist nokkuð þegar hann fór útaf veginum í Hrútafirði í gærkvöldi um klukkan hálf ellefu. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var ökumaðurinn einn í bílnum og slapp hann með lítilsháttar eymsli. Bíllinn er hins vegar töluvert mikið skemmdur en mikil ísing var á veginum þar sem bíllinn fór útaf. 13.11.2009 08:27 Skattamálin rædd í ríkisstjórn í dag Formenn stjórnarflokkanna, þau Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum fengu í gærkvöld umboð sinna þingmanna til þess að móta áfram skattahugmyndir sínar. Reiknað er með að málið verði kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag og að þróun mála muni skýrast betur yfir helgina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að sátt ríki á meðal þingmanna flokksins um hvaða leiðir eigi að fara og að formaður flokksins hafi fullt umboð til að ljúka við málið af hálfu Samfylkingarinnar. 13.11.2009 08:26 Innbrotstilraun í Kársnesskóla Innbrotsþjófar gerðu tilraun til að brjótast inn í Kársnesskóla í Kópavogi í nótt. Þeir brutu rúðu en við það virðist þjófavarnakerfið hafa farið í gang og þrjótarnir þurft frá að hverfa. Þá var brotist inn í bifreið annars staðar í Kópavogi, eða í Lómasölum. Óljóst er hvort einhverju hafi verið stolið. Að sögn lögreglu var sæmilegur erill í gærkvöldi og í nótt, nokkur skólaböll voru í gangi og af þeim hlaust nokkuð umstang fyrir lögreglu þó ekkert alvarlegt hafi komið upp á. 13.11.2009 07:10 Rússinn lætur vita af sér Rússneska olíuskipið Urals Star sendir nú staðsetningu sína með reglulegu millibili til vaktstöðvar Landhelgisgæslunnar og gengur sigling skipsins innan íslensks hafsvæðis vel. Gæslan hafði í gær samband við skipstjóra skipsins, sem er með 106 þúsund tonn af hráolíu innanborðs, vegna þess að skipið hafði ekki látið vita af ferðum sínum eins og lög gera ráð fyrir. 13.11.2009 07:08 Handalögmál á Selfossi Karlmaður gistir nú fangageymslur á Selfossi eftir slagsmál tveggja félaga í bænum. Mennirnir voru báðir ölvaðir og óljóst er hvað varð til þess að þeir létu hendur skipta. Annar þeirra skaddaðist eithhvað á eyra og fór hann á spítala í Reykjavík til nánari skoðunar. Hinn fékk gistingu eins og áður sagði og mun hann þurfa að útskýra mál sitt fyrir lögeglu þegar hann vaknar. 13.11.2009 07:06 Sjóðir nálgast sömu stærð og fyrir hrun Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nálgast það að vera sú sama og hún var fyrir hrun. Batinn frá október 2008 er metinn af Seðlabanka Íslands á 181 milljarð króna en eignarýrnun sjóðanna við hrunið var metin 217 milljarðar króna eftir hrunið. 13.11.2009 06:45 Íbúfen ófáanlegt án lyfseðils „Þetta er mest selda verkjalyfið og það er frekar óheppilegt að það vanti,“ segir Magnús Steinþórsson, rekstrarstjóri Lyfjavers, en Íbúfen, mest selda verkjalyf landsins hefur verið ófáanlegt án lyfseðils undanfarið frá báðum framleiðendum. 13.11.2009 06:45 Samfélagið krufið og skilgreint upp á nýtt „Hvaða lífsgildi eiga að vera okkur leiðarljós í þróun samfélagsins?“ Þannig verður spurt á þjóðfundinum í Laugardalshöll á morgun. Í framhaldinu verður rætt um meginstoðir samfélagsins, eins og velferðar- og menntakerfi, 13.11.2009 06:00 Samstarf skilaði síldarkvóta Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, segir samstarf sjávarútvegsráðuneytisins, Hafrannsóknastofnunar og fyrirtækja í rannsóknum á síldarstofninum í haust hafa tekist ákaflega vel. Hann telur samstarfið hafa lagt grunninn að því að gefinn var út byrjunarkvóti á dögunum. 13.11.2009 06:00 Landssamtök lífeyrissjóða hafna fjármagnstekjuskatti „Við tökum þessari hugmynd illa. Þetta myndi leiða til þess að lækka þyrfti lífeyri,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, inntur eftir viðbrögðum við hugmyndum um að leggja á lífeyrissjóði tímabundinn fjármagnstekjuskatt. 13.11.2009 06:00 Hægt að skoða dugnaðinn Áttatíu viðburðir hafa verið skráðir á Alþjóðlegu athafnavikuna sem hefst um land allt á mánudag. Rúmlega hundrað lönd halda vikuna á sama tíma. Markmið vikunnar er að vekja fólk til umhugsunar um gildi nýsköpunar og athafnasemi í samfélaginu. 13.11.2009 06:00 Sólarlönd skaðlegri en bekkir „Mér líst mjög vel á þetta en það mætti kannski hafa þetta sextán ára,“ segir Ómar Ómarsson, eigandi Sólbaðsstofunnar Smart á Grensásvegi. Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að ráði Geislavarna ríkisins að koma á banni við því að ungmenni innan átján ára notuðu ljósabekki. Jafnvel ætti að takmarka notkun fullorðinna á ljósabekkjum. 13.11.2009 05:30 Grófu bréf um misnotkun Lögregluyfirvöld í Missouri í Bandaríkjunum leita nú að glerkrukkum sem grafnar voru á sveitabæ einum og eru taldar innihalda frásagnir barna af 13.11.2009 05:00 Gekk berserksgang gegn lögreglu Ríkissaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að ganga berserksgang gegn lögreglu. 13.11.2009 05:00 Einsdæmi hve mikið hefur áunnist . „Ég er hjartanlega ósammála. Þetta er auðvitað það sem við erum að fást við framar öllu öðru,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem vísar því á bug að endurreisn bankakerfisins sé ekki í forgangi hjá ríkisstjórninni. Sú gagnrýni kom fram í máli Mats Josefson, sænsks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um endurreisn bankakerfisins, á ráðstefnu í Reykjavík á miðvikudag. 13.11.2009 04:00 Allt að 150 umsóknir á dag Rúmlega sjö hundruð umsóknir hafa borist Íslandsbanka breytingu á höfuðstól bílalána og bílasamninga í erlendri mynt í verðtryggðar íslenskar krónur frá mánaðamótum, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Þrjú hundruð viðskiptavinir bankans hafa tekið greiðslujöfnunarúrræði ríkisstjórnarinnar hjá bankanum á sama tíma. 13.11.2009 03:15 Aðeins 2% nauðgunarmála enda með sakfellingu Aðeins tvö prósent þeirra nauðgunarmála sem koma inn á borð Stígamóta og Neyðarmótökunnar enda með sakfellingu.Það þýðir einn dómur fyrir hverjar 52 tilkynntar nauðganir. 12.11.2009 18:30 Fundað um skattamál í kvöld Enn er ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkana um leiðir í skattamálum en til stendur að leggja fram endanlega tillögur á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna funda í kvöld. 12.11.2009 18:26 Sigríður Ingibjörg: Þrepaskattkerfi gagnast flestum Langfjölmennasti tekjuhópurinn kemur betur út úr þrepaskattskerfinu en því skattkerfi sem nú er, segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli á vef Ungra jafnaðarmanna sem birtist í dag. 12.11.2009 18:18 Vill gera landið að einu kjördæmi Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi þess efnis að Ísland verði gert að einu kjördæmi í stað sex. 12.11.2009 17:11 Afi í átján mánaða fangelsi Hæstiréttur staðfesti átján mánaða fangelsisdóm yfir afa stúlku sem hann misnotaði og braut gróflega gegn trúnaðartrausti hennar. Stúlkan er fædd 1994. Afi stúlkunnar var sakfelldur fyrir að hafa í fjögur skipti þuklað innan- og utanklæða á brjóstum hennar, rassi og kynfærum. Þá strauk hann einnig rass hennar utanklæða. 12.11.2009 16:52 Frjálslyndir íhuga að stefna Ólafi F. og borgarstjóra „Frjálslyndir þurfa líklega að stefna borgastjóra og Ólafi,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Frjálslynda flokksins sem þar birtist í dag. Framkvæmdarstjórn flokksins segist hafa fregnað að innri endurskoðun borgarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að það leiki verulegur vafi á því hvert styrkir til stjórnmálaflokka skuli renna. 12.11.2009 16:22 Drengurinn fer aftur til ömmu: „Þetta er bara ólýsanlegt“ „Við erum að fá hann hingað heim,“ segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem hún hefur barist fyrir að fá aftur. Nú hefur Félags- og tryggingamálaráðuneytið úrskurðað að drengurinn skuli vera hjá ömmu sinni þar til dómur fellur í máli móður hans um það hvort hún fái að halda forræði yfir honum. 12.11.2009 16:58 Lengra skilorð fyrir heimilisofbeldi Hæstiréttur staðfesti dóm yfir karlmanni sem misþyrmdi fyrrverandi sambýliskonu sinni og börnum hennar. Maðurinn réðist meðal annars á konuna í apríl 2007 þegar hún hélt á ungum syni þeirra. Þá snéri hann upp á höndina hennar með þeim afleiðingum að hún fingurbrotnaði. 12.11.2009 16:40 Stjórnarflokkarnir funda um skattahækkanir Þingflokkar stjórnarflokkanna koma saman í kvöld til að ræða breytingar á skattkerfinu og fyrirhugaðar skattahækkanir en milljarða hækkanir á sköttum eru sagðar í pípunum. Meðal þess sem ríkisstjórnin hefur til skoðunar er mismunandi tekjuskattsþrep. 12.11.2009 16:31 Grannt fylgst með rússnesku olíuskipi Landhelgisgæslan fylgist grannt með olíuskipinu Urals Star sem er á siglingu 12 mílur suður af Dyrhólaey með 106 þúsund tonn af hráolíu innanborðs. Fylgst er með skipinu eftirlitsbúnaði stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar enda afar viðkvæmur farmur um borð sem myndi valda miklum skaða ef eitthvað færi úrskeiðis, að fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 12.11.2009 15:59 Gjaldfrjáls bólusetning Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur tilkynnt að bólusetning gegn svínaflensunni, eða H1N1 inflúensunni, verði öllum að kostnaðarlausu. Heilbrigðisráðherra hefur þegar tilkynnt viðkomandi stofnunum ákvörðun sína, en einstaklingar þurfa hvorki að greiða fyrir komu á heilsugæslu né fyrir sjálft bóluefnið. Allir landsmenn geta pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn svínaflensu frá og með næsta mánudegi. 12.11.2009 15:57 Borgarfulltrúar borgi sjálfir fyrir laxveiði- og leikhúsferðir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, hyggst leggja til á næsta borgarstjórnarfundi að borgarfulltrúar greiði úr eigin vasa fyrir laxveiði- og leikhúsferðir sem þeim er boðið í sem kjörnum fulltrúum. 12.11.2009 15:51 Fjórir á gjörgæslu vegna svínaflensu 28 sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítala með svínaflensu eða H1N1 inflúensuna. Þar af eru fjórir sem haldið er á gjörgæslu. Síðasta sólarhringinn voru þrír sjúklingar útskrifaðir af spítalanum eftir að hafa verið inniliggjandi vegna svínaflensu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 12.11.2009 15:27 SUS: Sjálfstæðisflokkurinn biðjist afsökunar Samband ungra sjálfstæðismanna telur að Sjálfstæðisflokkurinn verði að biðjast afsökunar á sínum þætti í því að hafa stóraukið ríkisútgjöld á síðustu árum. Stjórn SUS telur að vel sé hægt að spara í rekstri ríkisins þannig að hægt verði að ná fram raunhæfum fjárlögum án skattahækkana og án þess að það komi verulega niður á velferðar-, heilbrigðis- eða menntakerfinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá SUS. 12.11.2009 14:28 Íslensk kona í framboði í Kaupmannahöfn Það verður íslenskur bragur yfir borgarstjórnarkosningum í Kaupmannahöfn sem haldnar verða þann 17. nóvember næstkomandi en hin 26 ára Iðunn Haraldsdóttir er í framboði fyrir Enhedslistann í Kaupmannahöfn. Það er rauð-grænt framboð og í ætt við Vinstri græna hér á landi. 12.11.2009 14:07 Ragna vill auka framlög til dómstóla Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, hefur lagt til að fjárframlög til héraðsdómstóla verði aukinn og að héraðsdómurum verði fjölgað. Brýnt sé að bregaðast við vandann sem blasir við dómstólum. Þetta kom fram á þingfundi í dag. 12.11.2009 13:58 Síðasti bæjarstjórnarfundur bæjarstjórans Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund í gærkvöldi en hún tekur við sem sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli um næstu mánaðarmót. Ekki hefur verið greint frá því hver verður eftirmaður Jónu Kristínar í embætti bæjarstjóra. 12.11.2009 13:48 Sveitafélög á Suðurnesjum í samstarf með Umferðarstofu Sveitarfélög á Suðurnesjum skrifuðu undur samstarfssamning við Umferðarstofu um gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélögunum og virkjar sem flesta hagsmunaaðila til þátttöku. 12.11.2009 13:26 Lækkunin setur fjármögnun framkvæmda í uppnám Lækkun á lánshæfismati Orkuveitu Reykjavíkur niður í ruslflokk setur fjármögnun framtíðar framkvæmda í uppnám. Þetta segir forstjóri Orkuveitunnar. Þetta hefur þó ekki áhrif á lán Evrópska fjárfestingabankans til orkuveitunnar. Höskuldur Kári Schram 12.11.2009 12:40 Gömul skinnhandrit ekki lengur í Þjóðmenningarhúsinu Óvíst er hvenær gömul skinnhandrit sem hafa verið til sýnis í Þjóðmenningarhúsi, verða sýnd þar að nýju. Handritin voru tekin þaðan um miðjan október, vegna framkvæmda í Þjóðmenningarhúsinu. 12.11.2009 12:24 Ólafur spyr um veiðiferðir borgarfulltrúa Ólafur F. Magnússon óskar þess á fundi borgarráðs í dag, að fá svör við því hverjir borgarfulltrúa hefðu þegið boð um veiði í Elliðaánum á kjörtímabilinu. Þá spyr hann einnig um kostnað vegna laxveiðinnar, enn fremur um boðsferðir borgarfulltrúa í leikhús og fleira. Meðal þess sem Ólafur vill að komi fram í dagsljósið er hversu mikið borgarfulltrúarnir þyrftu annars að greiða úr eigin vasa fyrir þessi hlunnindi. 12.11.2009 12:17 Mælti fyrir lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslur. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en það var ekki afgreitt sem lög. 12.11.2009 12:07 Á annað hundrað DVD myndum stolið Brotist var inn í bíl í Árbæ í gær og úr honum stolið tveimur GPS-tækjum, DVD spilara og tösku sem í voru á annað hundrað DVD myndir. 12.11.2009 12:04 Sakar bæjaryfirvöld um að reisa grjótgarð á einkalandi Bóndinn og áhugaleikarinn Helgi Andersen á Þórkötlustöðum í Grindavík hefur sent formlegt erindi til bæjarstjórnar Grindavíkur vegna grjótgarðs sem yfirvöld reistu á landi hans. 12.11.2009 11:49 Fullviss um að Bæjarins besta hafi verið mörgum til ánægju Héraðsfréttablaðið Bæjarins besta á Ísafirði fagnar 25 ára afmæli sínu þessa dagana. „Þeir sem að Bæjarins besta standa eru þess fullvissir, að útgáfa blaðsins í aldarfjórðung hafi verið Vestfirðingum og mörgum öðrum til ánægju, gagnsemi og fróðleiks. Undirtektirnar hafa sýnt það. Fyrir þær skal þakkað sérstaklega á þessum tímamótum,“ segir í tilkynningu frá blaðinu. 12.11.2009 11:41 Draumur vinstrimanna að hækka loksins skatta „Það getur vel verið að þetta sé hinn tæri draumur vinstrimanna að komast núna loksins í það að hækka almennilega skatta. Stóra einstaka málið er þó það sem ég bið stjórnarmenn að hugsa að hér um að ræða málfrelsi í þinginu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um störf Alþingis í dag. 12.11.2009 11:15 Sjá næstu 50 fréttir
Gefa konum sem ætla í pólitík tíu hollráð Forystukonur úr fimm stjórnmálaflokkum skrifa sameiginlega grein um konur í stjórnmálum sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar miðla þær ráðum áfram til íslenskra kvenna og hvetja konur um leið til að hafa áhrif á umhverfi sitt með þátttöku í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. 13.11.2009 09:41
Ráðherrar senda ekki jólakort Ríkisstjórnin hefur ákveðið að senda ekki jólakort innanlands fyrir þessi jól í nafni einstakra ráðuneyta. Þess í stað verður andvirði kortanna og sendingarkostnaðar, um 4,5 milljónir króna, afhent níu hjálparsamtökum. 13.11.2009 09:38
VG með forval í febrúar Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík ákvað í gær að boða til forvals laugardaginn 6. febrúar 2010 vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Frambjóðendum er óheimilt að bera kostnað af kynningu framboðs síns. 13.11.2009 09:28
Útafakstur í Hrútafirði Bíll skemmdist nokkuð þegar hann fór útaf veginum í Hrútafirði í gærkvöldi um klukkan hálf ellefu. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var ökumaðurinn einn í bílnum og slapp hann með lítilsháttar eymsli. Bíllinn er hins vegar töluvert mikið skemmdur en mikil ísing var á veginum þar sem bíllinn fór útaf. 13.11.2009 08:27
Skattamálin rædd í ríkisstjórn í dag Formenn stjórnarflokkanna, þau Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum fengu í gærkvöld umboð sinna þingmanna til þess að móta áfram skattahugmyndir sínar. Reiknað er með að málið verði kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag og að þróun mála muni skýrast betur yfir helgina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að sátt ríki á meðal þingmanna flokksins um hvaða leiðir eigi að fara og að formaður flokksins hafi fullt umboð til að ljúka við málið af hálfu Samfylkingarinnar. 13.11.2009 08:26
Innbrotstilraun í Kársnesskóla Innbrotsþjófar gerðu tilraun til að brjótast inn í Kársnesskóla í Kópavogi í nótt. Þeir brutu rúðu en við það virðist þjófavarnakerfið hafa farið í gang og þrjótarnir þurft frá að hverfa. Þá var brotist inn í bifreið annars staðar í Kópavogi, eða í Lómasölum. Óljóst er hvort einhverju hafi verið stolið. Að sögn lögreglu var sæmilegur erill í gærkvöldi og í nótt, nokkur skólaböll voru í gangi og af þeim hlaust nokkuð umstang fyrir lögreglu þó ekkert alvarlegt hafi komið upp á. 13.11.2009 07:10
Rússinn lætur vita af sér Rússneska olíuskipið Urals Star sendir nú staðsetningu sína með reglulegu millibili til vaktstöðvar Landhelgisgæslunnar og gengur sigling skipsins innan íslensks hafsvæðis vel. Gæslan hafði í gær samband við skipstjóra skipsins, sem er með 106 þúsund tonn af hráolíu innanborðs, vegna þess að skipið hafði ekki látið vita af ferðum sínum eins og lög gera ráð fyrir. 13.11.2009 07:08
Handalögmál á Selfossi Karlmaður gistir nú fangageymslur á Selfossi eftir slagsmál tveggja félaga í bænum. Mennirnir voru báðir ölvaðir og óljóst er hvað varð til þess að þeir létu hendur skipta. Annar þeirra skaddaðist eithhvað á eyra og fór hann á spítala í Reykjavík til nánari skoðunar. Hinn fékk gistingu eins og áður sagði og mun hann þurfa að útskýra mál sitt fyrir lögeglu þegar hann vaknar. 13.11.2009 07:06
Sjóðir nálgast sömu stærð og fyrir hrun Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nálgast það að vera sú sama og hún var fyrir hrun. Batinn frá október 2008 er metinn af Seðlabanka Íslands á 181 milljarð króna en eignarýrnun sjóðanna við hrunið var metin 217 milljarðar króna eftir hrunið. 13.11.2009 06:45
Íbúfen ófáanlegt án lyfseðils „Þetta er mest selda verkjalyfið og það er frekar óheppilegt að það vanti,“ segir Magnús Steinþórsson, rekstrarstjóri Lyfjavers, en Íbúfen, mest selda verkjalyf landsins hefur verið ófáanlegt án lyfseðils undanfarið frá báðum framleiðendum. 13.11.2009 06:45
Samfélagið krufið og skilgreint upp á nýtt „Hvaða lífsgildi eiga að vera okkur leiðarljós í þróun samfélagsins?“ Þannig verður spurt á þjóðfundinum í Laugardalshöll á morgun. Í framhaldinu verður rætt um meginstoðir samfélagsins, eins og velferðar- og menntakerfi, 13.11.2009 06:00
Samstarf skilaði síldarkvóta Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, segir samstarf sjávarútvegsráðuneytisins, Hafrannsóknastofnunar og fyrirtækja í rannsóknum á síldarstofninum í haust hafa tekist ákaflega vel. Hann telur samstarfið hafa lagt grunninn að því að gefinn var út byrjunarkvóti á dögunum. 13.11.2009 06:00
Landssamtök lífeyrissjóða hafna fjármagnstekjuskatti „Við tökum þessari hugmynd illa. Þetta myndi leiða til þess að lækka þyrfti lífeyri,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, inntur eftir viðbrögðum við hugmyndum um að leggja á lífeyrissjóði tímabundinn fjármagnstekjuskatt. 13.11.2009 06:00
Hægt að skoða dugnaðinn Áttatíu viðburðir hafa verið skráðir á Alþjóðlegu athafnavikuna sem hefst um land allt á mánudag. Rúmlega hundrað lönd halda vikuna á sama tíma. Markmið vikunnar er að vekja fólk til umhugsunar um gildi nýsköpunar og athafnasemi í samfélaginu. 13.11.2009 06:00
Sólarlönd skaðlegri en bekkir „Mér líst mjög vel á þetta en það mætti kannski hafa þetta sextán ára,“ segir Ómar Ómarsson, eigandi Sólbaðsstofunnar Smart á Grensásvegi. Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að ráði Geislavarna ríkisins að koma á banni við því að ungmenni innan átján ára notuðu ljósabekki. Jafnvel ætti að takmarka notkun fullorðinna á ljósabekkjum. 13.11.2009 05:30
Grófu bréf um misnotkun Lögregluyfirvöld í Missouri í Bandaríkjunum leita nú að glerkrukkum sem grafnar voru á sveitabæ einum og eru taldar innihalda frásagnir barna af 13.11.2009 05:00
Gekk berserksgang gegn lögreglu Ríkissaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að ganga berserksgang gegn lögreglu. 13.11.2009 05:00
Einsdæmi hve mikið hefur áunnist . „Ég er hjartanlega ósammála. Þetta er auðvitað það sem við erum að fást við framar öllu öðru,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem vísar því á bug að endurreisn bankakerfisins sé ekki í forgangi hjá ríkisstjórninni. Sú gagnrýni kom fram í máli Mats Josefson, sænsks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um endurreisn bankakerfisins, á ráðstefnu í Reykjavík á miðvikudag. 13.11.2009 04:00
Allt að 150 umsóknir á dag Rúmlega sjö hundruð umsóknir hafa borist Íslandsbanka breytingu á höfuðstól bílalána og bílasamninga í erlendri mynt í verðtryggðar íslenskar krónur frá mánaðamótum, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Þrjú hundruð viðskiptavinir bankans hafa tekið greiðslujöfnunarúrræði ríkisstjórnarinnar hjá bankanum á sama tíma. 13.11.2009 03:15
Aðeins 2% nauðgunarmála enda með sakfellingu Aðeins tvö prósent þeirra nauðgunarmála sem koma inn á borð Stígamóta og Neyðarmótökunnar enda með sakfellingu.Það þýðir einn dómur fyrir hverjar 52 tilkynntar nauðganir. 12.11.2009 18:30
Fundað um skattamál í kvöld Enn er ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkana um leiðir í skattamálum en til stendur að leggja fram endanlega tillögur á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna funda í kvöld. 12.11.2009 18:26
Sigríður Ingibjörg: Þrepaskattkerfi gagnast flestum Langfjölmennasti tekjuhópurinn kemur betur út úr þrepaskattskerfinu en því skattkerfi sem nú er, segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli á vef Ungra jafnaðarmanna sem birtist í dag. 12.11.2009 18:18
Vill gera landið að einu kjördæmi Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi þess efnis að Ísland verði gert að einu kjördæmi í stað sex. 12.11.2009 17:11
Afi í átján mánaða fangelsi Hæstiréttur staðfesti átján mánaða fangelsisdóm yfir afa stúlku sem hann misnotaði og braut gróflega gegn trúnaðartrausti hennar. Stúlkan er fædd 1994. Afi stúlkunnar var sakfelldur fyrir að hafa í fjögur skipti þuklað innan- og utanklæða á brjóstum hennar, rassi og kynfærum. Þá strauk hann einnig rass hennar utanklæða. 12.11.2009 16:52
Frjálslyndir íhuga að stefna Ólafi F. og borgarstjóra „Frjálslyndir þurfa líklega að stefna borgastjóra og Ólafi,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Frjálslynda flokksins sem þar birtist í dag. Framkvæmdarstjórn flokksins segist hafa fregnað að innri endurskoðun borgarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að það leiki verulegur vafi á því hvert styrkir til stjórnmálaflokka skuli renna. 12.11.2009 16:22
Drengurinn fer aftur til ömmu: „Þetta er bara ólýsanlegt“ „Við erum að fá hann hingað heim,“ segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem hún hefur barist fyrir að fá aftur. Nú hefur Félags- og tryggingamálaráðuneytið úrskurðað að drengurinn skuli vera hjá ömmu sinni þar til dómur fellur í máli móður hans um það hvort hún fái að halda forræði yfir honum. 12.11.2009 16:58
Lengra skilorð fyrir heimilisofbeldi Hæstiréttur staðfesti dóm yfir karlmanni sem misþyrmdi fyrrverandi sambýliskonu sinni og börnum hennar. Maðurinn réðist meðal annars á konuna í apríl 2007 þegar hún hélt á ungum syni þeirra. Þá snéri hann upp á höndina hennar með þeim afleiðingum að hún fingurbrotnaði. 12.11.2009 16:40
Stjórnarflokkarnir funda um skattahækkanir Þingflokkar stjórnarflokkanna koma saman í kvöld til að ræða breytingar á skattkerfinu og fyrirhugaðar skattahækkanir en milljarða hækkanir á sköttum eru sagðar í pípunum. Meðal þess sem ríkisstjórnin hefur til skoðunar er mismunandi tekjuskattsþrep. 12.11.2009 16:31
Grannt fylgst með rússnesku olíuskipi Landhelgisgæslan fylgist grannt með olíuskipinu Urals Star sem er á siglingu 12 mílur suður af Dyrhólaey með 106 þúsund tonn af hráolíu innanborðs. Fylgst er með skipinu eftirlitsbúnaði stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar enda afar viðkvæmur farmur um borð sem myndi valda miklum skaða ef eitthvað færi úrskeiðis, að fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 12.11.2009 15:59
Gjaldfrjáls bólusetning Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur tilkynnt að bólusetning gegn svínaflensunni, eða H1N1 inflúensunni, verði öllum að kostnaðarlausu. Heilbrigðisráðherra hefur þegar tilkynnt viðkomandi stofnunum ákvörðun sína, en einstaklingar þurfa hvorki að greiða fyrir komu á heilsugæslu né fyrir sjálft bóluefnið. Allir landsmenn geta pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn svínaflensu frá og með næsta mánudegi. 12.11.2009 15:57
Borgarfulltrúar borgi sjálfir fyrir laxveiði- og leikhúsferðir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, hyggst leggja til á næsta borgarstjórnarfundi að borgarfulltrúar greiði úr eigin vasa fyrir laxveiði- og leikhúsferðir sem þeim er boðið í sem kjörnum fulltrúum. 12.11.2009 15:51
Fjórir á gjörgæslu vegna svínaflensu 28 sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítala með svínaflensu eða H1N1 inflúensuna. Þar af eru fjórir sem haldið er á gjörgæslu. Síðasta sólarhringinn voru þrír sjúklingar útskrifaðir af spítalanum eftir að hafa verið inniliggjandi vegna svínaflensu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 12.11.2009 15:27
SUS: Sjálfstæðisflokkurinn biðjist afsökunar Samband ungra sjálfstæðismanna telur að Sjálfstæðisflokkurinn verði að biðjast afsökunar á sínum þætti í því að hafa stóraukið ríkisútgjöld á síðustu árum. Stjórn SUS telur að vel sé hægt að spara í rekstri ríkisins þannig að hægt verði að ná fram raunhæfum fjárlögum án skattahækkana og án þess að það komi verulega niður á velferðar-, heilbrigðis- eða menntakerfinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá SUS. 12.11.2009 14:28
Íslensk kona í framboði í Kaupmannahöfn Það verður íslenskur bragur yfir borgarstjórnarkosningum í Kaupmannahöfn sem haldnar verða þann 17. nóvember næstkomandi en hin 26 ára Iðunn Haraldsdóttir er í framboði fyrir Enhedslistann í Kaupmannahöfn. Það er rauð-grænt framboð og í ætt við Vinstri græna hér á landi. 12.11.2009 14:07
Ragna vill auka framlög til dómstóla Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, hefur lagt til að fjárframlög til héraðsdómstóla verði aukinn og að héraðsdómurum verði fjölgað. Brýnt sé að bregaðast við vandann sem blasir við dómstólum. Þetta kom fram á þingfundi í dag. 12.11.2009 13:58
Síðasti bæjarstjórnarfundur bæjarstjórans Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund í gærkvöldi en hún tekur við sem sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli um næstu mánaðarmót. Ekki hefur verið greint frá því hver verður eftirmaður Jónu Kristínar í embætti bæjarstjóra. 12.11.2009 13:48
Sveitafélög á Suðurnesjum í samstarf með Umferðarstofu Sveitarfélög á Suðurnesjum skrifuðu undur samstarfssamning við Umferðarstofu um gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélögunum og virkjar sem flesta hagsmunaaðila til þátttöku. 12.11.2009 13:26
Lækkunin setur fjármögnun framkvæmda í uppnám Lækkun á lánshæfismati Orkuveitu Reykjavíkur niður í ruslflokk setur fjármögnun framtíðar framkvæmda í uppnám. Þetta segir forstjóri Orkuveitunnar. Þetta hefur þó ekki áhrif á lán Evrópska fjárfestingabankans til orkuveitunnar. Höskuldur Kári Schram 12.11.2009 12:40
Gömul skinnhandrit ekki lengur í Þjóðmenningarhúsinu Óvíst er hvenær gömul skinnhandrit sem hafa verið til sýnis í Þjóðmenningarhúsi, verða sýnd þar að nýju. Handritin voru tekin þaðan um miðjan október, vegna framkvæmda í Þjóðmenningarhúsinu. 12.11.2009 12:24
Ólafur spyr um veiðiferðir borgarfulltrúa Ólafur F. Magnússon óskar þess á fundi borgarráðs í dag, að fá svör við því hverjir borgarfulltrúa hefðu þegið boð um veiði í Elliðaánum á kjörtímabilinu. Þá spyr hann einnig um kostnað vegna laxveiðinnar, enn fremur um boðsferðir borgarfulltrúa í leikhús og fleira. Meðal þess sem Ólafur vill að komi fram í dagsljósið er hversu mikið borgarfulltrúarnir þyrftu annars að greiða úr eigin vasa fyrir þessi hlunnindi. 12.11.2009 12:17
Mælti fyrir lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslur. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en það var ekki afgreitt sem lög. 12.11.2009 12:07
Á annað hundrað DVD myndum stolið Brotist var inn í bíl í Árbæ í gær og úr honum stolið tveimur GPS-tækjum, DVD spilara og tösku sem í voru á annað hundrað DVD myndir. 12.11.2009 12:04
Sakar bæjaryfirvöld um að reisa grjótgarð á einkalandi Bóndinn og áhugaleikarinn Helgi Andersen á Þórkötlustöðum í Grindavík hefur sent formlegt erindi til bæjarstjórnar Grindavíkur vegna grjótgarðs sem yfirvöld reistu á landi hans. 12.11.2009 11:49
Fullviss um að Bæjarins besta hafi verið mörgum til ánægju Héraðsfréttablaðið Bæjarins besta á Ísafirði fagnar 25 ára afmæli sínu þessa dagana. „Þeir sem að Bæjarins besta standa eru þess fullvissir, að útgáfa blaðsins í aldarfjórðung hafi verið Vestfirðingum og mörgum öðrum til ánægju, gagnsemi og fróðleiks. Undirtektirnar hafa sýnt það. Fyrir þær skal þakkað sérstaklega á þessum tímamótum,“ segir í tilkynningu frá blaðinu. 12.11.2009 11:41
Draumur vinstrimanna að hækka loksins skatta „Það getur vel verið að þetta sé hinn tæri draumur vinstrimanna að komast núna loksins í það að hækka almennilega skatta. Stóra einstaka málið er þó það sem ég bið stjórnarmenn að hugsa að hér um að ræða málfrelsi í þinginu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um störf Alþingis í dag. 12.11.2009 11:15