Innlent

Sigríður Ingibjörg: Þrepaskattkerfi gagnast flestum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir mælir með þrepaskatti.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir mælir með þrepaskatti.
Langfjölmennasti tekjuhópurinn kemur betur út úr þrepaskattskerfinu en því skattkerfi sem nú er, segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli á vef Ungra jafnaðarmanna sem birtist í dag.

„Ef þriggja þrepa kerfið yrði fyrir valinu, umfram hefðbundna breytingu þar sem persónuafsláttur væri látinn fylgja verðlagi og skattprósentan hækkuð jafnt á alla, myndi fólk með tekjur undir 400 þúsund krónur í mánaðartekjur koma betur út með þrepaskatti en skattbyrðin færi að þyngjast á tekjur yfir 500 þúsund krónur. Með öðrum orðum langfjölmennasti tekjuhópurinn myndi koma betur út úr þrepaskattskerfinu en við þingmenn og fólk með hærri tekjur þyrftum að borga hlutfallslega hærri skatta," segir Sigríður Ingibjörg.

Sigríður segir að á valdatíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi ójöfnuður aukist í landinu, ekki eingöngu vegna atvinnu- og fjármagnstekna heldur hafi skattkerfisbreytingar ýtt undir misskiptingu. Með tilkomu Samfylkingar í ríkisstjórn 2007 hafi þessari þróun verið snúið við og persónuafsláttur hækkaður umtalsvert og gerðar umfangsmiklar umbætur í almannatryggingakerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×