Fleiri fréttir

Emilía heil á húfi

Emilíana Andrésardóttir, 13 ára stúlka sem lögreglan á Akureyri lýsti eftir í dag, er fundin heil á húfi.

Hæsti maður heims á leið til Íslands

Von er á hæsta manni heims, Sultan Kosen, hingað til lands í lok næstu viku í tilefni af útkomu á nýjustu heimsmetabók Guinnes. Sultan var útnefndur hæsti maður heims fyrir skömmu en hann er rétt tæpir tveir og hálfur metrar á hæð. Sultan er frá Tyrklandi.

Lík fannst á Akranesi

Lögreglan á Akranesi fann lík af karlmanni við Langasand skammt frá elliheimilinu á Akranesi á fjórða tímanum í dag. Ekki er vitað hver maðurinn er, á hvaða aldri hann er eða hvort hann sé íslenskur. Ekki er vitað hvort andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti en lögreglan rannsakar málið.

Braut gegn 14 ára stúlku í bílnum sínum

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi en þar af eru 12 mánuðir skilorðsbundnir til næstu þriggja ára. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að refsing mannsins yrði þyngd. Hæstiréttur varð ekki við þeirri kröfu.

Séra Gunnar snýr ekki aftur - fær vinnu á Biskupsstofu

Biskup Íslands hefur í dag flutt sr. Gunnar Björnsson úr embætti sóknarprests á Selfossi, í embætti sérþjónustuprests við Biskupsstofu. Ákvörðunin tekur gildi frá og með deginum í dag, 15. október 2009. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson mun gegna embætti sóknarprests á Selfossi þar til nýr prestur verður valinn.

Bólusetning hafin

Fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn svonefndri svínaflensu komu til landsins í morgun og hófst bólusetning heilbrigðisstarfsmanna klukkan fjögur í dag.

Lögreglan lýsir eftir Emilíönu

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Emilíönu Andrésardóttur. Ekkert hefur spurst til hennar frá því klukkan átta í gærkvöldi.

Innbrotsþjófur steinsofnaði

Eitthvað var hann þreyttur innbrotsþjófurinn sem lögreglan handtók í kjallara íbúðarhúss í miðborginni eftir hádegi í gær. Að minnsta kosti var hann steinsofandi þegar lögreglan kom á vettvang en erfiðlega gekk að vekja manninn, að sögn lögreglu.

Kristín vill vera rektor áfram

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hyggst sækjast eftir því að vera rektor áfram en skipunartími hennar rennur út á næsta ári. Þetta kom fram í máli Kristínar á fundi með starfsmönnum í hádeginu.

Stal fötum og snyrtivörum vopnuð vírklippum

Kona á þrítugsaldri var handtekin í Smáralind um miðjan dag í gær en þar hafði hún stolið bæði fatnaði og snyrtivörum. Hún fjarlægði þjófavörn af fatnaðinum og notaði til þess litlar vírklippur sem hún var með í fórum sínum.

Siðareglur samþykktar í borgarráði

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag einróma siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg og að þær verði lagðar fyrir borgarstjórn til staðfestingar síðar í mánuðinum. „Loksins, loksins,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Búið að slökkva eldinn á N1

Eldur kom upp í afgreiðslu bensínstöðvar N1 við Ártúnsholt í Reykjavík fyrir stundu. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn en búið er að slökkva eldinn, sem var minniháttar. Eldurinn kom upp inn á salerni bensínstöðvarinnar eftir því sem Vísir kemst næst.

Tæplega 7.000 manns eru fluttir af landi brott

Fyrstu 9 mánuði ársins hafa 6.762 einstaklingar flutt af landi brott. Þar af eru ríflega helmingur með íslenskt ríkisfang eða 3.475 einstaklingar. Ef þróun fram að áramótum verður með sambærilegum hætti mun þetta þýða að samtals fjöldi einstaklinga sem flyst frá Íslandi árið 2009 er mjög svipaður og árið 2008.

Trylltist í flugvél - átti að verða vændiskona á Íslandi

Þrír karlmenn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í tengslum við meint mansalsmál. Upphaf þess má rekja til komu ungrar litháeskrar konu til landsins um síðustu helgi, en hana þurfti að binda niður í sæti flugvélar Iceland Express eftir að hún hafði veist að öðrum farþegum í vélinni.

Fullyrðingar framsóknarmanna ekki á rökum reistar

Fullyrðingar framsóknarmanna um að Íslendingum standi til boða lán frá Noregi framhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru ekki á rökum reistar. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Ráðherra sakaði framsóknarmenn um sérkennilegan málatilbúnað.

Bólusetning hefst líklega í dag

Fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn svonefndri svínaflensu komu til landsins í morgun og hefst bólusetning heilbrigðisstarfsmanna að öllum líkindum síðdegis.

Sturla um Egil: „Skeytir hvorki um skömm né heiður“

Sturla Böðvarsson fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis segir Egil Helgason fjölmiðlamann halda úti ritsóðasíðu og hann skrif hans einkennist af ómálefnanlegum umsögnum um nafngreinda aðila. Sturla furðar sig á því að heimasíða Ríkisútvarpsins skuli auglýsa bloggsíðu Egils. Þetta kemur fram í pistli sem Sturla skrifar á Pressuna í dag.

Ekki almenn andstaða innan AGS

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist ekki hafa upplifað almenna andstöðu meðal annarra þjóða en Hollendinga og Breta við að endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verði tekin fyrir í stjórn sjóðsins.

Svavar ekki lengur í Icesave viðræðunum

Svavar Gestsson, sendiherra og fyrrverandi ráðherra, tekur ekki þátt í viðræðunum sem standa yfir við hollensk og bresk stjórnvöld varðandi Icesave. Viðræðurnar eru á lokastigi en verið er að ganga frá tæknilegum smáatriðum.

Búið að slökkva eldinn - húsið er ónýtt

Slökkviliðið í Vestmannaeyjum er búið að slökkva eldinn í Lifrasamlaginu en húsið er gjörónýtt. „Það er bara hrunið,“ sagði lögreglumaður í Vestmannaeyjum sem Vísir ræddi við en eldsvoðinn er sá mesti síðan Ísfélagið brann fyrir um tíu árum síðan.

Ættleiðingum fjölgaði töluvert milli ára

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands voru 69 einstaklingar ættleiddir á Íslandi árið 2008. Þetta er talsvert hærri tala en árið á undan, en þá voru ættleiðingar 51, en það ár áttu sér stað mun færri ættleiðingar en árin á undan. Árið 2008 voru stjúpættleiðingar 46 en frumættleiðingar 23.

Björgunarsveitin aðstoðaði ökumann í nótt

Björgunarsveitir á Dalvík og Tindur Ólafsfirði voru kallaðar út um klukkan hálf átta í morgun þegar tilkynning barst um bíl utan vegar við Ytri-Vík milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur.

Milljónafjárdráttur af söfnunarreikningi

Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur verið ákærður fyrir milljónafjárdrátt, þar á meðal af tveimur söfnunarreikningum til styrktar Byrginu. Þá hefur Guðmundur, ásamt Jóni Arnari Einarssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í Byrginu, verið ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald.

Mikilvægt að horfa yfir flokkslínur

Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, kveðst bjartsýnn á að tillögur flokksins nái eyrum stjórnarliða á þingi. „Þetta er þannig verkefni að stjórnmálamenn verða að horfa yfir flokkslínur.“

Með íslenskan banka í sigtinu

Rannsóknarteymi bresku efnahagsbrotaskrifstofunnar (Serious Fraud Office, SFO) er með íslenskan banka til skoðunar, og bráðlega verður ljóst hvort formleg rannsókn á mögulegum lögbrotum verður hafin.

Stórbruni í Vestmannaeyjum

Lifrarsamlagið í Vestmannaeyjum er alelda og berst allt tiltækt slökkvilið í eyjunum við brunann. Eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt og er þakið af elsta húsinu hrunið og eldur er í öðrum húsum fyrirtækisins að sögn lögreglu. Um margar viðbyggingar er að ræða sem gerir slökkvistarf nokkuð erfitt að sögn lögreglu en veðuraðstæður eru sæmilegar.

Lamprecht vill eiga allan Geithellnadal

Félagið Heiðarlax hyggur á fiskirækt í Geithellnadal í Álftafirði og hefur í því skyni fest kaup á öllum jörðum sem falar hafa reynst í dalnum.

OR og lífeyrissjóðir ræða um Hellisheiði

Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og forsvarsmenn stórra lífeyrissjóða hafa rætt aðkomu sjóðanna að fjármögnun við stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Orkuveitan þarf að fjármagna fimm milljarða veituframkvæmdir á Vesturlandi. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir að fyrirtækið sé með skuldabréfaútboð í gangi á innlendum markaði sem meðal annarra sé v

Stjórnlagaþingið verði 2011

Til álita kemur að fresta fyrirhuguðu stjórnlagaþingi til ársins 2011. Fram til þessa hefur ríkisstjórnin stefnt að því að halda slíkt þing á næsta ári.

Fékk silfurverðlaun fyrir gifstappa

Hugvitskonan Guðrún Guðrúnardóttir hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir gifstappa sína frá Samtökum evrópskra hugvitskvenna, (European women inventors and innovators network, EUWIIN). Auk Guðrúnar voru sex aðrar íslenskar konur verðlaunaðar fyrir nýsköpun sína við hátíðlega athöfn í Helsinki.

Mótmæla hernaðarumsvifum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum hugmyndum um hergagnageymslu og æfingasvæði fyrir Nató-heri á Keflavíkurflugvelli. Í ályktun samtakanna segir að enginn munur sé á því að þjónusta herþotur og þjálfa herflugmenn eða varpa sprengjum í fjarlægum löndum með sömu vélum.

Átján á spítala vegna svínaflensu

Átján einstaklingar lágu á Landspítala síðdegis í gær af völdum svínaflensunnar. Þrír voru á gjörgæslu, hinir sömu og legið hafa þar undanfarna daga. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði landlæknisembættisins, sagði að einn sjúklingur hefði verið útskrifaður og sex nýir bæst við.

Ríkið eða kröfuhafar munu ákveða afskriftir starfsfólks

Nýir eigendur Íslandsbanka taka ákvörðun um hugsanlega afskrift lána sem Glitnir veitti starfsmönnum til hlutabréfakaupa í bankanum á sínum tíma. Stjórn Íslandsbanka hefur fram til þessa látið málið vera og beðið eigendaskipta, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Aðkeyrsla að bænum vöktuð

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, vill auka öryggiseftirlit í bænum með því að „kannaðir verði möguleikar á rafrænni vöktun á innkeyrslum Hveragerðisbæjar með það fyrir augum að auka öryggiskennd bæjarbúa og fækka afbrotum í Hveragerði og enn fremur að markaður verði farvegur fyrir öfluga nágrannagæslu í bæjarfélaginu“.

23 þúsund geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu

Frumvarp fimm þingmanna um þjóðaratkvæðagreiðslur gerir ráð fyrir að tíu prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Við þingkosningarnar í apríl höfðu rúmlega 227 þúsund atkvæðisrétt. Flutningsmenn eru þingmenn Hreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Samfylkingunni.

Slasaðist í bílveltu við Litlu Kaffistofuna

Karlmaður slasaðist töluvert þegar að fólksbíll valt rétt austan við Litlu Kaffistofuna um tvöleytið í dag. Bíllinn fór tvær veltur og hafnaði á hjólunum utan vegar. Klippa þurfti bílinn í sundur til að ná ökumanninum úr honum.Tveir menn voru með manninum í bíl en meiðsl þeirra reyndust vera minniháttar.

Rær hundrað kílómetra til að safna fyrir röntgentæki

Íþróttafræðinemi hyggst róa hundrað kílómetra til að safna fyrir röntgentæki handa konum sem fara í fleygskurðsaðgerðir vegna brjóstakrabbameins á Landspítalanum. Konum í slíkum aðgerðum er haldið sofandi rúmlega hálftíma lengur en þörf krefur á meðan krabbameinssýnið er sent með leigubíl til greiningar í krabbameinsfélaginu.

Sendiráðsþjófurinn þjáist af alvarlegri spilafíkn

Forgangsröðum og skortur á mannafla kom í veg fyrir að Ríkisendurskoðun færi yfir bókhald sendiráðanna í fyrra. Konan sem gegndi starfi bókara í sendiráðinu í Vín og grunuð er um að hafa dregið sér rúmlega fimmtíu milljónir króna er talin þjást af alvarlegri spilafíkn sem hafi farið úr böndunum.

Rússar vilja ekki lána Íslendingum

Rússland hefur synjað Íslendingum um lán en til stóð að þeir myndu lána Íslandi allt að 500 milljón dollara lán samkvæmt Reuters.

Ríkið þarf að greiða Kaupþingi tæpar 6 milljónir

Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til þess að endurgreiða Kaupþingi banka hf. tæpar 6 milljónir króna vegna oftekinna stimpilgjalda sem hefur verið innheimt ólöglega síðustu þrjátíu ár. Bankinn stefndi ríkinu vegna málsins en ríkið þarf einnig að greiða bankanum 1.700.000 krónur í málskostnað.

Sjá næstu 50 fréttir