Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Fjarðaráli Vinnuslys varð á ellefta tímanum í morgun í álveri Fjarðaáls í Reyðarfirði, þegar maður klemmdist við vinnu sína við víravél í steypuskála álversins samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 14.10.2009 15:16 Vill ekki lofa gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskólum Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins spurði Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra hvort til stæði að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum landsins á Alþingi fyrir stundu. Hann sagðist telja mikilvægt að hlúa að þessum hópi nú þegar margar fjölskyldur standa illa fjárhagslega. Hann minnti Katrínu á að þetta hefði verið eitt af kosningaloforðum Vinstri grænna og spurði hvort til stæði að ríkið kæmi að þessu máli. 14.10.2009 14:49 Kannabis í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundu fíkniefni við húsleit í miðborginni í gærkvöld. 14.10.2009 14:49 Síðasti söludagur bleiku slaufunnar á morgun Nú eru síðustu forvöð að fjárfesta í bleiku slaufunni og styrkja þar með Krabbameinsfélag Íslands í baráttunni gegn brjóstakrabbameini eins og segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 14.10.2009 14:45 Koffínmiklir orkudrykkir ekki ætlaðir börnum Nokkur umræða hefur orðið um svokallaða orkudrykki í ljósi þess að nýjar tegundir sem innihalda mikið koffín hafa nú numið land. Ástæðan fyrir þessu er breyting á reglum en nú eru ekki lengur nein takmörk á magni viðbætts koffíns í drykkjum eins og áður var. 14.10.2009 14:25 Skoppari á landsbyggðinni: Mætti fordómum og lamdi sveitunga sinn Maður á þrítugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ganga í skrokk á manni í teiti á Stokkseyri. Árásin átti sér stað í maí á síðasta ári. Hann kom þá í gleðskap í heimahúsi. 14.10.2009 14:23 Staða okkar verður sterkari 23.október Höskuldur Þór Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins bað Guðbjart Hannesson formann fjárlaganefndar að leiðrétta þann misskilning og hræðsluáróður sem hann telur hafa verið uppi í fjölmiðlum undanfarið er snúa að 23.október. Hann sagði að í ljós hefði verið látið að þann dag yrði íslenska ríkið hugsanlega gjaldþrota ef Icesavemálið yrði ekki klárað. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrir stundu. 14.10.2009 13:53 Skýrslu rannsóknarnefdnarinnar frestað til 1.febrúar Forsætisnefnd og formenn þingflokkanna áttu fund með rannsóknarnefnd Alþingis í morgun. Fram kom að gagnaöflun hefur reynst tímafrekari og yfirgripsmeiri en reiknað var með í fyrstu. Nefndin hefur enn undir höndum upplýsingar sem þarfnast frekari úrvinnslu. Því er einsýnt að ekki verður unnt að láta Alþingi í té fullburða skýrslu um niðurstöðu rannsóknarinnar 1. nóvember eins og stefnt hefur verið að og segir í lögunum. Er við það miðað að skýrslan komi fram eigi síðar en 1. febrúar. 14.10.2009 13:33 Heilsulaus Íslendingur vitni í grófu umhverfisglæpamáli í Noregi Íslendingurinn Vilhjálmur Benediktsson stóð fimmtíu metrum frá tveimur olíutönkum sem sprungu í Gulen í Sogni í Noregi árið 2007. Samkvæmt fréttavefnum TV2nyhetene varð hann fyrir alvarlegri eitrun og hefur verið heilsulaus síðan þá. 14.10.2009 12:55 Sjálfstæðismenn kynna efnahagstillögur sínar Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála. Á meðal þess sem flokkurinn vill að gert verði er að endurskoða sameiginlega áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, gjaldeyrishöft verði afnumin og kerfisbreyting gerð á skattlagningu lífeyrisgreiðslna. 14.10.2009 12:08 Gengið frá tæknilegum smáatriðum í Icesave-málinu Viðræður við Breta og Hollendinga um Icesave eru á lokastigi en verið er að ganga frá tæknilegum smáatriðum, samkvæmt heimildum fréttastofu. 14.10.2009 12:00 Frávísunarkröfunni hafnað í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frávísunarkröfu Materia Invest ehf, Magnúsar Ármann og Kevins Stanford frá dómi í dag. Ekki er hægt að kæra úrskurðinn og því heldur mál Nýja Kaupþings gegn Materia og þeim félögum enn áfram. 14.10.2009 11:51 Ráðin kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins Þórey Vilhjálmsdóttir hefur verið ráðin til Sjálfstæðisflokksins sem kosningastjóri fyrir borgarstjórnarkosningar 2010. Þórey mun síðar taka við starfi framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks af Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur sem fer í fæðingarorlof. 14.10.2009 11:38 Sjálfstæðismenn á Ísafirði ætla í prófkjör Sálfstæðismenn á Ísafirði ákváðu í gær á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna að halda prófkjör til að velja á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Í tilkynningu frá flokknum segir að dagsetning liggi ekki fyrir en að stefnt sé að halda prófkjörið fyrir lok febrúar. 14.10.2009 08:36 Elti þjófinn og hringdi á lögreglu Bíl var stolið rétt eftir miðnætti á bensínstöð í Reykjavík. Eigandi bílsins varð var við það þegar þjófurinn ók á brott og fékk hann kunningja sinn til þess að aka á eftir þrjótnum. Þeir höfðu síðan samband við lögreglu sem skarst í leikinn og handtók bílþjófinn. Sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja og gistir hann nú fangageymslur. 14.10.2009 06:52 Brotist inn í leikskóla Tilkynnt var um innbrot í leikskólann Seljakot í nótt. Þjófarnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði og höfðu þeir á brott með sér eitthvað af þýfi en ekki er ljóst hverju nákvæmlega var stolið. Málið er í rannsókn. 14.10.2009 06:51 Ökuferðin kom upp um kannabisrækt Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærkvöldi ökumann fyrir ógætilegan akstur í Reykjanesbæ. Í ljós kom að maðurinn var undir áhrifum fíkniefna og í framhaldi var gerð húsleit heima hjá honum en hann býr á Suðurnesjum. Þar kom í ljós nokkuð blómleg kannabisrækt og reyndist maðurinn vera með um þrjátíu kannabisplöntur í ræktun. Hann gekkst við brotinu og telst málið upplýst að sögn lögreglu. 14.10.2009 06:49 Fangar skiluðu þvagsýni Fjölmennt lið fór í allsherjarleit, þar á meðal að fíkniefnum og sterum, í fangelsinu á Kvíabryggju í gær. Leitin stóð í allan gærdag. Tilefni hennar var að kanna almennt ástand mála í fangelsinu. Þar höfðu sterar og tól til að nota þá fundist fyrir nokkru, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 14.10.2009 06:45 Veitingamenn neita ásökunum um svik „Mér finnst eðlilegt að hann biðjist afsökunar,“ segir Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík, sem er ósáttur við yfirlýsingar Níelsar S. Olgeirssonar, formanns Matvæla- og veitingafélags Íslands, um meinta svarta starfsemi í veitingageiranum á Suðurnesjum. 14.10.2009 06:00 Fjarlægt yfirvald án yfirsýnar „Það er áhugavert að skoða þessi ummæli með tilliti til fiskveiðistjórnunar okkar og umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Með aðild myndi Ísland gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Henni er miðstýrt frá Brussel, fjarri þeim sem nýta auðlindir sjávar og eiga mestra hagsmuna að gæta,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. 14.10.2009 06:00 Hjúkrunarrými fyrir níu milljarða Ríkisstjórnin samþykkti í gær að heimila Árna Páli Árnasyni, félags- og tryggingamálaráðherra, að vinna að hugmyndum um byggingu 361 hjúkrunarrýmis fyrir aldraða á árunum 2010 til 2012. Að sögn Árna Páls yrði kostnaður við verkefnið um níu milljarðar króna. 14.10.2009 06:00 Óþarfi að slá alla umræðu út af borðinu „Það sem við erum að reyna að gera er að velta upp mögulegum leiðum að lausnum,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um þá hugmynd að lífeyrissjóðirnir komi að lausn Icesave-deilunnar með láni til ríkisins. 14.10.2009 06:00 Stefnt getur í neyðarástand á gjörgæslu Ef ekki tekst að hindra útbreiðslu svínaflensunnar með bólusetningu getur það raskað starfsemi Landspítalans. Þar eru til þrjár hjarta- og lungnavélar, en allmargar öndunarvélar að auki. Þetta segir Þórólfur Guðnason starfandi sóttvarnalæknir. 14.10.2009 05:00 Með fíkniefni í fjórum dósum Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur litháískri konu á þrítugsaldri fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnasmygls. 14.10.2009 05:00 Færeyingar eru vinir í raun Forsætisráðherra Íslands þakkaði í gær Færeyingum fyrir lán upp á þrjú hundruð milljónir danskra króna sem þeir veittu Íslendingum stuttu eftir íslenska bankahrunið. 14.10.2009 05:00 Funduðu um SMS-lán Kredia Forvarsmenn og lögmaður Kredia ehf. funduðu í gær með talsmanni neytenda og lögfræðingum frá Neytendastofu og Fjármálaeftirlitinu. Efni fundarins var umdeild smálán á háum vöxtum sem Kredia býður nú í gegnum sms-skilaboð. 14.10.2009 05:00 Gítarstillir seldur til 134 landa Tunerific, gítarstillingarforrit sem þróað var af íslenska sprotafyrirtækinu Hugvakanum, hefur vakið gríðarlega athygli eftir að það var sett á markað síðastliðið sumar. Forritið trónir í efsta sæti hjá Ovi, netverslun finnska símarisans Nokia, og hefur nú dreifst til 134 landa á þessum stutta tíma. 14.10.2009 04:00 Lán Norðmanna háð AGS Í erindi norsku fjárlaganefndarinnar til Stórþingsins kemur skýrt fram að lán til Íslendinga haldist í hendur við afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á málefnum þjóðarinnar. Þá verði Íslendingar að standa við sínar alþjóðlegu skuldbindingar og fara eftir regluverki Evrópusambandsins um fjármál. 14.10.2009 03:30 Einbeiti sér að fjárlaganefnd Ásbjörn Óttarsson Sjálfstæðisflokki leggur til að þeir þingmenn sem sitja í fjárlaganefnd Alþingis sitji í þeirri nefnd einni og ekki öðrum. Hann vék að þessu í umræðum um fjáraukalög í gær. 14.10.2009 03:15 Dómsmálaráðherra heimsótti sérstakan saksóknara Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra heimsótti embætti sérstaks saksóknara í gær, 12. október 2009. Embættið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum vikum, starfsfólki hefur verið fjölgað, þrír nýir saksóknarar skipaðir og starfsemin verið flutt í ný og rúmbetri húsakynni. 13.10.2009 15:14 Ráðherra hlíti nefnd eða leiti samþykkis Alþingis fyrir dómaraskipan Sömu reglur munu gilda um skipan hæstaréttardómara og héraðsdómara nái tillögur nefndar, sem Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun, fram að ganga. Dómnefnd mun þá gefa umsögn um hæfi umsækjenda um dómarastöður en hingað til hafa hæstaréttadómarar gefið umsögn um hæfi umsækjenda í stöðu hæstaréttardómara. 13.10.2009 15:12 Biluð umferðarljós við gatnamót Breiðholtsbrautar Umferðarljós gatnamóta Breiðholtsbrautar og Jaðarsels verða óvirk frá miðvikudagsmorgni í allt að þrjá daga vegna framkvæmda. Endurnýja þarf stjórnkassa og einnig verður umferðarljósunum sjálfum skipt út, en sett verða svokölluð díóðuljós sem eru bjartari og skýrari fyrir akandi og gangandi umferð. 13.10.2009 15:05 Sex líkamsárásir - einn nefbrotinn Sex líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina en fjórar þeirra áttu sér stað í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Allar voru þær minniháttar og ekki er vitað til þess að fólk hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum að sögn lögreglu. 13.10.2009 15:01 „Hvar er Tónlistarhúsið?“ „Eftir því sem ég best veit þá er það að rísa niðri við höfnina," svaraði Steingrímur J. Sigfússon þegar Pétur H. Blöndal þingmaður benti á að hvergi væri minnst á Tónlistarhúsið í fjárlögum eða fjáraukalögum. Umræða um fjáraukalög fer nú fram á Alþingi. Pétur sagði að það ætti að vera inni í fjáraukalögum líkt og Icesavesamkomulagið. 13.10.2009 14:59 Hálf öld á milli yngsta og elsta þjófsins Yngsti þjófurinn sem lögreglan greip um helgina reyndist vera tólf ára gamall drengur en hann varð uppvís af búðarþjófnaði í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 13.10.2009 14:54 BSRB: Hörð mótmæli gegn sviknum fyrirheitum Stjórn BSRB mótmælir harðlega þeim áformum núverandi ríkisstjórnar að ætla sér ekki að standa við gefin fyrirheit frá árinu 2008 um að létta skattbyrði hinna tekjulægstu með hækkun persónuafsláttar. 13.10.2009 14:48 Dæmdur fyrir að nefbrjóta mann Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að nefbrjóta annan mann í gleðskap sem var haldinn í félagsheimili Fáks í Víðidal í Reykjavík í febrúar á síðasta ári. Mennirnir runnu til í hálku fyrir utan félagsheimilið og upphófust slagsmál. 13.10.2009 13:59 Bjarni á erfitt með að gleðjast yfir góðum fréttum Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins spurði fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrir stundu hvaða þýðingu það hefði að nú sé talið að um 90% fáist upp í Icesaveskuldbindingarnar. Hann sagði ljóst að meginþorri þeirra skuldbindinga sem við værum að fara að taka á okkur væru vegna vaxtakostnaðar. 13.10.2009 13:57 Dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn nýtti sér ölvun og svefndrunga konu og hafði við hana samræði þegar hún var áfengisdauð. 13.10.2009 13:40 Karlmaður um þrítugt á gjörgæslu með svínaflensu Karlmaður um þrítugt liggur á gjörgæsludeild Landspítalans vegna H1N1 inflúensunnar. Bólusetning forgangshópa hefst innan fárra daga. 13.10.2009 12:04 Fær engar bætur fyrir 25 milljóna króna Porsche-inn sinn Tæplega fertugur eigandi Porschebifreiðar sem fór út af Grindavíkurvegi í janúar á síðasta ári fær bílinn ekki bættann samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Vátryggingarfélag Íslands var sýknað af kröfum mannsins sem vildi fá fullar bætur fyrir bílinn, sem er metinn á tæpar 25 milljónir króna. Talið er að maðurinn hafi verið að lágmarki á 170 km hraða á klukkustund þegar hann fór út af. 13.10.2009 11:55 Bókelskur bófi: Stal óútgefnum Dan Brown frá Bjarti „Það var tvennt sem þeir tóku, annars vegar tölvuskanni og svo þýðinguna að nýjustu bók Dan Brown,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, en óprúttinn þjófur fór inn í húsnæði Bjarts á Bræðraborgarstígnum og stal skanna og glóðvolgu handriti að Týnda tákninu, nýjustu skáldsögu Browns. Hann er hvað frægastur fyrir að hafa skrifað Da vinci lykilinn. 13.10.2009 11:21 Ekki komin niðurstaða í Icesave Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki komin niðurstaða um lendingu með Bretum og Hollendingum í Icesave málinu. Heimildir fréttastofu herma að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin með nýtt frumvarp um ríkisábyrgð sem viðsemjendurnir eru tilbúnir til að fallast á. 13.10.2009 11:13 Þú deyrð af að senda SMS Sexþúsund Bandaríkjamenn deyja árlega vegna þess að þeir freistast til að senda SMS meðan þeir eru að keyra bíl samkvæmt nýrri rannsókn þar í landi. 13.10.2009 10:21 Dæmdur fyrir kynferðisbrot Tuttugu og þriggja ára gamall karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára gamalli stúlku í Héraðsdómi Suðurlands á föstudaginn síðasta. 13.10.2009 09:53 Sjá næstu 50 fréttir
Alvarlegt vinnuslys í Fjarðaráli Vinnuslys varð á ellefta tímanum í morgun í álveri Fjarðaáls í Reyðarfirði, þegar maður klemmdist við vinnu sína við víravél í steypuskála álversins samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 14.10.2009 15:16
Vill ekki lofa gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskólum Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins spurði Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra hvort til stæði að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum landsins á Alþingi fyrir stundu. Hann sagðist telja mikilvægt að hlúa að þessum hópi nú þegar margar fjölskyldur standa illa fjárhagslega. Hann minnti Katrínu á að þetta hefði verið eitt af kosningaloforðum Vinstri grænna og spurði hvort til stæði að ríkið kæmi að þessu máli. 14.10.2009 14:49
Kannabis í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundu fíkniefni við húsleit í miðborginni í gærkvöld. 14.10.2009 14:49
Síðasti söludagur bleiku slaufunnar á morgun Nú eru síðustu forvöð að fjárfesta í bleiku slaufunni og styrkja þar með Krabbameinsfélag Íslands í baráttunni gegn brjóstakrabbameini eins og segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 14.10.2009 14:45
Koffínmiklir orkudrykkir ekki ætlaðir börnum Nokkur umræða hefur orðið um svokallaða orkudrykki í ljósi þess að nýjar tegundir sem innihalda mikið koffín hafa nú numið land. Ástæðan fyrir þessu er breyting á reglum en nú eru ekki lengur nein takmörk á magni viðbætts koffíns í drykkjum eins og áður var. 14.10.2009 14:25
Skoppari á landsbyggðinni: Mætti fordómum og lamdi sveitunga sinn Maður á þrítugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ganga í skrokk á manni í teiti á Stokkseyri. Árásin átti sér stað í maí á síðasta ári. Hann kom þá í gleðskap í heimahúsi. 14.10.2009 14:23
Staða okkar verður sterkari 23.október Höskuldur Þór Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins bað Guðbjart Hannesson formann fjárlaganefndar að leiðrétta þann misskilning og hræðsluáróður sem hann telur hafa verið uppi í fjölmiðlum undanfarið er snúa að 23.október. Hann sagði að í ljós hefði verið látið að þann dag yrði íslenska ríkið hugsanlega gjaldþrota ef Icesavemálið yrði ekki klárað. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrir stundu. 14.10.2009 13:53
Skýrslu rannsóknarnefdnarinnar frestað til 1.febrúar Forsætisnefnd og formenn þingflokkanna áttu fund með rannsóknarnefnd Alþingis í morgun. Fram kom að gagnaöflun hefur reynst tímafrekari og yfirgripsmeiri en reiknað var með í fyrstu. Nefndin hefur enn undir höndum upplýsingar sem þarfnast frekari úrvinnslu. Því er einsýnt að ekki verður unnt að láta Alþingi í té fullburða skýrslu um niðurstöðu rannsóknarinnar 1. nóvember eins og stefnt hefur verið að og segir í lögunum. Er við það miðað að skýrslan komi fram eigi síðar en 1. febrúar. 14.10.2009 13:33
Heilsulaus Íslendingur vitni í grófu umhverfisglæpamáli í Noregi Íslendingurinn Vilhjálmur Benediktsson stóð fimmtíu metrum frá tveimur olíutönkum sem sprungu í Gulen í Sogni í Noregi árið 2007. Samkvæmt fréttavefnum TV2nyhetene varð hann fyrir alvarlegri eitrun og hefur verið heilsulaus síðan þá. 14.10.2009 12:55
Sjálfstæðismenn kynna efnahagstillögur sínar Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála. Á meðal þess sem flokkurinn vill að gert verði er að endurskoða sameiginlega áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, gjaldeyrishöft verði afnumin og kerfisbreyting gerð á skattlagningu lífeyrisgreiðslna. 14.10.2009 12:08
Gengið frá tæknilegum smáatriðum í Icesave-málinu Viðræður við Breta og Hollendinga um Icesave eru á lokastigi en verið er að ganga frá tæknilegum smáatriðum, samkvæmt heimildum fréttastofu. 14.10.2009 12:00
Frávísunarkröfunni hafnað í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frávísunarkröfu Materia Invest ehf, Magnúsar Ármann og Kevins Stanford frá dómi í dag. Ekki er hægt að kæra úrskurðinn og því heldur mál Nýja Kaupþings gegn Materia og þeim félögum enn áfram. 14.10.2009 11:51
Ráðin kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins Þórey Vilhjálmsdóttir hefur verið ráðin til Sjálfstæðisflokksins sem kosningastjóri fyrir borgarstjórnarkosningar 2010. Þórey mun síðar taka við starfi framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks af Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur sem fer í fæðingarorlof. 14.10.2009 11:38
Sjálfstæðismenn á Ísafirði ætla í prófkjör Sálfstæðismenn á Ísafirði ákváðu í gær á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna að halda prófkjör til að velja á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Í tilkynningu frá flokknum segir að dagsetning liggi ekki fyrir en að stefnt sé að halda prófkjörið fyrir lok febrúar. 14.10.2009 08:36
Elti þjófinn og hringdi á lögreglu Bíl var stolið rétt eftir miðnætti á bensínstöð í Reykjavík. Eigandi bílsins varð var við það þegar þjófurinn ók á brott og fékk hann kunningja sinn til þess að aka á eftir þrjótnum. Þeir höfðu síðan samband við lögreglu sem skarst í leikinn og handtók bílþjófinn. Sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja og gistir hann nú fangageymslur. 14.10.2009 06:52
Brotist inn í leikskóla Tilkynnt var um innbrot í leikskólann Seljakot í nótt. Þjófarnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði og höfðu þeir á brott með sér eitthvað af þýfi en ekki er ljóst hverju nákvæmlega var stolið. Málið er í rannsókn. 14.10.2009 06:51
Ökuferðin kom upp um kannabisrækt Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærkvöldi ökumann fyrir ógætilegan akstur í Reykjanesbæ. Í ljós kom að maðurinn var undir áhrifum fíkniefna og í framhaldi var gerð húsleit heima hjá honum en hann býr á Suðurnesjum. Þar kom í ljós nokkuð blómleg kannabisrækt og reyndist maðurinn vera með um þrjátíu kannabisplöntur í ræktun. Hann gekkst við brotinu og telst málið upplýst að sögn lögreglu. 14.10.2009 06:49
Fangar skiluðu þvagsýni Fjölmennt lið fór í allsherjarleit, þar á meðal að fíkniefnum og sterum, í fangelsinu á Kvíabryggju í gær. Leitin stóð í allan gærdag. Tilefni hennar var að kanna almennt ástand mála í fangelsinu. Þar höfðu sterar og tól til að nota þá fundist fyrir nokkru, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 14.10.2009 06:45
Veitingamenn neita ásökunum um svik „Mér finnst eðlilegt að hann biðjist afsökunar,“ segir Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík, sem er ósáttur við yfirlýsingar Níelsar S. Olgeirssonar, formanns Matvæla- og veitingafélags Íslands, um meinta svarta starfsemi í veitingageiranum á Suðurnesjum. 14.10.2009 06:00
Fjarlægt yfirvald án yfirsýnar „Það er áhugavert að skoða þessi ummæli með tilliti til fiskveiðistjórnunar okkar og umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Með aðild myndi Ísland gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Henni er miðstýrt frá Brussel, fjarri þeim sem nýta auðlindir sjávar og eiga mestra hagsmuna að gæta,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. 14.10.2009 06:00
Hjúkrunarrými fyrir níu milljarða Ríkisstjórnin samþykkti í gær að heimila Árna Páli Árnasyni, félags- og tryggingamálaráðherra, að vinna að hugmyndum um byggingu 361 hjúkrunarrýmis fyrir aldraða á árunum 2010 til 2012. Að sögn Árna Páls yrði kostnaður við verkefnið um níu milljarðar króna. 14.10.2009 06:00
Óþarfi að slá alla umræðu út af borðinu „Það sem við erum að reyna að gera er að velta upp mögulegum leiðum að lausnum,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um þá hugmynd að lífeyrissjóðirnir komi að lausn Icesave-deilunnar með láni til ríkisins. 14.10.2009 06:00
Stefnt getur í neyðarástand á gjörgæslu Ef ekki tekst að hindra útbreiðslu svínaflensunnar með bólusetningu getur það raskað starfsemi Landspítalans. Þar eru til þrjár hjarta- og lungnavélar, en allmargar öndunarvélar að auki. Þetta segir Þórólfur Guðnason starfandi sóttvarnalæknir. 14.10.2009 05:00
Með fíkniefni í fjórum dósum Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur litháískri konu á þrítugsaldri fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnasmygls. 14.10.2009 05:00
Færeyingar eru vinir í raun Forsætisráðherra Íslands þakkaði í gær Færeyingum fyrir lán upp á þrjú hundruð milljónir danskra króna sem þeir veittu Íslendingum stuttu eftir íslenska bankahrunið. 14.10.2009 05:00
Funduðu um SMS-lán Kredia Forvarsmenn og lögmaður Kredia ehf. funduðu í gær með talsmanni neytenda og lögfræðingum frá Neytendastofu og Fjármálaeftirlitinu. Efni fundarins var umdeild smálán á háum vöxtum sem Kredia býður nú í gegnum sms-skilaboð. 14.10.2009 05:00
Gítarstillir seldur til 134 landa Tunerific, gítarstillingarforrit sem þróað var af íslenska sprotafyrirtækinu Hugvakanum, hefur vakið gríðarlega athygli eftir að það var sett á markað síðastliðið sumar. Forritið trónir í efsta sæti hjá Ovi, netverslun finnska símarisans Nokia, og hefur nú dreifst til 134 landa á þessum stutta tíma. 14.10.2009 04:00
Lán Norðmanna háð AGS Í erindi norsku fjárlaganefndarinnar til Stórþingsins kemur skýrt fram að lán til Íslendinga haldist í hendur við afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á málefnum þjóðarinnar. Þá verði Íslendingar að standa við sínar alþjóðlegu skuldbindingar og fara eftir regluverki Evrópusambandsins um fjármál. 14.10.2009 03:30
Einbeiti sér að fjárlaganefnd Ásbjörn Óttarsson Sjálfstæðisflokki leggur til að þeir þingmenn sem sitja í fjárlaganefnd Alþingis sitji í þeirri nefnd einni og ekki öðrum. Hann vék að þessu í umræðum um fjáraukalög í gær. 14.10.2009 03:15
Dómsmálaráðherra heimsótti sérstakan saksóknara Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra heimsótti embætti sérstaks saksóknara í gær, 12. október 2009. Embættið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum vikum, starfsfólki hefur verið fjölgað, þrír nýir saksóknarar skipaðir og starfsemin verið flutt í ný og rúmbetri húsakynni. 13.10.2009 15:14
Ráðherra hlíti nefnd eða leiti samþykkis Alþingis fyrir dómaraskipan Sömu reglur munu gilda um skipan hæstaréttardómara og héraðsdómara nái tillögur nefndar, sem Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun, fram að ganga. Dómnefnd mun þá gefa umsögn um hæfi umsækjenda um dómarastöður en hingað til hafa hæstaréttadómarar gefið umsögn um hæfi umsækjenda í stöðu hæstaréttardómara. 13.10.2009 15:12
Biluð umferðarljós við gatnamót Breiðholtsbrautar Umferðarljós gatnamóta Breiðholtsbrautar og Jaðarsels verða óvirk frá miðvikudagsmorgni í allt að þrjá daga vegna framkvæmda. Endurnýja þarf stjórnkassa og einnig verður umferðarljósunum sjálfum skipt út, en sett verða svokölluð díóðuljós sem eru bjartari og skýrari fyrir akandi og gangandi umferð. 13.10.2009 15:05
Sex líkamsárásir - einn nefbrotinn Sex líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina en fjórar þeirra áttu sér stað í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Allar voru þær minniháttar og ekki er vitað til þess að fólk hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum að sögn lögreglu. 13.10.2009 15:01
„Hvar er Tónlistarhúsið?“ „Eftir því sem ég best veit þá er það að rísa niðri við höfnina," svaraði Steingrímur J. Sigfússon þegar Pétur H. Blöndal þingmaður benti á að hvergi væri minnst á Tónlistarhúsið í fjárlögum eða fjáraukalögum. Umræða um fjáraukalög fer nú fram á Alþingi. Pétur sagði að það ætti að vera inni í fjáraukalögum líkt og Icesavesamkomulagið. 13.10.2009 14:59
Hálf öld á milli yngsta og elsta þjófsins Yngsti þjófurinn sem lögreglan greip um helgina reyndist vera tólf ára gamall drengur en hann varð uppvís af búðarþjófnaði í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 13.10.2009 14:54
BSRB: Hörð mótmæli gegn sviknum fyrirheitum Stjórn BSRB mótmælir harðlega þeim áformum núverandi ríkisstjórnar að ætla sér ekki að standa við gefin fyrirheit frá árinu 2008 um að létta skattbyrði hinna tekjulægstu með hækkun persónuafsláttar. 13.10.2009 14:48
Dæmdur fyrir að nefbrjóta mann Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að nefbrjóta annan mann í gleðskap sem var haldinn í félagsheimili Fáks í Víðidal í Reykjavík í febrúar á síðasta ári. Mennirnir runnu til í hálku fyrir utan félagsheimilið og upphófust slagsmál. 13.10.2009 13:59
Bjarni á erfitt með að gleðjast yfir góðum fréttum Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins spurði fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrir stundu hvaða þýðingu það hefði að nú sé talið að um 90% fáist upp í Icesaveskuldbindingarnar. Hann sagði ljóst að meginþorri þeirra skuldbindinga sem við værum að fara að taka á okkur væru vegna vaxtakostnaðar. 13.10.2009 13:57
Dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn nýtti sér ölvun og svefndrunga konu og hafði við hana samræði þegar hún var áfengisdauð. 13.10.2009 13:40
Karlmaður um þrítugt á gjörgæslu með svínaflensu Karlmaður um þrítugt liggur á gjörgæsludeild Landspítalans vegna H1N1 inflúensunnar. Bólusetning forgangshópa hefst innan fárra daga. 13.10.2009 12:04
Fær engar bætur fyrir 25 milljóna króna Porsche-inn sinn Tæplega fertugur eigandi Porschebifreiðar sem fór út af Grindavíkurvegi í janúar á síðasta ári fær bílinn ekki bættann samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Vátryggingarfélag Íslands var sýknað af kröfum mannsins sem vildi fá fullar bætur fyrir bílinn, sem er metinn á tæpar 25 milljónir króna. Talið er að maðurinn hafi verið að lágmarki á 170 km hraða á klukkustund þegar hann fór út af. 13.10.2009 11:55
Bókelskur bófi: Stal óútgefnum Dan Brown frá Bjarti „Það var tvennt sem þeir tóku, annars vegar tölvuskanni og svo þýðinguna að nýjustu bók Dan Brown,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, en óprúttinn þjófur fór inn í húsnæði Bjarts á Bræðraborgarstígnum og stal skanna og glóðvolgu handriti að Týnda tákninu, nýjustu skáldsögu Browns. Hann er hvað frægastur fyrir að hafa skrifað Da vinci lykilinn. 13.10.2009 11:21
Ekki komin niðurstaða í Icesave Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki komin niðurstaða um lendingu með Bretum og Hollendingum í Icesave málinu. Heimildir fréttastofu herma að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin með nýtt frumvarp um ríkisábyrgð sem viðsemjendurnir eru tilbúnir til að fallast á. 13.10.2009 11:13
Þú deyrð af að senda SMS Sexþúsund Bandaríkjamenn deyja árlega vegna þess að þeir freistast til að senda SMS meðan þeir eru að keyra bíl samkvæmt nýrri rannsókn þar í landi. 13.10.2009 10:21
Dæmdur fyrir kynferðisbrot Tuttugu og þriggja ára gamall karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára gamalli stúlku í Héraðsdómi Suðurlands á föstudaginn síðasta. 13.10.2009 09:53