Innlent

Búið að slökkva eldinn - húsið er ónýtt

Eins og sjá má á myndunum þá var eldurinn mikill. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson.
Eins og sjá má á myndunum þá var eldurinn mikill. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson.

Slökkviliðið í Vestmannaeyjum er búið að slökkva eldinn í Lifrasamlaginu en húsið er gjörónýtt. „Það er bara hrunið," sagði lögreglumaður í Vestmannaeyjum sem Vísir ræddi við en eldsvoðinn er sá mesti síðan Ísfélagið brann fyrir um tíu árum síðan.

Verið er að tryggja vettvanginn en mikið af þakjárni fauk þegar slökkviliðið barðist við eldana. Það tók um fjórar klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins sem var mikill. Slökkviliðinu tókst að bjarga lýsinu sem var í tveimur tönkum við húsið.

Að sögn lögreglunnar þá eru rannsóknarlögreglumenn frá höfuðborgarsvæðinu væntanlegir í dag til þess að rannsaka orsök eldsins.

Ekki er vitað hversu mikið tjón varð en það er talsvert. Það er Vinnslustöðin hf sem rak lýsisverksmiðjuna í húsnæðinu en þar unnu ekki margir starfsmenn að sögn lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×