Nágranni í hættu: Hélt að reykurinn væri lykt af brunnu poppi Valur Grettisson skrifar 15. október 2009 09:04 Gríðarlegan reyk lagði yfir götuna og nærliggjandi hús. „Ég var nýbúinn að poppa og hélt fyrst að þetta væri bara popplykt," segir Alma Eðvaldsdóttir en hún býr við hliðina á Lifrasamlaginu sem brann til kaldra kola í nótt. Slökkviliðið í Vestmannaeyjum barðist við eldinn frá um fjögur í nótt en það var Alma sem gerði viðvart um eldsvoðann sem menn telja að sé sá mesti síðan Ísfélagið brann fyrir um tíu árum síðan. Alma segir að hún sé næturhrafn og því hafi hún verið vakandi í nótt. Hún var nýbúinn að poppa þegar hún fór að finna sérkennilega lykt. Í fyrstu hélt hún að lyktin stafaði af brenndu poppi. „Þá sá ég hvítt ský svífa framhjá glugganum," segir Alma sem var ekki enn búinn að átta sig á aðstæðunum. Hún opnaði gluggann, leit út, en sá ekkert. „Þá fylltist allt af reyk inn í húsinu," segir Alma en mikinn reyk lagði af Lifrasamlaginu. Hún fór út og sá þá reyk koma upp úr þakinu á Lifrasamlaginu sem nú er lýsisframleiðsla. Hún hringdi þá beint í neyðarlínuna og lögregluna sem komu skömmu síðar. Sjálf vakti hún manninn sinn og þau forðuðu sér út úr húsinu sem þá var orðið fullt af reyk. Um stund var óttast að eldurinn úr húsinu myndi læsa sig í húsi Ölmu. Slökkviliðinu tókst þó að koma í veg fyrir það. Alma og maðurinn hennar voru svo á leiðinni í læknisskoðun þegar Vísir ræddi við Ölmu. Slökkviliðinu tókst að ná tökum á eldinum og slökkva hann snemma í morgun. Þeir munu vakta húsið til hádegis. Ekki er vitað um eldsupptök en samkvæmt heimildum Vísis þá er talið líklegt að kviknað hafi út frá rafmagni inn í húsinu. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég var nýbúinn að poppa og hélt fyrst að þetta væri bara popplykt," segir Alma Eðvaldsdóttir en hún býr við hliðina á Lifrasamlaginu sem brann til kaldra kola í nótt. Slökkviliðið í Vestmannaeyjum barðist við eldinn frá um fjögur í nótt en það var Alma sem gerði viðvart um eldsvoðann sem menn telja að sé sá mesti síðan Ísfélagið brann fyrir um tíu árum síðan. Alma segir að hún sé næturhrafn og því hafi hún verið vakandi í nótt. Hún var nýbúinn að poppa þegar hún fór að finna sérkennilega lykt. Í fyrstu hélt hún að lyktin stafaði af brenndu poppi. „Þá sá ég hvítt ský svífa framhjá glugganum," segir Alma sem var ekki enn búinn að átta sig á aðstæðunum. Hún opnaði gluggann, leit út, en sá ekkert. „Þá fylltist allt af reyk inn í húsinu," segir Alma en mikinn reyk lagði af Lifrasamlaginu. Hún fór út og sá þá reyk koma upp úr þakinu á Lifrasamlaginu sem nú er lýsisframleiðsla. Hún hringdi þá beint í neyðarlínuna og lögregluna sem komu skömmu síðar. Sjálf vakti hún manninn sinn og þau forðuðu sér út úr húsinu sem þá var orðið fullt af reyk. Um stund var óttast að eldurinn úr húsinu myndi læsa sig í húsi Ölmu. Slökkviliðinu tókst þó að koma í veg fyrir það. Alma og maðurinn hennar voru svo á leiðinni í læknisskoðun þegar Vísir ræddi við Ölmu. Slökkviliðinu tókst að ná tökum á eldinum og slökkva hann snemma í morgun. Þeir munu vakta húsið til hádegis. Ekki er vitað um eldsupptök en samkvæmt heimildum Vísis þá er talið líklegt að kviknað hafi út frá rafmagni inn í húsinu.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira