Sturla um Egil: „Skeytir hvorki um skömm né heiður“ 15. október 2009 12:04 Sturla Böðvarsson. Sturla Böðvarsson fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis segir Egil Helgason fjölmiðlamann halda úti ritsóðasíðu og hann skrif hans einkennist af ómálefnanlegum umsögnum um nafngreinda aðila. Sturla furðar sig á því að heimasíða Ríkisútvarpsins skuli auglýsa bloggsíðu Egils. Þetta kemur fram í pistli sem Sturla skrifar á Pressuna í dag. „Á þessari bloggsíðu heldur Egill úti mestu ritsóðasíðu sem þekkist og þar er hann sjálfur fremstur meðal jafningja og ýtir undir stóryrði og sleggjudóma og dregur að nafnlausa skríbenta sem fylgja honum eftir þegar honum tekst „best" upp í því að ráðast að nafngreindum mönnum og skeytir þá hvorki um skömm né heiður þegar hann lætur gamminn geysa," skrifar Sturla sem telur Egil þó vera um margt hugmyndaríkan og flinkan þáttastjórnanda. „En hann kann sér ekkert hóf í bloggfærslum sínum og ýtir undir ósómann sem fylgir með þegar hann skrifar og opnar síðan fyrir umsagnir um það sem hann setur fram. Skrif hans á blogginu eru jafnan mjög ómálefnalegar umsagnir og viðbrögð við því sem er í fréttum. Þar setur hann fram nær undantekningarlaust einhverjar fullyrðingar og oft meiðandi ummæli um nafngreinda menn sem leyfa sér að hafa aðra skoðun en Egill sem bloggar á Eyjunni í skjóli RÚV og fer þá lítið fyrir hlutleysi þessa starfsmanns ríkisútvarpsins." Sturla veltir því síðan fyrir sér hvað þeim sómakæru mönnum Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Óðni Jónssyni fréttastjóra gangi til, „að láta það viðgangast að starfsmaður RÚV fái slíkan persónulegan aðgang að síðu RÚV." Hann segir Egil síðan nota þessa vel auglýstu síðu til þess að þjóna lund sinni gagnvart þeim sem honum er í nöp við einhverra hluta vegna. Hann opni síðan í gegnum blogg sitt inn á lendur ómálefnanlegrar umræðu, rógs og illmælgi í skjóli nafnleyndar. „Málfrelsi og ritfrelsi eru dýrmæt. En öllu frelsi fylgir ábyrgð og því tek ég undir athugasemdir sem koma fram í Fréttablaðinu á dögunum. Það er mikilvægt að ýta ekki undir ómálefnalega umræðu og persónuníð í umræðum á netinu. Ábyrgð þeirra sem það stunda er mikil." Hægt er að lesa pistil Sturlu hér. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Sturla Böðvarsson fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis segir Egil Helgason fjölmiðlamann halda úti ritsóðasíðu og hann skrif hans einkennist af ómálefnanlegum umsögnum um nafngreinda aðila. Sturla furðar sig á því að heimasíða Ríkisútvarpsins skuli auglýsa bloggsíðu Egils. Þetta kemur fram í pistli sem Sturla skrifar á Pressuna í dag. „Á þessari bloggsíðu heldur Egill úti mestu ritsóðasíðu sem þekkist og þar er hann sjálfur fremstur meðal jafningja og ýtir undir stóryrði og sleggjudóma og dregur að nafnlausa skríbenta sem fylgja honum eftir þegar honum tekst „best" upp í því að ráðast að nafngreindum mönnum og skeytir þá hvorki um skömm né heiður þegar hann lætur gamminn geysa," skrifar Sturla sem telur Egil þó vera um margt hugmyndaríkan og flinkan þáttastjórnanda. „En hann kann sér ekkert hóf í bloggfærslum sínum og ýtir undir ósómann sem fylgir með þegar hann skrifar og opnar síðan fyrir umsagnir um það sem hann setur fram. Skrif hans á blogginu eru jafnan mjög ómálefnalegar umsagnir og viðbrögð við því sem er í fréttum. Þar setur hann fram nær undantekningarlaust einhverjar fullyrðingar og oft meiðandi ummæli um nafngreinda menn sem leyfa sér að hafa aðra skoðun en Egill sem bloggar á Eyjunni í skjóli RÚV og fer þá lítið fyrir hlutleysi þessa starfsmanns ríkisútvarpsins." Sturla veltir því síðan fyrir sér hvað þeim sómakæru mönnum Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Óðni Jónssyni fréttastjóra gangi til, „að láta það viðgangast að starfsmaður RÚV fái slíkan persónulegan aðgang að síðu RÚV." Hann segir Egil síðan nota þessa vel auglýstu síðu til þess að þjóna lund sinni gagnvart þeim sem honum er í nöp við einhverra hluta vegna. Hann opni síðan í gegnum blogg sitt inn á lendur ómálefnanlegrar umræðu, rógs og illmælgi í skjóli nafnleyndar. „Málfrelsi og ritfrelsi eru dýrmæt. En öllu frelsi fylgir ábyrgð og því tek ég undir athugasemdir sem koma fram í Fréttablaðinu á dögunum. Það er mikilvægt að ýta ekki undir ómálefnalega umræðu og persónuníð í umræðum á netinu. Ábyrgð þeirra sem það stunda er mikil." Hægt er að lesa pistil Sturlu hér.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira