Sturla um Egil: „Skeytir hvorki um skömm né heiður“ 15. október 2009 12:04 Sturla Böðvarsson. Sturla Böðvarsson fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis segir Egil Helgason fjölmiðlamann halda úti ritsóðasíðu og hann skrif hans einkennist af ómálefnanlegum umsögnum um nafngreinda aðila. Sturla furðar sig á því að heimasíða Ríkisútvarpsins skuli auglýsa bloggsíðu Egils. Þetta kemur fram í pistli sem Sturla skrifar á Pressuna í dag. „Á þessari bloggsíðu heldur Egill úti mestu ritsóðasíðu sem þekkist og þar er hann sjálfur fremstur meðal jafningja og ýtir undir stóryrði og sleggjudóma og dregur að nafnlausa skríbenta sem fylgja honum eftir þegar honum tekst „best" upp í því að ráðast að nafngreindum mönnum og skeytir þá hvorki um skömm né heiður þegar hann lætur gamminn geysa," skrifar Sturla sem telur Egil þó vera um margt hugmyndaríkan og flinkan þáttastjórnanda. „En hann kann sér ekkert hóf í bloggfærslum sínum og ýtir undir ósómann sem fylgir með þegar hann skrifar og opnar síðan fyrir umsagnir um það sem hann setur fram. Skrif hans á blogginu eru jafnan mjög ómálefnalegar umsagnir og viðbrögð við því sem er í fréttum. Þar setur hann fram nær undantekningarlaust einhverjar fullyrðingar og oft meiðandi ummæli um nafngreinda menn sem leyfa sér að hafa aðra skoðun en Egill sem bloggar á Eyjunni í skjóli RÚV og fer þá lítið fyrir hlutleysi þessa starfsmanns ríkisútvarpsins." Sturla veltir því síðan fyrir sér hvað þeim sómakæru mönnum Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Óðni Jónssyni fréttastjóra gangi til, „að láta það viðgangast að starfsmaður RÚV fái slíkan persónulegan aðgang að síðu RÚV." Hann segir Egil síðan nota þessa vel auglýstu síðu til þess að þjóna lund sinni gagnvart þeim sem honum er í nöp við einhverra hluta vegna. Hann opni síðan í gegnum blogg sitt inn á lendur ómálefnanlegrar umræðu, rógs og illmælgi í skjóli nafnleyndar. „Málfrelsi og ritfrelsi eru dýrmæt. En öllu frelsi fylgir ábyrgð og því tek ég undir athugasemdir sem koma fram í Fréttablaðinu á dögunum. Það er mikilvægt að ýta ekki undir ómálefnalega umræðu og persónuníð í umræðum á netinu. Ábyrgð þeirra sem það stunda er mikil." Hægt er að lesa pistil Sturlu hér. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Sturla Böðvarsson fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis segir Egil Helgason fjölmiðlamann halda úti ritsóðasíðu og hann skrif hans einkennist af ómálefnanlegum umsögnum um nafngreinda aðila. Sturla furðar sig á því að heimasíða Ríkisútvarpsins skuli auglýsa bloggsíðu Egils. Þetta kemur fram í pistli sem Sturla skrifar á Pressuna í dag. „Á þessari bloggsíðu heldur Egill úti mestu ritsóðasíðu sem þekkist og þar er hann sjálfur fremstur meðal jafningja og ýtir undir stóryrði og sleggjudóma og dregur að nafnlausa skríbenta sem fylgja honum eftir þegar honum tekst „best" upp í því að ráðast að nafngreindum mönnum og skeytir þá hvorki um skömm né heiður þegar hann lætur gamminn geysa," skrifar Sturla sem telur Egil þó vera um margt hugmyndaríkan og flinkan þáttastjórnanda. „En hann kann sér ekkert hóf í bloggfærslum sínum og ýtir undir ósómann sem fylgir með þegar hann skrifar og opnar síðan fyrir umsagnir um það sem hann setur fram. Skrif hans á blogginu eru jafnan mjög ómálefnalegar umsagnir og viðbrögð við því sem er í fréttum. Þar setur hann fram nær undantekningarlaust einhverjar fullyrðingar og oft meiðandi ummæli um nafngreinda menn sem leyfa sér að hafa aðra skoðun en Egill sem bloggar á Eyjunni í skjóli RÚV og fer þá lítið fyrir hlutleysi þessa starfsmanns ríkisútvarpsins." Sturla veltir því síðan fyrir sér hvað þeim sómakæru mönnum Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Óðni Jónssyni fréttastjóra gangi til, „að láta það viðgangast að starfsmaður RÚV fái slíkan persónulegan aðgang að síðu RÚV." Hann segir Egil síðan nota þessa vel auglýstu síðu til þess að þjóna lund sinni gagnvart þeim sem honum er í nöp við einhverra hluta vegna. Hann opni síðan í gegnum blogg sitt inn á lendur ómálefnanlegrar umræðu, rógs og illmælgi í skjóli nafnleyndar. „Málfrelsi og ritfrelsi eru dýrmæt. En öllu frelsi fylgir ábyrgð og því tek ég undir athugasemdir sem koma fram í Fréttablaðinu á dögunum. Það er mikilvægt að ýta ekki undir ómálefnalega umræðu og persónuníð í umræðum á netinu. Ábyrgð þeirra sem það stunda er mikil." Hægt er að lesa pistil Sturlu hér.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira