Fleiri fréttir

Dagskrá ríkisstjórnarfundar ekki birt

Dagskrá ríkisstjórnarfundar sem haldin var í morgun verður ekki birt eins og venjan er, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Engar nánari skýringar fengust á því.

Hefði talið réttast að allir yfirgæfu þingsalinn

„Ég hefði nú bara talið réttast ef allir hefðu gengið út," segir Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem yfirgaf þingsal í stuðningsskyni við Ásmund Einar Daðason, þingmann Vinstri grænna. Ásmundur hafði áður yfirgefið salinn eftir að hafa sagst verið beittur þrýstingi í Evrópusambandsmálinu.

Skelfileg mistök í Icesave samningnum

Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, telur skelfileg mistök hafa verið gerð af hálfu Íslendinga við uppgjör á þrotabúi Landsbankans í Icesave samningunum við Breta og Hollendinga.

Dæmdir fyrir að stela úr Bónus

Tveir menn af erlendum uppruna voru dæmdir fyrir þjófnaðarbrot í Bónus á Selfossi fyrir rúmlega fjörtíu og eitt þúsund krónur. Annar mannanna hefur áður gerst sekur um þjófnaðarbrot auk þess sem hann hefur verið sviptur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs.

Afstaða til aðildarviðræðna að ESB hugsanlega tekin í kvöld

Það gæti legið fyrir í kvöld hvort Íslendingar hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Síðari umræða um ályktun þar að lútandi fer fram á Alþingi í dag. Formaður Framsóknarflokksins leggst gegn því að tillaga stjórnarinnar um aðildarumsókn verði samþykkt.

Birti ESB ummæli þingmanna frá því fyrir kosningar

„Við sem stöndum utan við þingið og fylgjumst með ætlumst til þess að menn fylgi orðum sínum og hugsi um stóru hlutina, en ekki hina smæstu, þegar þeir taka afstöðu í mikilvægum málum," segir Mörður Árnason, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu.

Hornreka í eigin flokki

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, segir að þingið sé í gíslingu vegna Evrópusambandsmálsins.

Lömdu gamlan mann og rændu skartgripabúð

Síbrotamennirnir Guðmundur Jakob Jónsson og Baldur Þór Guðmundsson voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir líkamsárásir, þjófnaðarbrot, hylmingu, tilraunir til fjársvika og fleira.

Bíllyklarnir reyndust öruggir á heimilinu

Tryggingafélagið VÍS var skikkað af Héraðsdómi norðulands eystra til þess að greiða vátryggjanda 3,4 milljón krónur vegna skemmda sem voru unnar á jeppabifreið hans.

Persónukjör lagt fyrir Alþingi

Frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um persónukjör í bæði Alþingis- og sveitarstjórnarkosningum hefur nú verið lagt fyrir Alþingi til afgreiðslu.

Ásmundur sængar ekki með sjálfstæðismönnum

„Tillagan kemur sennilega fram en ég verð ekki á henni," segir þingmaður Vinstri grænna, Ásmundur Einar Daðason, en hann vann að breytingatillögu ásamt Sjálfstæðisflokknum við ESB tillöguna varðandi tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu í Evrópusambandið.

ESB á dagskrá þingsins í dag

Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verður tekin til síðari umræðu í þinginu í dag. Þingfundur hófst klukkan 10:30 og er aðildarályktunin sjötta mál á dagskrá.

ESB umsókn líklegast afhent í lok júlí

Líklegt er að umsókn að Evrópusambandinu verði lögð fram á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja sambandsins sem fram fer 27. júlí næstkomandi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir að málið velti allt á því hvernig mál þróast í þinginu.

Íslensk stúdína á Nýja Sjálandi með svínaflensuna

„Ég er ekkert hræddari núna en þegar maður fær venjulega flensu," segir Freyja Oddsdóttir, 25 ára stúdína á Nýja Sjálandi. Hún liggur rúmföst um þessar mundir með hausverk, hita, beinverki og ljótan hósta - líklegast smituð af svínaflensu.

Eldur á sorphaugunum í Álfsnesi

Eldur kviknaði á sorphaugum höfuðborgarsvæðisins á Álfsnesi á áttunda tímanum í morgun. Starfsmenn Sorpu og slökkviliðið vinna að slökkvistarfi. Engin hús eða mannvirki eru í hættu, en reikna má með reyk upp af svæðinu í nokkrar klukkustundir. Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði.

Ósáttir við makrílveiðar

Norskir og færeyskir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eru æfir út í stórtækar makrílveiðar Íslendinga að undanförnu þar sem aflinn hefur að mestu farið í bræðslu.

Flutningur mjöltanka sækist vel

Pramminn, sem dreginn var í gærkvöldi út úr Reykjavíkurhöfn með tíu 22 metra háa mjöltanka um borð, sem á að flytja til Vopnafjarðar, er nú staddur út af Reykjanestá í góðu sjólagi og sækist ferðin vel, að sögn skipstjórans á dráttarbátnum.

Eldur í félagsheimili

Eldur kviknaði í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum í gærkvöldi.

Óður maður brá eggvopni

Karlmaður af erlendum uppruna gistir nú fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hann var handtekinn í heimahúsi ofarlega við Hverfisgötu í gærkvöldi.

Strandaði á Pollinum

Engan sakaði þegar átta tonna skemmtibátur úr plasti strandaði á Pollinum við Akureyri í gærkvöldi, skammt frá brúnni yfir Eyjafjarðará.

Stal jeppa og ók á lögreglubíl

Fjölmennt lögreglulið af höfuðborgarsvæðinu fann um sexleytið í morgun ölvaðan ökuníðing, sem skömmu áður hafði ekið stolnum jeppa á lögreglubíl og laskað hann verulega.

Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn

Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.

Áfrýjar en stýrir ekki daglegum málum

Ríkissaksóknari stýrir ekki daglegum málum sérstaks saksóknara. Hins vegar tekur hann ákvörðun um áfrýjun. Það tekur einungis nokkrar klukkustundir á ári, að sögn Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara.

SPRON varaði ítrekað við

Bráðabirgðastjórn SPRON varaði viðskiptanefnd við 9. júní að ekki væri hægt að greiða laun starfsmanna SPRON þar sem lög tækju ekki til fyrirtækisins. Greiða átti út laun 1. júlí. Athugasemdin er til móttökustimpluð í viðskiptanefnd.

Vilmundur verður formaður

Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár og stjórnarformaður Samtaka atvinnulífsins (SA), hefur ákveðið að taka sér frí frá störfum sem formaður SA um óákveðinn tíma frá og með gærdeginum. Ástæðan er rannsókn sérstaks saksóknara á málum Sjóvár en húsleit var framkvæmd á heimili Þórs í tengslum við málið.

Jafnræðis ekki gætt með vörugjöldum

Upptaka vörugjalda á tilteknar vörur virðist handahófskennd, sem er ótækt í ljósi ákvæða stjórnarskrárinnar um jafnræði og eignarrétt, að mati Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS).

Hækkar alls ekki hjá öllum

„Vatnið er einungis að hækka hjá um eitt hundrað fyrirtækjum í Hafnarfirði sem eru með mælagjald á aukavatni, eða svokallað aukavatnsgjald,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um að kalt vatn frá Vatnsveitu Hafnarfjarðar væri að hækka um 50 prósent. Gunnar bendir á að hækkunin eigi ekki við um heimili í Hafnarfirði, sem séu um átta þúsund talsins, og ítrekar að vatnið hækki aðeins hjá eitt hundrað fyrirtækjum en ekki hjá öllum eitt þúsund fyrirtækjunum sem séu í Hafnarfirði.

Haldið sofandi og í lífshættu

Líðan mannsins sem lenti í flugslysi í síðustu viku er óbreytt. Honum er enn haldið sofandi í öndunarvél og hann er enn talinn í lífshættu. „Við tökum hænufet áfram, en líðan er óbreytt," segir Stefán Hjálmarsson, læknir hjá Landspítalanum. Flugslysið átti sér stað þegar flogið var á símalínu við Selá rétt við Vopnafjörð á fimmtudaginn í síðustu viku. Tveir menn voru í lítilli Cessnu-vél og lést annar þeirra. Sá sem lifði, og er haldið sofandi í öndunarvél, er á miðjum fimmtugsaldri.

Guttormur varð eldi að bráð

Kveikt var í útilistaverkinu Guttormi í Húsdýragarðinum í Laugardal í fyrrinótt. Listaverkið, sem var smíðað af íbúum í Laugarneshverfi og vígt í júní síðastliðnum, er nú rústir einar. Litlu munaði að eldur bærist í bíl Atlantsolíu sem lagt var nálægt Guttormi.

Ekki eytt vegna peningaskorts

Sumarbústaðaeigendur sem eiga lóðir rétt við golfvöllinn í Borgarbyggð eru margir hverjir ósáttir við refagreni í nágrenninu. Refirnir, sem eru um sjö talsins, éti rusl þeirra og mat og fuglalíf sé af skornum skammti vegna þeirra. Kvartað var til bæjar­yfirvalda í Borgarbyggð, sem ekkert gerðu í málinu vegna peningaskorts.

Allir vegir færir fyrir utan einn

Allir hálendisvegir eru færir núna nema einn, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sá lokaði er Jökulháls á Snæfellsnesi sem liggur við Snæfellsjökul.

20. aldar heimspeki ekki kennd

Stúdentar í heimspeki við Háskóla Íslands fengu tilkynningu um það í vikunni að valnámskeiðið heimspeki 20. aldar verði ekki kennt í haust. Í tilkynningunni er nemendum sagt að það sé vegna sparnaðaraðgerða ríkisvaldsins og niðurskurðar á fjárveitingum til háskólans.

Reyndi að stinga tvo en skar svo sjálfan sig

Æði rann á mann í heimahúsi við Hverfisgötu á níunda tímanum í kvöld. Íbúi á Hverfisgötu hafði samband við fréttastofu og sagðist hafa séð mann af erlendu bergi brotinn sveifla hnífi í átt að tveimur mönnum og reyna að stinga þá en án árangurs. Mun hann þá hafa hlaupið inn í húsið og skorið sjálfan sig með hnífnum.

Búið að gefa út ákæru í Papeyjarsmygli

Ákæra var gefin út í dag á hendur sex mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna Papeyjarsmyglsins svokallaða síðan í apríl. Hollendingurinn Peter Rabe, sem sigldi skútunni til Íslands, er ákærður fyrir að skipuleggja innflutninginn og fjármagna. Þáttur hinna fimm mun vera minni.

Ekki útilokað að búið verða sækja um ESB-aðild í næstu viku

Ekki er útilokað að Íslendingar verði búnir að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir lok næstu viku að mati utanríkisráðherra. Þingsályktunartillaga um aðildarumsókn fer í síðari umræðu á Alþingi á morgun en sjálfstæðismenn ætla að óbreyttu að greiða atkvæði gegn tillögunni.

Með ólíkindum að dæla peningum í kennitöluflakk

Það að ríkið skuli dæla sextán milljörðum króna inn í kennitöluflakk til að Sjóvá geti áfram haldið starfsemi á samkeppnismarkaði er með ólíkindum segir hagfræðingur. Vátryggingafélag Íslands bauðst til að aðstoða Fjármálaeftirlitið við lausn á málefnum Sjóvár.

Verð á mjólk hækkar um níu prósent

Heildsöluverð á nýmjólk hækkar um níu prósent um næstu mánaðamót, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara, sem landbúnaðaráðuneytið tilkynnti um síðdegis.

Hægt að svipta menn fálkaorðu

Hið minnsta tveir menn, sem voru áberandi í íslensku viðskiptalífi á þeim tímum sem uppgangur íslenskra fyrirtækja var sem mestur hafa hlotið hina íslensku fálkaorðu.

Þór Sigfússon er farinn í frí

Vefsíða Samtaka atvinnulífsins segir að Þór Sigfússon, formaður SA, hafi ákveðið að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins um óákveðinn tíma, frá og með 9. júlí, þar til mál skýrast varðandi stöðu hans í rannsókn sérstaks saksóknara á fjárfestingarstarfsemi Sjóvar.

Keyrt á barn við Höfðabakka

Ekið var á barn á Höfðabakka við götuna Streng rétt fyrir fjögur í dag. Barnið var flutt á slysadeild með áverka á baki.

Pramminn fer klukkan sjö

Flutningapramminn sem Héðinn hefur tekið á leigu til að flytja búnað fiskimjölsverksmiðju HB Granda til Vopnafjarðar leggur úr Reykjavíkurhöfn um klukkan sjö í dag. Norskur dráttarbátur dregur prammann til

Tólf féllu á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku

Alls féllu tólf manns á fyrsta ríkisborgaraprófinu í íslensku og fá því ekki ríkisborgararétt eins og þeir stefndu að. Alls þreyttu 206 manns prófið, sem var framkvæmt á tveggja vikna tímabili í júní.

Sjá næstu 50 fréttir