Innlent

Birti ESB ummæli þingmanna frá því fyrir kosningar

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Mörður Árnason á flokksþingi Samfylkingarinnar.
Mörður Árnason á flokksþingi Samfylkingarinnar.
„Við sem stöndum utan við þingið og fylgjumst með ætlumst til þess að menn fylgi orðum sínum og hugsi um stóru hlutina, en ekki hina smæstu, þegar þeir taka afstöðu í mikilvægum málum," segir Mörður Árnason, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu.

Mörður birtir í dag heillangan pistil á heimasíðu sinni undir heitinu Þeirra eigin orð. Pistillinn byggir nánast eingöngu á tilvitnunum í þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar um Evrópusambandið. Ef marka má tilvitnanirnar voru þingmennirnir ekki alls andsnúnir aðildarumsókn fyrir kosningar.

Í samtali við fréttastofu segir Mörður að miðað við afstöðu flokksþings Framsóknarflokksins og yfirlýsingar þingmanna flokkanna tveggja sé þetta fólk nú að gefa kjósendum sínum og sjálfum sér langt nef. Ef flokkarnir ætluðu að greiða atkvæði á annan veg í málinu en þeir gáfu til kynna fyrir kosningar væru þeir að gera at í lýðræðinu.

Hann bendir þó á að afstaða þingmannana verði ekki endanlega ljós fyrr en atkvæðagreiðslu um málið er lokið.

„Við skulum sjá til hvað gerist í afgreiðslu málsins, þetta er auðvitað ekki búið," segir Mörður.

Pistil Marðar má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×