Innlent

Skelfileg mistök í Icesave samningnum

Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður.
Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður.
Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, telur skelfileg mistök hafa verið gerð af hálfu Íslendinga við uppgjör á þrotabúi Landsbankans í Icesave samningunum við Breta og Hollendinga.

Ragnar segir að úthlutunin eigi fyrst að ganga upp í kröfur íslenska tryggingasjóðsins áður en sá breski fær nokkuð, því að skuldbinding breska sjóðsins kemur á eftir íslenska sjóðnum. Sá breski greiðir aðeins mismunarfjárhæð á 20.887 evrum, sem Ísland ábyrgist, og þeirri upphæð sem breski sjóðurinn ábyrgist. Sá breski þarf hins vegar ekkert að greiða ef fjárhæðin er lægri en 20.887 evrur.

Í frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán tryggingasjóðsins til að gera upp Icesave-skuldbindingarnar segir meðal annars: „Íslenski tryggingasjóðurinn fær framselda kröfu breska tryggingasjóðsins og hollenska seðlabankans í bú Landsbankans. Erlendu aðilarnir munu síðan sjálfir gera kröfu í búið vegna þess sem umfram er og þeir hafa fjármagnað. Í samningnum er sérstakt ákvæði sem áréttar að sjóðirnir muni njóta jafnræðis þegar kemur að úthlutun úr búi Landsbankans, þ.e. fá upp í kröfur sínar í jöfnum hlutföllum, en það er í samræmi vð þá túlkun á gjaldþrotalögunum sem almennt hefur verið uppi."

Ragnar telur að þessi útlegging sé alröng og að hún fái með engu móti staðist. Hann kannast ekki við þá lagatúlkun sem hér er haldið fram að hafi almennt tíðkast. Þvert á móti heldur hann því fram að lagaframkvæmdin hafi verið þveröfug. Um það nægir að vísa til þeirra ótalmörgu tilvika þar sem Ábyrgðasjóður launa hefur leyst til sín hluta launakrafna í þrotabú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×