Innlent

Óður maður brá eggvopni

Karlmaður af erlendum uppruna gistir nú fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hann var handtekinn í heimahúsi ofarlega við Hverfisgötu í gærkvöldi. Vitni segja að þar hafi hann reynt að stinga tvo menn með hnífi en þegar það tókst ekki hafi hann reynt að vinna sjálfum sér mein með hnífnum. Lögregla flutti hann fyrst á slysadeild, þar sem gert var að sárum hans, en síðan í fangageymslur og verður hann yfirheyrður í dag. Þar gistu fleiri í nótt eftir óvenjumikil drykkjulæti í miðborginni í gærkvöldi og fram á nótt. Ekki komu þó fleiri alvarleg mál til kasta lögreglunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×