Fleiri fréttir Vegurinn yfir Spengisand skraufþurr Vegurinn yfir Sprengisand er orðinn svo þurr að mikill rykmökkur stígur upp í kjölfar bíla sem aka þar um. Kveður svo rammt að rykinu að þar drapst á bíl í gær því loftsían að vélinni var orðin mettuð af ryki. 14.7.2009 07:08 Hlaut brunasár um borð í skipi Maður brenndist um borð í íslensku skipi djúpt út af Faxaflóa í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir honum og flutti hún hann á slysadeild Landspítalans. 14.7.2009 07:06 Kveikt í hjólabrettapalli við Árbæjarskóla Kveikt var í hjólabrettapalli við Árbæjarskóla á tíunda tímanum í gærkvöldi og logaði þar eldur þegar slökkviliðið kom á vettvang. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og nálæg mannvirki voru ekki í hættu. 14.7.2009 06:55 Birkir Jón kýs með tillögu stjórnarinnar Alþingi Þriðji þingmaður Framsóknarflokksins hefur bæst í hóp þeirra sem hyggjast greiða atkvæði með tillögu meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Birkir Jón Jónsson, varaformaður flokksins, upplýsti samflokksmenn sína um það í gær að hann hygðist fylgja fordæmi Guðmundar Steingrímssonar og Sivjar Friðleifsdóttur í þeim efnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 14.7.2009 06:00 Fékk blóðeitrun eftir leik á lóð borgarinnar Mikil slysahætta hefur myndast á stórri lóð í Norðlingaholti. Miklu byggingarusli hefur verið komið fyrir á lóðinni sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Þá stendur hálfkláruð blokk með stillönsum á svæðinu. Nokkur börn í hverfinu hafa slasast á svæðinu, meðal annars lá ungur drengur á spítala í nokkra daga með blóðeitrun eftir að hafa stigið þar á nagla. 14.7.2009 05:30 Gengur vel þrátt fyrir álag Mikið álag er á embætti ríkissaksóknara. Fjöldi ákærumála tvöfaldaðist á árunum 2005 til 2008. Þau voru 243 árið 2005 en 486 árið 2008. Fjöldi starfsmanna við embættið, fjórtán, hefur verið nánast óbreyttur síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir þetta aukna álag. 14.7.2009 05:00 Hótelkeðja hefur áhuga á Þingvöllum Fosshótel hefði mikinn áhuga á því að reisa hótel á Þingvöllum ef það stæði til boða, að sögn Þórðar B. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Fosshótela. 14.7.2009 04:30 Íslenskt nautakjöt selst betur Alls seldust 320 tonn af íslensku nautakjöti í síðasta mánuði. Það er tæpum sex prósentum meira en á sama tíma í fyrra. 14.7.2009 04:00 Menntun í loftslagsmálum Efnt verður til samkeppni um athyglisverð verkefni á sviði loftslagsmála hjá leik- og grunnskólabörnum á Norðurlöndunum í tengslum við Norræna loftslagsdaginn sem haldinn verður 10. október. 14.7.2009 03:30 Mikilvægt að kjósa Samkvæmt könnun Capacent Gallup þá skiptir það miklu máli fyrir 76,3 prósent landsmanna að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um að sækja um aðild að Evrópusambandinu, 17,4 prósentum fannst það skipta litlu máli og 5,8 prósent svöruðu hvorki né. 14.7.2009 03:00 Minnst áhrif af 2+1 vegi Skipulagsstofnun hefur gefið það út að minnst umhverfisáhrif verði vegna breikkunar Suðurlandsvegar, verði vegurinn þrjár akreinar; svokallaður 2+1 vegur. Þetta kemur fram í mati stofnunarinnar sem kom út í gær. 14.7.2009 02:30 Sjálfboðaliðar fegra Hverfisgötu Um fjörutíu manna hópur sjálfboðaliða vinnur þessa dagana að því að taka húsin við Hverfisgötu 88 í gegn, að innan sem utan. Það eru samtökin Veraldarvinir sem hafa tekið húsin, sem eru þrjú talsins, á leigu og standsetja þau nú. 14.7.2009 02:00 Nýjum banka fagnað með veisluhöldum Nýr banki hefur tekið við Kaupþingi í Lúxemborg. Bankinn mun bera nafnið Banque Havilland. Bankinn er í eigu Rowland-fjölskyldunnar sem á meðal annars fjármálafyrirtækið Blackfish Group. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hinum nýstofnaða banka. 14.7.2009 02:00 Slitastjórn greiðir launin í dag Slitastjórn SPRON er nú heimilt að borga laun starfsmanna sinna á uppsagnarfresti. Þetta var samþykkt á Alþingi í gær með öllum greiddum atkvæðum viðstaddra þingmanna. Frumvarpið, sem flutt var af viðskiptanefnd Alþingis, var afgreitt á mettíma. Var það tekið til þriggja umræðna og samþykkt á aðeins tuttugu mínútum. 14.7.2009 01:30 Hæstiréttur klofinn í kynferðisbrotamáli Hæstiréttur Íslands klofnaði varðandi farbannsúrskurð yfir bandarískum karlmanni sem er gefið að sök að hafa haft samræði við konu með blekkingum. 13.7.2009 22:00 Davíð Oddsson útilokar ekki endurkomu í stjórnmál Í viðtali í Málefnunum á Skjá Einum fyrr í kvöld var Davíð Oddsson spurðurt hvort hann hyggði á endurkomu í stjórnmál. Hann aftók ekki að hann myndi snúa aftur í stjórnmálin. 13.7.2009 21:05 Miðbaugsmaddaman áfram í farbanni Hæstiréttur Íslands staðfesti áframhaldandi farbann til 8. ágúst yfir Catalinu Mikue Ncoco sem er grunuð um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli auk þess að hafa milligöngu um vændi og fá greitt fyrir. 13.7.2009 20:39 Geymdi peninginn hjá Landsbankanum og tapaði milljónum Fyrrum Seðlabankastjórinn og forsætisráðherrann Davíð Oddsson sagði í viðtali við Málefnin á Skjá Einum nú fyrir stundu að hann hefði tapað þremur til fjórum milljónum króna á hruni bankanna. 13.7.2009 20:17 Davíð Oddsson: Seðlabankastjóri Englands sagði okkur ekki skyldug að borga Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri Íslands, sagði í viðtali í þættinum Málefnið nú fyrir stundu, að breski seðlabankastjórinn hefði sagt í miðju efnahagshruninu að þeir myndu ekki gera kröfur um að íslenska ríkið borgaði Icesave reikningana. Davíð segir að til sé upptaka af þessu samtali. 13.7.2009 20:08 Landsvirkjun gæti orðið ríkinu að falli Icesave lánið verður gjaldfellt standi ríkisfyrirtæki eins og Landsvirkjun eða Byggðastofnun ekki undir greiðslum á erlendum lánum sínum. Þetta kom fram í fréttum ríkissjónvarpsins. 13.7.2009 19:10 Saka Samfylkinguna um skoðanakúgun Hart var tekist á um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu á Alþingi í dag. Varaformaður Sjálfstæðisflokks sakar Samfylkinguna um að kúga Vinstri græna í málinu. 13.7.2009 18:35 Vistmönnum úthýst af elliheimili „Ekki veit ég hvert hún móðir mín fer. Hún er heimilislaus eins og er, ég get ekki skilið annað," segir Guðbjörg Stefánsdóttir, en móðir hennar bjó að öldrunarheimilinu á Djúpavogi. Þegar Guðbjörg sótti móður sína í sumarfrí var þeim mæðgum tjáð að hún ætti ekki afturkvæmt. Öldrunarheimilinu yrði lokað vegna fjárskorts. 13.7.2009 17:29 Lét fjórtán ára stúlku fróa sér Tuttugu og þrigga ára karlmaður var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi norðurlands eystra fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku. Hann var einnig dæmdur til greiðslu 200.000 króna í miskabætur til fórnarlambsins. 13.7.2009 15:16 Viðgerð lokið á Álftanesi Viðgerð er lokið á kaldavatnslögn á Álftanesi sem bilaði um tvöleytið í dag og hefur vatni verið hleypt aftur á, samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. 13.7.2009 16:30 Fékk að kaupa krónur sem Svíi en ekki sem Íslendingur Íslendingur skipti í dag erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur án nokkurrar fyrirhafnar þar sem hann talaði sænsku en átti í meiri vandræðum með það sem Íslendingur. Í hvert sinn sem Íslendingar kaupa gjaldeyri, þurfa þeir að framvísa flugmiða og viðskipti þeirra eru umsvifalaust skráð niður á viðkomandi einstakling með því að tengja kennitölu hans við viðskiptin. 13.7.2009 16:06 Forsætisráðherra brýndi mikilvægi ESB fyrir þingheimi „Mér heyrist að háttvirtur þingmaður beri mikla virðingu fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf þannig að við skulum vona að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að þessi stjórn sitji áfram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. 13.7.2009 16:01 Búast við mikilvægum áfanga á föstudag Enn er stefnt að því að kröfuhafar í gömlu bönkunum eignist hluti í nýju ríkisbönkunum eða eignist þá alla. Þetta sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra í upphafi þingfundar í dag. Gylfi gerir ráð fyrir að töluverður áfangi náist við endurreisn bankakerfisins í vikulok. 13.7.2009 15:24 ASÍ staðfestir stöðugleikasáttmálann Víðtæk samstaða er innan Alþýðusambands Íslands um bæði niðurstöðu samningsaðila sem og gerð stöðuleikasáttmálans milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar sem gerður var 25. júní síðastliðinn. 13.7.2009 14:39 Lokað fyrir kalda vatnið Loka þurfti fyrir kalda vatnið í Bessastaðarhreppi þegar grafið var í aðalkaldavatnsæð klukkan tuttugu mínútur í tvö í dag. Unnið er að viðgerð og mun það taka einhverja klukkutíma. 13.7.2009 14:24 Reyndi að brjótast inn vopnaður dúkahníf Maður vopnaður dúkahníf reyndi að brjótast inn hjá Terr Security öryggisþjónustunni á Hverfisgötu um klukkan sjö í morgun. Stefán Stefánsson, starfsmaður fyrirtækisins, hafði samband við fréttastofu eftir að hafa lesið frétt um ótta íbúa við innbrot á Vísi. 13.7.2009 14:22 Meiri ótti við innbrot en áður Ríflega helmingur íbúa, eða um 56%, telur innbrot vera mesta vandamálið í sínu hverfi, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallp gerði fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. 13.7.2009 13:32 Segir ríkisborgaraprófin mismuna á margan hátt „Þegar ráðuneyti segir að prófin eigi að vera hjálpartæki fyrir innflytjendur til að aðlaga sig en ekki sía, þá fellur það náttúrulega um sjálft sig," segir Ingibjörg Hafstað, yfirmaður íslenskukennslu í Alþjóðahúsinu. Hún er afar óánægð með ríkisborgaraprófin í íslensku sem lögð voru fyrir í fyrsta sinn í júní og ætlar að fá þá sem féllu til að kæra prófin. 13.7.2009 13:18 Óttast var um menn á Þingvallavatni Lögreglunni á Selfossi barst aðstoðarbeiðni rétt fyrir klukkan sex á laugardag vegna tveggja manna sem höfðu farið á bát út á Þingvallavatn frá landi Miðfells um hádegið. 13.7.2009 12:49 Lítið barn féll tvo metra Barn á öðru ári féll tvo metra af svefnlofti niður á gólf í sumarbústað í landi Úthlíðar í Biskupstungum í morgun. Barnið var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala til skoðunar. Barnið mun hafa hlotið höfuðhögg en meiðslin eru ekki talin alvarleg. 13.7.2009 12:45 Um 6% söluaukning á nautakjöti í júní Alls seldust 320 tonn af nautakjöti í nýliðnum júnímánuði, sem er 5,9% aukning miðað við júní í fyrra. Undanfarna 12 mánuði hafa selst 3.640 tonn af nautakjöti og er það 2,1% samdráttur frá árinu á undan, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Landssambands kúabænda. Innflutningur á nautakjöti hefur dregist verulega saman að undanförnu. Fyrstu 5 mánuði þessa árs hafa verið flutt inn 49 tonn af nautakjöti, á móti 197 tonnum á sama tímabili í fyrra. 13.7.2009 12:31 Stíft fundað um Icesave Stíft var fundað um Icesave málið á Alþingi í morgun. Haldin var sameiginlegur fundur í efnhags- og skattanefnd og fjárlaganefnd klukkan hálf níu en um klukkan hálf ellefu kom utanríkismálanefnd saman. 13.7.2009 12:10 Nærri fjórðungur atvinnulausra á aldrinum 16-24 Rúmlega 3500 manns á aldrinum 16-24 ára eru skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Það er um 23% prósent af heildarfjölda atvinnulausra samkvæmt nýjustu tölum frá því í lok júní. Námsmenn sem unnið hafa að minnsta kosti þrjá mánuði í fyrra eiga rétt á 25% atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysi mælist nú 8,1% en rúmlega fimmtán þúsund og fimm hundruð manns eru á atvinnleysisskrá. 13.7.2009 12:06 Bólusetningarlyf gegn H1N1 munu kosta allt að 400 milljónum Áætlað er að kostnaður við kaup á bólusetningarlyfjum gegn svínaflensu verði á bilinu 300 - 400 milljónir að sögn sóttvarnarlæknis. Keyptir verða um þrjú hundruð skammtar en búist er við að bólusetja þurfi hvern einstakling tvisvar. 13.7.2009 12:01 Á batavegi eftir flugslys Karlmaðurinn sem komst lífs af þegar Cessna flugvél brotlenti í Vopnafirði 2. júlí síðastliðinn er á batavegi og var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi, að sögn vakthafandi læknis þar. Flugvélin sem brotlenti var af gerðinni Cessna 180 og var fjögurra sæta einkaflugvél. Annar karlmaður, sem var um borð í vélinni lést í slysinu. 13.7.2009 11:43 Bjarni svarar Össuri fullum hálsi „Það er skýlaus stefna utanríkisráðherra að hafa þarna hús sem ekki verður opið almenningi. Ég mun berjast á móti henni," segir Bjarni Harðarson, fyrrum þingmaður Framsóknar í samtali við fréttastofu. Hann og Össur Skarphéðinsson hafa munnhöggvist á opinberum vetvangi eftir að Valhöll á þingvöllum brann, en þeir eru á öndverðum meiði um framtíð Valhallarreitsins. 13.7.2009 11:19 Útvarpsgjaldið innheimt með nýjum hætti í næsta mánuði Um næstu mánaðamót munu allir skattskyldir einstaklingar fá sendan innheimtuseðil vegna útvarpsgjaldsins í fyrsta skipti, samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið sem samþykkt voru árið 2007, en áður höfðu eigendur sjónvarpstækja og útvarpstækja greidd af hendi útvarpsgjöldin. 13.7.2009 11:19 Áfram tekist á um ESB í dag Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verður áfram til umræðu í þinginu í dag á þingfundi sem hefst klukkan 15. Þá er ályktunartillaga stjórnarandstöðunnar um undirbúning mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu jafnframt á dagskrá. 13.7.2009 09:29 Tankarnir komnir til Vopnafjarðar Norski flutningapramminn, sem flutti tíu mjölgeyma HB Granda úr Örfirisey í Reykjavík, kom til nýrrar heimahafnar geymanna í Vopnafirði í gærkvöldi. 13.7.2009 07:11 Strandveiðibátar í erfiðleikum Tveir litlir strandveiðibátar lentu í erfiðleikum suður af landinu í gær. Stýrið datt af öðrum þegar hann var á Eldeyjarbanka og sótti björgunarbátur frá Grindavík hann og dró til hafnar. 13.7.2009 07:08 Ók á staur á Akureyri Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Fiskitanga við höfnina á Akureyri í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn lenti á ljósastaur og braut hann niður. 13.7.2009 07:07 Sjá næstu 50 fréttir
Vegurinn yfir Spengisand skraufþurr Vegurinn yfir Sprengisand er orðinn svo þurr að mikill rykmökkur stígur upp í kjölfar bíla sem aka þar um. Kveður svo rammt að rykinu að þar drapst á bíl í gær því loftsían að vélinni var orðin mettuð af ryki. 14.7.2009 07:08
Hlaut brunasár um borð í skipi Maður brenndist um borð í íslensku skipi djúpt út af Faxaflóa í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir honum og flutti hún hann á slysadeild Landspítalans. 14.7.2009 07:06
Kveikt í hjólabrettapalli við Árbæjarskóla Kveikt var í hjólabrettapalli við Árbæjarskóla á tíunda tímanum í gærkvöldi og logaði þar eldur þegar slökkviliðið kom á vettvang. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og nálæg mannvirki voru ekki í hættu. 14.7.2009 06:55
Birkir Jón kýs með tillögu stjórnarinnar Alþingi Þriðji þingmaður Framsóknarflokksins hefur bæst í hóp þeirra sem hyggjast greiða atkvæði með tillögu meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Birkir Jón Jónsson, varaformaður flokksins, upplýsti samflokksmenn sína um það í gær að hann hygðist fylgja fordæmi Guðmundar Steingrímssonar og Sivjar Friðleifsdóttur í þeim efnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 14.7.2009 06:00
Fékk blóðeitrun eftir leik á lóð borgarinnar Mikil slysahætta hefur myndast á stórri lóð í Norðlingaholti. Miklu byggingarusli hefur verið komið fyrir á lóðinni sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Þá stendur hálfkláruð blokk með stillönsum á svæðinu. Nokkur börn í hverfinu hafa slasast á svæðinu, meðal annars lá ungur drengur á spítala í nokkra daga með blóðeitrun eftir að hafa stigið þar á nagla. 14.7.2009 05:30
Gengur vel þrátt fyrir álag Mikið álag er á embætti ríkissaksóknara. Fjöldi ákærumála tvöfaldaðist á árunum 2005 til 2008. Þau voru 243 árið 2005 en 486 árið 2008. Fjöldi starfsmanna við embættið, fjórtán, hefur verið nánast óbreyttur síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir þetta aukna álag. 14.7.2009 05:00
Hótelkeðja hefur áhuga á Þingvöllum Fosshótel hefði mikinn áhuga á því að reisa hótel á Þingvöllum ef það stæði til boða, að sögn Þórðar B. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Fosshótela. 14.7.2009 04:30
Íslenskt nautakjöt selst betur Alls seldust 320 tonn af íslensku nautakjöti í síðasta mánuði. Það er tæpum sex prósentum meira en á sama tíma í fyrra. 14.7.2009 04:00
Menntun í loftslagsmálum Efnt verður til samkeppni um athyglisverð verkefni á sviði loftslagsmála hjá leik- og grunnskólabörnum á Norðurlöndunum í tengslum við Norræna loftslagsdaginn sem haldinn verður 10. október. 14.7.2009 03:30
Mikilvægt að kjósa Samkvæmt könnun Capacent Gallup þá skiptir það miklu máli fyrir 76,3 prósent landsmanna að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um að sækja um aðild að Evrópusambandinu, 17,4 prósentum fannst það skipta litlu máli og 5,8 prósent svöruðu hvorki né. 14.7.2009 03:00
Minnst áhrif af 2+1 vegi Skipulagsstofnun hefur gefið það út að minnst umhverfisáhrif verði vegna breikkunar Suðurlandsvegar, verði vegurinn þrjár akreinar; svokallaður 2+1 vegur. Þetta kemur fram í mati stofnunarinnar sem kom út í gær. 14.7.2009 02:30
Sjálfboðaliðar fegra Hverfisgötu Um fjörutíu manna hópur sjálfboðaliða vinnur þessa dagana að því að taka húsin við Hverfisgötu 88 í gegn, að innan sem utan. Það eru samtökin Veraldarvinir sem hafa tekið húsin, sem eru þrjú talsins, á leigu og standsetja þau nú. 14.7.2009 02:00
Nýjum banka fagnað með veisluhöldum Nýr banki hefur tekið við Kaupþingi í Lúxemborg. Bankinn mun bera nafnið Banque Havilland. Bankinn er í eigu Rowland-fjölskyldunnar sem á meðal annars fjármálafyrirtækið Blackfish Group. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hinum nýstofnaða banka. 14.7.2009 02:00
Slitastjórn greiðir launin í dag Slitastjórn SPRON er nú heimilt að borga laun starfsmanna sinna á uppsagnarfresti. Þetta var samþykkt á Alþingi í gær með öllum greiddum atkvæðum viðstaddra þingmanna. Frumvarpið, sem flutt var af viðskiptanefnd Alþingis, var afgreitt á mettíma. Var það tekið til þriggja umræðna og samþykkt á aðeins tuttugu mínútum. 14.7.2009 01:30
Hæstiréttur klofinn í kynferðisbrotamáli Hæstiréttur Íslands klofnaði varðandi farbannsúrskurð yfir bandarískum karlmanni sem er gefið að sök að hafa haft samræði við konu með blekkingum. 13.7.2009 22:00
Davíð Oddsson útilokar ekki endurkomu í stjórnmál Í viðtali í Málefnunum á Skjá Einum fyrr í kvöld var Davíð Oddsson spurðurt hvort hann hyggði á endurkomu í stjórnmál. Hann aftók ekki að hann myndi snúa aftur í stjórnmálin. 13.7.2009 21:05
Miðbaugsmaddaman áfram í farbanni Hæstiréttur Íslands staðfesti áframhaldandi farbann til 8. ágúst yfir Catalinu Mikue Ncoco sem er grunuð um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli auk þess að hafa milligöngu um vændi og fá greitt fyrir. 13.7.2009 20:39
Geymdi peninginn hjá Landsbankanum og tapaði milljónum Fyrrum Seðlabankastjórinn og forsætisráðherrann Davíð Oddsson sagði í viðtali við Málefnin á Skjá Einum nú fyrir stundu að hann hefði tapað þremur til fjórum milljónum króna á hruni bankanna. 13.7.2009 20:17
Davíð Oddsson: Seðlabankastjóri Englands sagði okkur ekki skyldug að borga Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri Íslands, sagði í viðtali í þættinum Málefnið nú fyrir stundu, að breski seðlabankastjórinn hefði sagt í miðju efnahagshruninu að þeir myndu ekki gera kröfur um að íslenska ríkið borgaði Icesave reikningana. Davíð segir að til sé upptaka af þessu samtali. 13.7.2009 20:08
Landsvirkjun gæti orðið ríkinu að falli Icesave lánið verður gjaldfellt standi ríkisfyrirtæki eins og Landsvirkjun eða Byggðastofnun ekki undir greiðslum á erlendum lánum sínum. Þetta kom fram í fréttum ríkissjónvarpsins. 13.7.2009 19:10
Saka Samfylkinguna um skoðanakúgun Hart var tekist á um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu á Alþingi í dag. Varaformaður Sjálfstæðisflokks sakar Samfylkinguna um að kúga Vinstri græna í málinu. 13.7.2009 18:35
Vistmönnum úthýst af elliheimili „Ekki veit ég hvert hún móðir mín fer. Hún er heimilislaus eins og er, ég get ekki skilið annað," segir Guðbjörg Stefánsdóttir, en móðir hennar bjó að öldrunarheimilinu á Djúpavogi. Þegar Guðbjörg sótti móður sína í sumarfrí var þeim mæðgum tjáð að hún ætti ekki afturkvæmt. Öldrunarheimilinu yrði lokað vegna fjárskorts. 13.7.2009 17:29
Lét fjórtán ára stúlku fróa sér Tuttugu og þrigga ára karlmaður var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi norðurlands eystra fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku. Hann var einnig dæmdur til greiðslu 200.000 króna í miskabætur til fórnarlambsins. 13.7.2009 15:16
Viðgerð lokið á Álftanesi Viðgerð er lokið á kaldavatnslögn á Álftanesi sem bilaði um tvöleytið í dag og hefur vatni verið hleypt aftur á, samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. 13.7.2009 16:30
Fékk að kaupa krónur sem Svíi en ekki sem Íslendingur Íslendingur skipti í dag erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur án nokkurrar fyrirhafnar þar sem hann talaði sænsku en átti í meiri vandræðum með það sem Íslendingur. Í hvert sinn sem Íslendingar kaupa gjaldeyri, þurfa þeir að framvísa flugmiða og viðskipti þeirra eru umsvifalaust skráð niður á viðkomandi einstakling með því að tengja kennitölu hans við viðskiptin. 13.7.2009 16:06
Forsætisráðherra brýndi mikilvægi ESB fyrir þingheimi „Mér heyrist að háttvirtur þingmaður beri mikla virðingu fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf þannig að við skulum vona að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að þessi stjórn sitji áfram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. 13.7.2009 16:01
Búast við mikilvægum áfanga á föstudag Enn er stefnt að því að kröfuhafar í gömlu bönkunum eignist hluti í nýju ríkisbönkunum eða eignist þá alla. Þetta sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra í upphafi þingfundar í dag. Gylfi gerir ráð fyrir að töluverður áfangi náist við endurreisn bankakerfisins í vikulok. 13.7.2009 15:24
ASÍ staðfestir stöðugleikasáttmálann Víðtæk samstaða er innan Alþýðusambands Íslands um bæði niðurstöðu samningsaðila sem og gerð stöðuleikasáttmálans milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar sem gerður var 25. júní síðastliðinn. 13.7.2009 14:39
Lokað fyrir kalda vatnið Loka þurfti fyrir kalda vatnið í Bessastaðarhreppi þegar grafið var í aðalkaldavatnsæð klukkan tuttugu mínútur í tvö í dag. Unnið er að viðgerð og mun það taka einhverja klukkutíma. 13.7.2009 14:24
Reyndi að brjótast inn vopnaður dúkahníf Maður vopnaður dúkahníf reyndi að brjótast inn hjá Terr Security öryggisþjónustunni á Hverfisgötu um klukkan sjö í morgun. Stefán Stefánsson, starfsmaður fyrirtækisins, hafði samband við fréttastofu eftir að hafa lesið frétt um ótta íbúa við innbrot á Vísi. 13.7.2009 14:22
Meiri ótti við innbrot en áður Ríflega helmingur íbúa, eða um 56%, telur innbrot vera mesta vandamálið í sínu hverfi, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallp gerði fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. 13.7.2009 13:32
Segir ríkisborgaraprófin mismuna á margan hátt „Þegar ráðuneyti segir að prófin eigi að vera hjálpartæki fyrir innflytjendur til að aðlaga sig en ekki sía, þá fellur það náttúrulega um sjálft sig," segir Ingibjörg Hafstað, yfirmaður íslenskukennslu í Alþjóðahúsinu. Hún er afar óánægð með ríkisborgaraprófin í íslensku sem lögð voru fyrir í fyrsta sinn í júní og ætlar að fá þá sem féllu til að kæra prófin. 13.7.2009 13:18
Óttast var um menn á Þingvallavatni Lögreglunni á Selfossi barst aðstoðarbeiðni rétt fyrir klukkan sex á laugardag vegna tveggja manna sem höfðu farið á bát út á Þingvallavatn frá landi Miðfells um hádegið. 13.7.2009 12:49
Lítið barn féll tvo metra Barn á öðru ári féll tvo metra af svefnlofti niður á gólf í sumarbústað í landi Úthlíðar í Biskupstungum í morgun. Barnið var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala til skoðunar. Barnið mun hafa hlotið höfuðhögg en meiðslin eru ekki talin alvarleg. 13.7.2009 12:45
Um 6% söluaukning á nautakjöti í júní Alls seldust 320 tonn af nautakjöti í nýliðnum júnímánuði, sem er 5,9% aukning miðað við júní í fyrra. Undanfarna 12 mánuði hafa selst 3.640 tonn af nautakjöti og er það 2,1% samdráttur frá árinu á undan, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Landssambands kúabænda. Innflutningur á nautakjöti hefur dregist verulega saman að undanförnu. Fyrstu 5 mánuði þessa árs hafa verið flutt inn 49 tonn af nautakjöti, á móti 197 tonnum á sama tímabili í fyrra. 13.7.2009 12:31
Stíft fundað um Icesave Stíft var fundað um Icesave málið á Alþingi í morgun. Haldin var sameiginlegur fundur í efnhags- og skattanefnd og fjárlaganefnd klukkan hálf níu en um klukkan hálf ellefu kom utanríkismálanefnd saman. 13.7.2009 12:10
Nærri fjórðungur atvinnulausra á aldrinum 16-24 Rúmlega 3500 manns á aldrinum 16-24 ára eru skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Það er um 23% prósent af heildarfjölda atvinnulausra samkvæmt nýjustu tölum frá því í lok júní. Námsmenn sem unnið hafa að minnsta kosti þrjá mánuði í fyrra eiga rétt á 25% atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysi mælist nú 8,1% en rúmlega fimmtán þúsund og fimm hundruð manns eru á atvinnleysisskrá. 13.7.2009 12:06
Bólusetningarlyf gegn H1N1 munu kosta allt að 400 milljónum Áætlað er að kostnaður við kaup á bólusetningarlyfjum gegn svínaflensu verði á bilinu 300 - 400 milljónir að sögn sóttvarnarlæknis. Keyptir verða um þrjú hundruð skammtar en búist er við að bólusetja þurfi hvern einstakling tvisvar. 13.7.2009 12:01
Á batavegi eftir flugslys Karlmaðurinn sem komst lífs af þegar Cessna flugvél brotlenti í Vopnafirði 2. júlí síðastliðinn er á batavegi og var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi, að sögn vakthafandi læknis þar. Flugvélin sem brotlenti var af gerðinni Cessna 180 og var fjögurra sæta einkaflugvél. Annar karlmaður, sem var um borð í vélinni lést í slysinu. 13.7.2009 11:43
Bjarni svarar Össuri fullum hálsi „Það er skýlaus stefna utanríkisráðherra að hafa þarna hús sem ekki verður opið almenningi. Ég mun berjast á móti henni," segir Bjarni Harðarson, fyrrum þingmaður Framsóknar í samtali við fréttastofu. Hann og Össur Skarphéðinsson hafa munnhöggvist á opinberum vetvangi eftir að Valhöll á þingvöllum brann, en þeir eru á öndverðum meiði um framtíð Valhallarreitsins. 13.7.2009 11:19
Útvarpsgjaldið innheimt með nýjum hætti í næsta mánuði Um næstu mánaðamót munu allir skattskyldir einstaklingar fá sendan innheimtuseðil vegna útvarpsgjaldsins í fyrsta skipti, samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið sem samþykkt voru árið 2007, en áður höfðu eigendur sjónvarpstækja og útvarpstækja greidd af hendi útvarpsgjöldin. 13.7.2009 11:19
Áfram tekist á um ESB í dag Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verður áfram til umræðu í þinginu í dag á þingfundi sem hefst klukkan 15. Þá er ályktunartillaga stjórnarandstöðunnar um undirbúning mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu jafnframt á dagskrá. 13.7.2009 09:29
Tankarnir komnir til Vopnafjarðar Norski flutningapramminn, sem flutti tíu mjölgeyma HB Granda úr Örfirisey í Reykjavík, kom til nýrrar heimahafnar geymanna í Vopnafirði í gærkvöldi. 13.7.2009 07:11
Strandveiðibátar í erfiðleikum Tveir litlir strandveiðibátar lentu í erfiðleikum suður af landinu í gær. Stýrið datt af öðrum þegar hann var á Eldeyjarbanka og sótti björgunarbátur frá Grindavík hann og dró til hafnar. 13.7.2009 07:08
Ók á staur á Akureyri Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Fiskitanga við höfnina á Akureyri í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn lenti á ljósastaur og braut hann niður. 13.7.2009 07:07