Innlent

Íslenskt nautakjöt selst betur

Alls seldust 320 tonn af íslensku nautakjöti í síðasta mánuði. Það er tæpum sex prósentum meira en á sama tíma í fyrra.

Síðastliðna tólf mánuði hefur sala á nautakjöti þó minnkað og var 3.640 tonn og dróst því saman um rúm tvö prósent.

Þá hefur innflutningur á nautakjöti dregist saman undanfarna mánuði. Fyrstu fimm mánuði ársins voru flutt inn 49 tonn af nautakjöti, miðað við 197 tonn á sama tímabili í fyrra. - þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×