Innlent

Hlaut brunasár um borð í skipi

Maður brenndist um borð í íslensku skipi djúpt út af Faxaflóa í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir honum og flutti hún hann á slysadeild Landspítalans. Hann reyndist ekki eins alvarlega brenndur og óttast var. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn brenndist, en eldur hafði ekki kviknað um borð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×