Innlent

Mikilvægt að kjósa

Samkvæmt könnun Capacent Gallup þá skiptir það miklu máli fyrir 76,3 prósent landsmanna að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um að sækja um aðild að Evrópusambandinu, 17,4 prósentum fannst það skipta litlu máli og 5,8 prósent svöruðu hvorki né.

Konur voru hlynntari kosningu en 75,6 prósentum kvenna fannst það skipta miklu máli en 57,3 prósentum karla. Könnunin var unnin fyrir Heimssýn, félag sjálfstæðissinna í Evrópumálum.

Spurt var: Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?

-bþa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×