Fleiri fréttir

Lögreglumenn þreyttir á breytingum

Lögreglumenn á höfuð­borgarsvæðinu hafa blásið til almenns félagsfundar síðdegis í dag til að ræða ástandið í lögreglumálum í borginni. Lögreglumenn eru ósáttir við nýlegar og væntanlegar breytingar á skipulagi lögreglunnar.

Englendingar hlæja að íslenskri Brown-útstillingu

„Ég hef ekki orðið var við að nokkur hafi móðgast vegna þessa bols, enda grunar mig nú að Gordon Brown sé ekkert mikið vinsælli úti í heimi en hér á landi,“ segir Benjamin Mark Stacey, afgreiðslumaður verslunarinnar Dogma á Laugaveginum sem sérhæfir sig í stuttermabolum í öllum litum, stærðum og gerðum.

Aðalmeðferð skútusmygls er yfirstaðin

Aðalmeðferð í stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sex eru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu staðið að innflutningi á rúmum hundrað kílóum af amfetamíni, kannabisefnum og e-töflum, sem flutt voru til landsins um borð í skútu.

Gengið yfir hálendið á þrjátíu dögum

„Svona ferðalag tekur gríðarlega mikið á og ég er ekki frá því að ég hafi lést um fimm eða sex kíló á þessum þrjátíu dögum. En það er algjörlega þess virði. Reynslan er ótrúleg og það eru forréttindi að fá borgað fyrir að starfa við þetta,“ segir Róbert Þór Haraldsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Róbert kom til byggða á mánudag ásamt sjö erlendum ferðamönnum eftir þrjátíu daga langt ferðalag um hálendi Íslands.

Saving Iceland senda iðnaðarráðherra harðort bréf

Aðgerðahópurinn Saving Iceland hefur nú sent iðnaðarráðherra harðort opið bréf. Þar gagnrýna þau meðal annars viðbrögð Katrínar Júlíusdóttur ráðherra við því þegar samtökin lokuðu ráðuneyti hennar „[...] vegna náttúruspjalla."

Hjálparstofnanir lokaðar yfir sumartímann þrátt fyrir neyð

Það eru engin úrræði fyrir þá sem þurfa á mataraðstoð að halda á meðan lokað er vegna sumarfría hjá góðgerðarsamtökum. Fólk verður bara að bíða til tólfta ágúst, segir formaður Fjölskylduhjálpar. Um sextíu prósent fleiri hafa leitað sér aðstoðar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Íslenskir sólbekkjanotendur óhræddir við krabbamein

Það leikur enginn vafi á því að ljósabekkir valda krabbameini, þetta staðfestir ný könnun Alþjóðakrabbameinsstofnunarinnar. Íslendingar halda þó stíft áfram að stunda bekkina og er brjálað að gera, segir sólbaðsstofustarfsmaður.

Handhafar erlendra greiðslukorta skotið miklu undan

Rökstuddur grunur leikur á að nær allir þeir þrjátíu einstaklingar sem hafa verið til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna notkunar á erlendum greiðslukortum hafi komið verulegum upphæðum undan skattayfirvöldum.

Andlegt áfall: Átta ára stúlka enn að jafna sig

„Þetta er auðvitað andlegt áfall, maður upplifir það eins og maður sé að kafna," segir Herdís Storgaard hjá Forvarnahúsi Sjóvár, um átta ára stúlku sem var hætt komin þegar reiðhjólahjálmur hennar festist í klifurgrind í gær.

Segir trúnaðarsamning endurspegla nauð samningagerðarinnar

„Ég held að bæði í þessum uppgjörssamningi og almennt séu gríðarlega mörg atriði þar sem hallar á Íslendinga," segir Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokks, um uppgjörssamning Íslendinga og Breta vegna Icesave samningsins.

Mun hafa samband við Brown ef og þegar það verður heppilegt

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að það sjálfsögðu komi það til greina að hún eigi milliliðalaus samskipti við Gordon Brown forsætisráðherra Breta ef og þegar hún telji það heppilegt og til þess fallið að skila árangri. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu við fyrirspurn Vísis.

Heimasíða RSK hrundi

Heimasíða Ríkisskattstjóra, rsk.is, hrundi nú síðdegis vegna álags. Fyrir þá sem vilja er boðið upp á rafræna álagningaseðla en hægt var að nálgast þá klukkan fjögur í dag. Síðan réði ekki við þann mikla fjölda sem fór þangað inn og féll niður.

Aukið eftirlit lögreglu um verslunarmannahelgina

Lögregluembætti landsins eiga góða samvinnu um skipulagningu og framkvæmd löggæslu um komandi verslunarmannahelgi og hafa jafnframt gott samstarf við embætti Tollstjóra, Landhelgisgæsluna, Vegagerðina og Fangelsismálastofnun.

Átta ára stúlka hengdi sig næstum á reiðhjólahjálmi

Átta ára stúlka var hætt komin við Engidalsskóla síðdegis í gær þegar reiðhjólahjálmur hennar festist í klifurgrind. Stúlkan sem var að klifra í klifurgrindinni, smeygði sér niður á milli rimla en við það festist hjálmurinn sem var of stór fyrir bilið.

Karl stefnir Stöð 2 og Vísi

Karl Wernersson hefur ákveðið að stefna fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og fá ummæli sem höfð voru um hann dæmd dauð og ómerk. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Karli sem hann sendi í dag.

Fíkniefnasalar handteknir

Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í Breiðholti eftir hádegi í gær samkvæmt lögreglunni.

Upptaka til af fjárkúgun gegn Jóni Ásgeiri

Jón Ásgeir Jóhannesson, segir í viðtali við Vísi að nokkru áður en Morgunblaðið fékk póst um svokallað „game plan" franska skíðaskálans sem Morgunblaðið sagði frá í morgun þá hafi íslenskur lögfræðingur reynt að kúga hann til þess að borga þrjár milljónir fyrir gagnið.

Mávum fjölgar við Tjörnina

Mávi hefur nú fjölgað aftur við Tjörnina í Reykjavík, sennilega vegna þess að fæða hans í sjó hefur brugðist. Mávar leita fæðis í borginni og því er mikilvægt að draga úr óbeinum matargjöfum bæði með

Suðurlandið hefur enn vinninginn

„Það má segja að meginlínurnar hafi ekki breyst frá því í gær nema þó þannig að líkur á skúrum syðra hafa aukist, einkum á laugardeginum, þá er minni úrkomu að sjá norðanlands en verið hefur og raunar verður að líkindum léttskýjað á Neistaflugi á Neskaupsstað á laugardeginum en þar má hins vegar búast við vætu á sunnudeginum“

Slökkviliðið fékk tvö útköll í Kópavogi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Hlíðasmára 12 á ellefta tímanum í morgun. Þar hafði eldvarnarkerfi farið í gang vegna viðgerða. Þegar slökkviliðsmenn komu að húsinu sannreyndu þeir að enginn eldur væri í því. Þá fóru sömu slökkviliðsmenn skömmu seinna í íbúð í Galtalind þar sem pottur hafði gleymst á eldavél. Var íbúðin reykræst, en enginn eldur kom upp í því tilfelli heldur.

Sakar drukkinn blaðamann um hótanir

Auðmaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson sakar ónefndan blaðamann Morgunblaðsins um að hafa hringt í hann kófdrukkinn og reynt að kúga fé út úr sér gegn því að tölvupóstur sem Morgunblaðið birtir í dag yrði ekki birtur.

Hjólaþjófur skilar hjóli

„Þjófurinn hringdi í mig klukkan 02:30 eftir að hafa séð þetta og ætlar að skila hjólinu,“ segir eigandi verðmæts Trek reiðhjóls sem var stolið síðdegis fyrir utan Borgartún 23.

Mávar herja á uppsveitir

Mikið hefur sést af mávum, aðallega sílamávi, upp um allar uppsveitir í Árnes- og Rangárvallasýslum, en heimkynni þessara fugla eru fremur við sjávarsíðuna.

Fólk streymir til Eyja

Hundrað og fimmtíu manns komu með næturferð Herjólfs til Eyja undir morgun, allir á leið á þjóðhátíð, en þar stefnir jafnvel í metfjölda. Ekkert athugavert fannst í fórum farþeganna en lögregla hefur hert fíkniefnaeftirlit eins og jafnan í aðdraganda þjóðhátíðar.

Sögðust báðir hafa ekið bifreið á lyfjum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt afskipti af tveimur mönnum, sem voru í bíl, og hafði honum greinilega verið ekið skömmu fyrr. Þeir voru báðir undir áhrifum fíkniefna, sem telst vart lengur til tíðinda, en það telst hins vegar til tíðinda að báðir sögðust hafa ekið bílnum og stóðu fast á framburði sínum.

Dregið úr frumkvæðisvinnu lögreglu

Skortur á umferðareftirliti lögreglu getur haft slæm áhrif á íslenska umferðarmenningu, segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Hann segir skiljanlegt að frumkvæðisvinna lögreglu verði útundan í erfiðu árferði, en sú breyting verði að ganga til baka sem fyrst.

Gæslan í loftrýmiseftirlitið

„Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Varnarmálastofnun niður í núverandi mynd og gert er ráð fyrir því að sú ákvörðun komi til fullnustu á næsta ári,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði í Fréttablaðinu í gær að stofnunin ætti að hætta um áramót og hann vildi leggja loftrýmisgæsluna niður.

Lán frá AGS dregst líklega til loka ágúst

Líklegast er að fyrirgreiðsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) frestist fram til loka ágúst. Taka á málefni Íslands fyrir hjá AGS næsta mánudag, 3. ágúst. Stjórnarliðar segja ástæðu frestunarinnar vera að ekki hafi náðst að klára Icesave-málið, sem ekki verður rætt fyrr en í fyrsta lagi 4. ágúst. Aðrar heimildir Fréttablaðsins herma að ástæðan sé líklega sú að ekki sé búið að ljúka endurfjármögnun bankanna, sem ljúka átti í febrúar. Eftir fund AGS 3. ágúst fer sjóðurinn í hlé til ágústloka.

Steingrímur: Orð Jóns koma ekki á óvart

„Það kemur mér ekkert á óvart að það sé sjónarmið hans að það sé ekki brýnt mál að fara í þessar viðræður,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG eftir ríkisstjórnarfund í gær, um ummæli Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að fresta skuli aðildarviðræðum að ESB.

Framkvæmdir enn á dagskrá í haust

„Við áttum ekki von á öðru en að þessi skýrsla yrði neikvæð,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, um skýrslu Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðrar stækkunar Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, sem Fréttablaðið greindi frá á mánudag.

Bæjarstjórinn á Álftanesi er umboðslaus

Málin hafa orðið enn snúnari á Álftanesi eftir að Margrét Jónsdóttir, bæjarstjóri Á-lista, sagði sig úr Á-listanum í gær þar sem hún taldi forsendur fyrir áframhaldandi samstarfi brostnar. Hafi hún lengi deilt á vinnubrögð Sigurðar Magnússonar, bæjarstjóra fyrir Á-lista.

Safnaði 1,3 milljónum í hlaupi

Gunnlaugur Júlíusson hlaupari safnaði rúmlega 1,3 milljónum til styrktar Grensásdeild á hlaupi sínu frá Reykjavík til Akureyrar á dögunum. Hann afhenti féð í gær og voru það Hollvinasamtök Grensásdeildar og Edda Heiðrún Backman leikkona sem tóku á móti fénu.

Helmingi fleiri þiggja aðstoð frá Reykjavíkurborg

Fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjavíkurborg hefur aukist um rúmlega 50 prósent fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Rúmlega 1.800 manns njóta nú aðstoðar borgarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir