Innlent

Fólk streymir til Eyja

Herjólfur.
Herjólfur. MYND/Gunnar V. Andrésson

Hundrað og fimmtíu manns komu með næturferð Herjólfs til Eyja undir morgun, allir á leið á þjóðhátíð, en þar stefnir jafnvel í metfjölda. Ekkert athugavert fannst í fórum farþeganna en lögregla hefur hert fíkniefnaeftirlit eins og jafnan í aðdraganda þjóðhátíðar. Skipið fer þrjár ferðir á sólarhring fram að hátíðinni og ferðafjöldinn verður álíka þegar flytja þarf hátíðargesti heim aftur. Það stefnir líka í metfjölda á unglingalandsmoti UMFÍ, sem haldið verður á Sauðárkróki um helgina. 1500 keppendur eru skráðir og má áætla að gestafjöldinn verði að minnsta kosti tíu þúsund manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×