Lán frá AGS dregst líklega til loka ágúst 29. júlí 2009 06:00 Heildarlánveiting AGS til Íslands nemur 2,1 milljarðs dollara. Í nóvember voru greiddar 827 milljónir dala og átti afgangurinn að greiðast í átta jöfnum greiðslum. Mynd/Vilhelm Líklegast er að fyrirgreiðsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) frestist fram til loka ágúst. Taka á málefni Íslands fyrir hjá AGS næsta mánudag, 3. ágúst. Stjórnarliðar segja ástæðu frestunarinnar vera að ekki hafi náðst að klára Icesave-málið, sem ekki verður rætt fyrr en í fyrsta lagi 4. ágúst. Aðrar heimildir Fréttablaðsins herma að ástæðan sé líklega sú að ekki sé búið að ljúka endurfjármögnun bankanna, sem ljúka átti í febrúar. Eftir fund AGS 3. ágúst fer sjóðurinn í hlé til ágústloka. En setur AGS það skilyrði að Icesave-málinu verði lokið? „Það liggur í loftinu að Icesave er aðalhindrunin í veginum og þá verða menn bara að horfast í augu við það," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Samkomulag náðist milli Íslands og AGS í nóvember um 2,1 milljarðs dollara lán til Íslands, sem er um 265 milljarðar króna. Fyrsti hluti lánsins var greiddur út í nóvember og átti afgangurinn að greiðast í átta afborgunum á þriggja mánaða fresti. Engar greiðslur hafa borist frá því í nóvember en fyrirgreiðslur, sem og endurskoðun áætlunar AGS og Íslands, áttu að vera í febrúar og maí en hefur verið frestað tvisvar. „Eins og stendur þá vonum við enn að fyrirgreiðslan geti átt sér stað. Eitt er hins vegar víst að allt er klárt af hálfu íslenskra stjórnvalda og það höfum við fengið staðfest hjá AGS. Það er þá eitthvað annað en það sem snertir íslensk stjórnvöld sem kæmi í veg fyrir málið," segir Steingrímur. Drátturinn sem yrði ef ekki væri hægt að ljúka þessu á mánudag er bagalegur, að mati Steingríms því AGS fari í frí til loka ágúst. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir nefndina vinna að Icesave-samningnum óháð samvinnu við AGS. „Við gerðum okkur grein fyrir að 3. ágúst væri umsagnardagur en ákváðum að taka okkur þann tíma sem við þurfum í þetta," segir Guðbjartur. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og skattanefnd, segir það skipta litlu hvað peninga varðar ef áætluninni seinkar. Þeir peningar myndu ekki kippa öllu í liðinn. „Þetta er hins vegar bagalegt upp á orðspor og annað slíkt að þetta dragist í sífellu," segir Tryggvi. Ekki náðist í Franek Rozwadowski, fulltrúa AGS á Íslandi, við vinnslu fréttarinnar í gær. Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Líklegast er að fyrirgreiðsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) frestist fram til loka ágúst. Taka á málefni Íslands fyrir hjá AGS næsta mánudag, 3. ágúst. Stjórnarliðar segja ástæðu frestunarinnar vera að ekki hafi náðst að klára Icesave-málið, sem ekki verður rætt fyrr en í fyrsta lagi 4. ágúst. Aðrar heimildir Fréttablaðsins herma að ástæðan sé líklega sú að ekki sé búið að ljúka endurfjármögnun bankanna, sem ljúka átti í febrúar. Eftir fund AGS 3. ágúst fer sjóðurinn í hlé til ágústloka. En setur AGS það skilyrði að Icesave-málinu verði lokið? „Það liggur í loftinu að Icesave er aðalhindrunin í veginum og þá verða menn bara að horfast í augu við það," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Samkomulag náðist milli Íslands og AGS í nóvember um 2,1 milljarðs dollara lán til Íslands, sem er um 265 milljarðar króna. Fyrsti hluti lánsins var greiddur út í nóvember og átti afgangurinn að greiðast í átta afborgunum á þriggja mánaða fresti. Engar greiðslur hafa borist frá því í nóvember en fyrirgreiðslur, sem og endurskoðun áætlunar AGS og Íslands, áttu að vera í febrúar og maí en hefur verið frestað tvisvar. „Eins og stendur þá vonum við enn að fyrirgreiðslan geti átt sér stað. Eitt er hins vegar víst að allt er klárt af hálfu íslenskra stjórnvalda og það höfum við fengið staðfest hjá AGS. Það er þá eitthvað annað en það sem snertir íslensk stjórnvöld sem kæmi í veg fyrir málið," segir Steingrímur. Drátturinn sem yrði ef ekki væri hægt að ljúka þessu á mánudag er bagalegur, að mati Steingríms því AGS fari í frí til loka ágúst. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir nefndina vinna að Icesave-samningnum óháð samvinnu við AGS. „Við gerðum okkur grein fyrir að 3. ágúst væri umsagnardagur en ákváðum að taka okkur þann tíma sem við þurfum í þetta," segir Guðbjartur. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og skattanefnd, segir það skipta litlu hvað peninga varðar ef áætluninni seinkar. Þeir peningar myndu ekki kippa öllu í liðinn. „Þetta er hins vegar bagalegt upp á orðspor og annað slíkt að þetta dragist í sífellu," segir Tryggvi. Ekki náðist í Franek Rozwadowski, fulltrúa AGS á Íslandi, við vinnslu fréttarinnar í gær.
Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira