Innlent

Bæjarstjórinn á Álftanesi er umboðslaus

Bæjarstjórinn Guðmundur G. Gunnarsson segir að staða mála sé óviðunandi.
Bæjarstjórinn Guðmundur G. Gunnarsson segir að staða mála sé óviðunandi.

Málin hafa orðið enn snúnari á Álftanesi eftir að Margrét Jónsdóttir, bæjarstjóri Á-lista, sagði sig úr Á-listanum í gær þar sem hún taldi forsendur fyrir áframhaldandi samstarfi brostnar. Hafi hún lengi deilt á vinnubrögð Sigurðar Magnússonar, bæjarstjóra fyrir Á-lista.

Fréttablaðið sagði frá því í gær að viðræður væru milli þriggja bæjarfulltrúa D-lista og jafnmargra frá Á-lista um myndun nýs meirihluta. Það myndi skilja einn mann, Kristján Sveinbjörnsson, sem var bæjarfulltrúi fyrir Á-lista, eftir í minnihluta. Nú er svo komið á daginn að Á-listinn er þrískiptur. D-listinn hefur því í hendi sér að mynda meirihlutasamstarf þar sem Á-listinn þvertekur fyrir samstarf við Kristján og Margrét gerir slíkt hið sama.

„Við erum að reyna að þreifa fyrir okkur í þessum málum. Þessi staða er auðvitað óviðunandi þar sem bæjarstjórinn er umboðslaus. Íbúanna vegna má þetta ekki vera í einhverju limbói," segir Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti D-lista í bæjarstjórn Álftaness.

Hann segir D-lista hafa rætt við Margréti um hugsanlegt samstarf en það muni allt ráðast á næstu dögum. Gunnar vill halda bæjarstjórnarfund í dag til að koma umboðslausum bæjarstjóranum frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×