Innlent

Sögðust báðir hafa ekið bifreið á lyfjum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt afskipti af tveimur mönnum, sem voru í bíl, og hafði honum greinilega verið ekið skömmu fyrr. Þeir voru báðir undir áhrifum fíkniefna, sem telst vart lengur til tíðinda, en það telst hins vegar til tíðinda að báðir sögðust hafa ekið bílnum og stóðu fast á framburði sínum. Meginreglan er að þegar lögregla stendur ekki einhvern einn beinlílnis að akstri, þá þykist enginn í bílnum hafa ekið, en nú snerist dæmið við. Mennirnir sofa úr sér í fangageymslum og verða spurðir á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×